Skrtel hefur áhyggjur af heilsunni og leggur skóna á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2022 23:01 Martin Skrtel lék stærstan hluta ferilsins með Liverpool. Alex Livesey/Getty Images Martin Skrtel, fyrrverandi varnarmaður Liverpool, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu eftir rúmlega tveggja áratuga langan atvinnumannaferil. Þessi slóvakíski fyrrum varnarmaður er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool, en hann var í rúm átta ár hjá félaginu. Á ferli sínum lék hann einnig með liðum á borð við Zenit, Fenerbache, Atalanta, Istanbul Basaksehir og nú seinast Spartak Trnava í heimalandinu. Skrtel sagði frá því að hann væri að leggja skóna á hilluna á blaðamannafundi hjá Spartak Trnava og sagði ástæðuna vera heilsufarslega. „Með því að koma til Trnava upplifði ég drauminn minn. Ég held að þá ég sé kominn á þennan aldur geti ég samt hjálpað liðinu og spilað í hæsta gæðaflokki,“ sagði þessi 37 ára varnarmaður. „En ástæðan fyrir því að ég er að hætta er heilsufarsleg. Ég er með æðakölkun (e. Plaques) og það heldur aftur að mér, bæði í fótboltanum og fjölskyldulífinu. Ég man ekki eftir þeim degi þar sem ég fann ekki fyrir sársauka. Ég hef æft með hjálp lyfja seinustu mánuði.“ „Ég átti í erfiðleikum með að ganga hundrað metra með syni mínum. Sársaukinn er nokkuð mikill. Ég finn mest fyrir þessu þegar ég hleyp, hoppa og lendi í samstuði, en það er eitthvað sem við þurfum á að halda í fótbolta. Þess vegna hef ég ákveðið að leikurinn á móti Dunajska verður minn síðasti. Ekki bara fyrir Spartak Trnava, heldur á ferlinum.“ „Ég get ekki ímyndað mér lífið án fótbolta, en nú er kominn tími til að fylgja huganum frekar en hjartanu. Ég á heilsuna bara einu sinni. Nú tekur borgaralegt líf við og ég vil geta notið þess á einhvern hátt án sársauka.“ Wishing you all the best in your retirement, Martin Škrtel ❤ pic.twitter.com/UMOgtruq5T— Liverpool FC (@LFC) May 17, 2022 Á 21 árs löngum ferli sínum lék Martin Skrtel 487 deildarleiki, en þar af voru 242 fyrir Liverpool. Þá lék hann einnig 104 leiki fyrir slóvakíska landsliðið sem gerir hann að fjórða leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi. Fótbolti Slóvakía Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Þessi slóvakíski fyrrum varnarmaður er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool, en hann var í rúm átta ár hjá félaginu. Á ferli sínum lék hann einnig með liðum á borð við Zenit, Fenerbache, Atalanta, Istanbul Basaksehir og nú seinast Spartak Trnava í heimalandinu. Skrtel sagði frá því að hann væri að leggja skóna á hilluna á blaðamannafundi hjá Spartak Trnava og sagði ástæðuna vera heilsufarslega. „Með því að koma til Trnava upplifði ég drauminn minn. Ég held að þá ég sé kominn á þennan aldur geti ég samt hjálpað liðinu og spilað í hæsta gæðaflokki,“ sagði þessi 37 ára varnarmaður. „En ástæðan fyrir því að ég er að hætta er heilsufarsleg. Ég er með æðakölkun (e. Plaques) og það heldur aftur að mér, bæði í fótboltanum og fjölskyldulífinu. Ég man ekki eftir þeim degi þar sem ég fann ekki fyrir sársauka. Ég hef æft með hjálp lyfja seinustu mánuði.“ „Ég átti í erfiðleikum með að ganga hundrað metra með syni mínum. Sársaukinn er nokkuð mikill. Ég finn mest fyrir þessu þegar ég hleyp, hoppa og lendi í samstuði, en það er eitthvað sem við þurfum á að halda í fótbolta. Þess vegna hef ég ákveðið að leikurinn á móti Dunajska verður minn síðasti. Ekki bara fyrir Spartak Trnava, heldur á ferlinum.“ „Ég get ekki ímyndað mér lífið án fótbolta, en nú er kominn tími til að fylgja huganum frekar en hjartanu. Ég á heilsuna bara einu sinni. Nú tekur borgaralegt líf við og ég vil geta notið þess á einhvern hátt án sársauka.“ Wishing you all the best in your retirement, Martin Škrtel ❤ pic.twitter.com/UMOgtruq5T— Liverpool FC (@LFC) May 17, 2022 Á 21 árs löngum ferli sínum lék Martin Skrtel 487 deildarleiki, en þar af voru 242 fyrir Liverpool. Þá lék hann einnig 104 leiki fyrir slóvakíska landsliðið sem gerir hann að fjórða leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi.
Fótbolti Slóvakía Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira