Skaut föstum skotum á Ólaf Ragnar Snorri Másson skrifar 18. maí 2022 09:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur segir að umræðan um Úkraínustríðið megi ekki stjórnast af Rússahatri. Hann vill að samið verði vopnahlé og kosið um umdeild héröð. Hann kveðst þó ekki vera á sömu línu og Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti, sá sé í veisluglaumnum í Kreml-kastala, en Hannes sjálfur standi með rússneskri alþýðu á Rauða torginu. Þetta stríð getur bara endað á einn hátt, segir Hannes. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor vonar að Rússland verði Evrópuþjóð á ný að loknu stríði.Vísir/Arnar „En áður en ég segi ég við hvernig það verður þá vil ég taka það sérstaklega fram að ég er stuðningsmaður Úkraínu. Það er enginn vafi í mínum huga að hinir seku aðilar eru Rússar. Þeir réðust inn í Úkraínu og þeir hafa framið margvísleg voðaverk, eins og oft er gert í stríðum og Úkraínumenn hafa unnið áróðursstríðið. En hvernig endar þetta? Þetta getur bara endað á einn hátt ef menn eru ekki algerlega heillum horfnir, með því að það verði samið um vopnahlé, síðan verði atkvæðagreiðslur í hinum umdeildu héruðum í austurhluta Úkraínu um hvort íbúarnir þar vilja frekar tilheyra Úkraínu eða Rússlandi. Það er ekki okkar að ákveða fyrir aðra hverjum þeir eiga að tilheyra,“ segir Hannes. Rætt var við Hannes um innrás Rússa í Íslandi í dag á mánudag, en viðtalið má sjá hér að ofan. EES, ekki NATO Tillaga Hannesar er að Úkraína verði boðin velkomin í vestrið; með því að Úkraína yrði til dæmis aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. En NATO? Hannes segir í því efni að Volodímír Selenskí hafi sagt sjálfur að það geti komið til greina að sleppa inngöngu í NATO til að styggja ekki Rússa um of, sem sé ekki óskynsamleg skoðun. Hannes hvetur til þess að tekið verði eitthvert tillit til Rússa, enda eigi þeir eftir að verða til eftir að stríðinu er lokið. „Við viljum ekki að það verði til Norður-Kórea inni í miðri Evrópu, þannig að það má ekki einangra þá,“ segir Hannes. „Við þurfum að passa okkur á að láta ekki stjórnast af einhverju Rússahatri. Rússar eiga einhverjar stórkostlegustu bókmenntir og menningu í heimi og ég vona að í framtíðinni verði þeir Evrópuþjóð. Þeir hafa færst frá okkur, út í austrið, út í einokunina, út í harðstjórnina. En ég vona að þeir geti komið til okkar aftur og að þeir geti hafið við okkur eðlileg viðskipti aftur og verslun.“ „Munurinn á Ólafi Ragnari og mér“ Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti ræddi málefni Rússlands skömmu eftir innrásina í Silfrinu á RÚV. Málflutningur hans þar féll í grýttan jarðveg, en hann gaf til kynna að stækkun NATO hafi í raun leitt til styrjaldarinnar, í öllu falli ekki komið í veg fyrir hana. Að auki hvatti Ólafur til að umræðan yrði opnuð um nýjar leiðir til að kljást við Pútín, enda væru leiðirnar sem nú er stuðst við ekki að virka. Ólafur Ragnar og Vladimír Pútín á fundi Norðurslóða í september 2013.Sasha Mordovets/Getty Images Maður sér á allri umræðu að venjulegir frjálslyndir flokkar eru mjög einhliða um að Rússar séu einfaldlega óvinurinn og að það megi ekkert koma til móts við þá. Þegar Ólafur Ragnar vísaði til bara Kissinger og annarra var hann sakaður um að vera mjög hallur undir Rússa, ert þú meira á línu Ólafs Ragnars, að það þurfi að finna einhvers konar endanlega lausn í stað þess að halda þessu bara gangandi? „Ég held að munurinn á Ólafi Ragnari og mér sé að hann situr í veisluglaumnum inni í Kreml-kastala, en ég er úti á Rauða torginu með fólkinu. Það er að segja: Hjarta mitt slær með rússnesku þjóðinni, ekki með rússnesku valdhöfunum. Það sem ég vil gera í framtíðinni er að vera í góðum viðskiptum við rússnesku þjóðina og ég vona svo sannarlega að Pútín hrökklist frá völdum og við taki lýðræðislega kjörnir valdhafar sem færa Rússland aftur í átt til vesturs. Opna glugga, smíði brýr. Ég vil ekki reisa múra, heldur smíða brýr,“ segir Hannes. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Þetta stríð getur bara endað á einn hátt, segir Hannes. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor vonar að Rússland verði Evrópuþjóð á ný að loknu stríði.Vísir/Arnar „En áður en ég segi ég við hvernig það verður þá vil ég taka það sérstaklega fram að ég er stuðningsmaður Úkraínu. Það er enginn vafi í mínum huga að hinir seku aðilar eru Rússar. Þeir réðust inn í Úkraínu og þeir hafa framið margvísleg voðaverk, eins og oft er gert í stríðum og Úkraínumenn hafa unnið áróðursstríðið. En hvernig endar þetta? Þetta getur bara endað á einn hátt ef menn eru ekki algerlega heillum horfnir, með því að það verði samið um vopnahlé, síðan verði atkvæðagreiðslur í hinum umdeildu héruðum í austurhluta Úkraínu um hvort íbúarnir þar vilja frekar tilheyra Úkraínu eða Rússlandi. Það er ekki okkar að ákveða fyrir aðra hverjum þeir eiga að tilheyra,“ segir Hannes. Rætt var við Hannes um innrás Rússa í Íslandi í dag á mánudag, en viðtalið má sjá hér að ofan. EES, ekki NATO Tillaga Hannesar er að Úkraína verði boðin velkomin í vestrið; með því að Úkraína yrði til dæmis aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. En NATO? Hannes segir í því efni að Volodímír Selenskí hafi sagt sjálfur að það geti komið til greina að sleppa inngöngu í NATO til að styggja ekki Rússa um of, sem sé ekki óskynsamleg skoðun. Hannes hvetur til þess að tekið verði eitthvert tillit til Rússa, enda eigi þeir eftir að verða til eftir að stríðinu er lokið. „Við viljum ekki að það verði til Norður-Kórea inni í miðri Evrópu, þannig að það má ekki einangra þá,“ segir Hannes. „Við þurfum að passa okkur á að láta ekki stjórnast af einhverju Rússahatri. Rússar eiga einhverjar stórkostlegustu bókmenntir og menningu í heimi og ég vona að í framtíðinni verði þeir Evrópuþjóð. Þeir hafa færst frá okkur, út í austrið, út í einokunina, út í harðstjórnina. En ég vona að þeir geti komið til okkar aftur og að þeir geti hafið við okkur eðlileg viðskipti aftur og verslun.“ „Munurinn á Ólafi Ragnari og mér“ Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti ræddi málefni Rússlands skömmu eftir innrásina í Silfrinu á RÚV. Málflutningur hans þar féll í grýttan jarðveg, en hann gaf til kynna að stækkun NATO hafi í raun leitt til styrjaldarinnar, í öllu falli ekki komið í veg fyrir hana. Að auki hvatti Ólafur til að umræðan yrði opnuð um nýjar leiðir til að kljást við Pútín, enda væru leiðirnar sem nú er stuðst við ekki að virka. Ólafur Ragnar og Vladimír Pútín á fundi Norðurslóða í september 2013.Sasha Mordovets/Getty Images Maður sér á allri umræðu að venjulegir frjálslyndir flokkar eru mjög einhliða um að Rússar séu einfaldlega óvinurinn og að það megi ekkert koma til móts við þá. Þegar Ólafur Ragnar vísaði til bara Kissinger og annarra var hann sakaður um að vera mjög hallur undir Rússa, ert þú meira á línu Ólafs Ragnars, að það þurfi að finna einhvers konar endanlega lausn í stað þess að halda þessu bara gangandi? „Ég held að munurinn á Ólafi Ragnari og mér sé að hann situr í veisluglaumnum inni í Kreml-kastala, en ég er úti á Rauða torginu með fólkinu. Það er að segja: Hjarta mitt slær með rússnesku þjóðinni, ekki með rússnesku valdhöfunum. Það sem ég vil gera í framtíðinni er að vera í góðum viðskiptum við rússnesku þjóðina og ég vona svo sannarlega að Pútín hrökklist frá völdum og við taki lýðræðislega kjörnir valdhafar sem færa Rússland aftur í átt til vesturs. Opna glugga, smíði brýr. Ég vil ekki reisa múra, heldur smíða brýr,“ segir Hannes.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira