Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2022 22:09 Biden-hjónin heimsóttu vettvang skotárásarinnar í Buffalo í New York-ríki í dag. Fjöldi blómvanda hafði verið lagður þar til minningar um fórnarlömbin tíu. AP/Matt Rourke Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. Morðinginn gerði sér sérstaka ferð í hverfi Buffalo þar sem meirihluti íbúa er svartur og hóf skothríð með árásarriffli á laugardaginn. Hann særði þrjá til viðbótar við þá tíu sem hann myrti. Lögreglan segir að morðin hafi hann framið öfgafullri kynþáttahyggju. Biden lýsti gjörðum morðingjans sem hryðjuverki þegar hann og Jill eiginkona hans vottuðu fórnarlömbunum virðingu sína í dag, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hvít þjóðernishyggja er eitur. Hún er raunverulegt eitur sem rennur um stjórnmálin okkar. Við verðum að segja það eins skýrt og afdráttarlaust og við getum að hugmyndafræði hvítrar þjóðernishyggju á ekki heima í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn. Alið á hatri og ótta Ungi maðurinn birti meðal annars langt plagg á netinu þar sem hann fór mikinn um samsæriskenningu bandarískra hvítra þjóðernissinna um að verið sé að skipta hvítu fólki út fyrir minnihlutahópa með innflutningi fólks til Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja. Sú kenning, eða afbrigði hennar, hafa náð töluverðri útbreiðslu á hægri væng bandarískra stjórnmála. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa talað um innflytjendamál á slíkum nótum og þá hefur Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, ítrekað daðrað við slíka hugmyndafræði á öldum ljósvakans. „Hatur og ótti fá alltaf of mikið súrefni frá þeim sem þykjast elska Bandaríkin,“ sagði Biden í Buffalo án þess þó að nafngreina nokkurn sem hann taldi ábyrgan. Joe Biden Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Morðinginn gerði sér sérstaka ferð í hverfi Buffalo þar sem meirihluti íbúa er svartur og hóf skothríð með árásarriffli á laugardaginn. Hann særði þrjá til viðbótar við þá tíu sem hann myrti. Lögreglan segir að morðin hafi hann framið öfgafullri kynþáttahyggju. Biden lýsti gjörðum morðingjans sem hryðjuverki þegar hann og Jill eiginkona hans vottuðu fórnarlömbunum virðingu sína í dag, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hvít þjóðernishyggja er eitur. Hún er raunverulegt eitur sem rennur um stjórnmálin okkar. Við verðum að segja það eins skýrt og afdráttarlaust og við getum að hugmyndafræði hvítrar þjóðernishyggju á ekki heima í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn. Alið á hatri og ótta Ungi maðurinn birti meðal annars langt plagg á netinu þar sem hann fór mikinn um samsæriskenningu bandarískra hvítra þjóðernissinna um að verið sé að skipta hvítu fólki út fyrir minnihlutahópa með innflutningi fólks til Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja. Sú kenning, eða afbrigði hennar, hafa náð töluverðri útbreiðslu á hægri væng bandarískra stjórnmála. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa talað um innflytjendamál á slíkum nótum og þá hefur Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, ítrekað daðrað við slíka hugmyndafræði á öldum ljósvakans. „Hatur og ótti fá alltaf of mikið súrefni frá þeim sem þykjast elska Bandaríkin,“ sagði Biden í Buffalo án þess þó að nafngreina nokkurn sem hann taldi ábyrgan.
Joe Biden Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46