Vaktin: Senda sitt stærsta teymi til að rannsaka stríðsglæpi í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 17. maí 2022 06:53 Margir almennir borgarar hafa fundist skotnir með bundnar hendur. Getty/Mykhaylo Palinchak Búið er að flytja 260 úkraínska hermenn frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól, þar af marga alvarlega særða. Ekki er ljóst hversu margir eru eftir en áætla má að þeir séu um 350. Rússar virðast nú hafa náð Maríupól alfarið á sitt vald. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Forsvarsmenn Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa sent 42 sérfræðinga til að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Þetta mun vera stærsti hópur rannsakenda sem ICC hefur sent út vegna meintra stríðsglæpa. Ráðamenn í Kreml segja að það yrði hreinn og beinn þjófnaður ef G7-ríkin notuðu frystar eigur rússneska ríkisins í þágu uppbyggingar í Úkraínu. Slíkt hefur verið sagt til umræðu bæði hjá G7 og innan ESB. Heimildarmenn á Vesturlöndum segja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé sjálfur farinn að skipta sér af skipulagningu herfla Rússa í Úkraínu, sérstaklega í Donbas. Svo virðist sem óánægja sé að magnast í Rússlandi með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu, ekki síst með það hvernig þær hafa verið að ganga. Vinsælir netverjar og jafnvel sjónvarpsmenn eru farnir að gagnrýna gang stríðsins og fjölskyldur rússneskra hermanna vilja fá þá heim. Úkraínumenn eru sagðir hafa hrakið rússneskar hersveitir frá Kharkív og aftur að landamærum Rússlands, þar sem Rússar freista þess að hindra að úkraínsku sveitirnar komist í árásarfæri við rússnesku borgina Belgorod, sem er hernaðarlega mikilvæg. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þvert á yfirlýsingar Rússa um að þeir ráðist ekki gegn borgaralegum skotmörkum virðist allt benda til þess að þeir séu að nota ónákvæm vopn sem hafi valdið gríðarlegum skaða í íbúðahverfum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Forsvarsmenn Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa sent 42 sérfræðinga til að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Þetta mun vera stærsti hópur rannsakenda sem ICC hefur sent út vegna meintra stríðsglæpa. Ráðamenn í Kreml segja að það yrði hreinn og beinn þjófnaður ef G7-ríkin notuðu frystar eigur rússneska ríkisins í þágu uppbyggingar í Úkraínu. Slíkt hefur verið sagt til umræðu bæði hjá G7 og innan ESB. Heimildarmenn á Vesturlöndum segja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé sjálfur farinn að skipta sér af skipulagningu herfla Rússa í Úkraínu, sérstaklega í Donbas. Svo virðist sem óánægja sé að magnast í Rússlandi með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu, ekki síst með það hvernig þær hafa verið að ganga. Vinsælir netverjar og jafnvel sjónvarpsmenn eru farnir að gagnrýna gang stríðsins og fjölskyldur rússneskra hermanna vilja fá þá heim. Úkraínumenn eru sagðir hafa hrakið rússneskar hersveitir frá Kharkív og aftur að landamærum Rússlands, þar sem Rússar freista þess að hindra að úkraínsku sveitirnar komist í árásarfæri við rússnesku borgina Belgorod, sem er hernaðarlega mikilvæg. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þvert á yfirlýsingar Rússa um að þeir ráðist ekki gegn borgaralegum skotmörkum virðist allt benda til þess að þeir séu að nota ónákvæm vopn sem hafi valdið gríðarlegum skaða í íbúðahverfum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira