Félag fréttamanna og Blaðamannafélag Íslands sameinast Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2022 13:40 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, formaður Félags fréttamanna. Félagar í Blaðamannafélagi Íslands og félagar í Félagi fréttamanna, stéttarfélagi fréttamanna á Ríkisútvarpinu, hafa samþykkt að sameina félögin undir merkjum Blaðamannafélags Íslands. Í tilkynningu frá Blaðamannafélagi Íslands segir að sameiningin hafi verið samþykkt á aðalfundi félagsins í lok aprílmánaðar og svo á aðalfundi Félags fréttamanna í gærkvöld. Sameiningin tekur gildi 1. júní og verður stétt blaða- og fréttamanna á Íslandi þá sameinuð í einu félagi. Þurfa að þétta raðirnar Haft er eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, formanni Félags fréttamanna, að á undanförnum árum hafi verið sótt að faglegri blaða- og fréttamennsku á Íslandi í síauknum mæli. „Blaða- og fréttamenn þurfa að þétta raðirnar og standa saman gegn þeim ógnum sem steðja að stéttinni. Með sameiningu Félags fréttamanna og Blaðamannafélags Íslands verða til öflug heildarsamtök blaða- og fréttamanna á Íslandi, sem tala máli okkar allra og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum og bættum starfskjörum stéttarinnar,“ segir Sigríður. Bæði stéttarfélag og fagfélag Fram kemur að hið sameinaða félag verði bæði stéttarfélag og fagfélag. „Sameining stéttarinnar í eitt öflugt fag- og stéttarfélag sendir sterk skilaboð út í samfélagið um mikilvægi faglegrar blaðamennsku á tímum þar sem sótt er að blaðamennsku og fjölmiðlum, hér sem annars staðar,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. „Framundan eru stór verkefni á miklum umbreytingatímum þar sem mikilvægt er að blaðamenn snúi bökum saman til að styrkja stoðir blaðamennsku og berjast fyrir hagsmunum stéttarinnar. Öflugt, sameinað félag blaðamanna verður mikilvægur vettvangur fyrir faglegt starf og mun vinna að því að skapa grundvöll fyrir sterka, sjálfstæða fjölmiðla í rekstrarumhverfi sem er meira krefjandi en nokkru sinni,“ segir Sigríður. FF starfrækt sem deild í BÍ Ennfremur segir í tilkynningunni að Félag fréttamanna hafi til þessa verið aðildarfélag Bandalags háskólamanna. Eftir sameininguna verði félagið starfrækt áfram sem deild í Blaðamannafélaginu. „Við þökkum Bandalagi háskólamanna fyrir góða og ánægjulega samfylgd, frábæra þjónustu, og alla þá aðstoð og skilning sem það hefur sýnt okkur í sameiningarferlinu við Blaðamannafélag Íslands,“ segir Sigríður Hagalín. Fjölmiðlar Stéttarfélög Tengdar fréttir Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. 12. apríl 2022 15:16 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira
Í tilkynningu frá Blaðamannafélagi Íslands segir að sameiningin hafi verið samþykkt á aðalfundi félagsins í lok aprílmánaðar og svo á aðalfundi Félags fréttamanna í gærkvöld. Sameiningin tekur gildi 1. júní og verður stétt blaða- og fréttamanna á Íslandi þá sameinuð í einu félagi. Þurfa að þétta raðirnar Haft er eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, formanni Félags fréttamanna, að á undanförnum árum hafi verið sótt að faglegri blaða- og fréttamennsku á Íslandi í síauknum mæli. „Blaða- og fréttamenn þurfa að þétta raðirnar og standa saman gegn þeim ógnum sem steðja að stéttinni. Með sameiningu Félags fréttamanna og Blaðamannafélags Íslands verða til öflug heildarsamtök blaða- og fréttamanna á Íslandi, sem tala máli okkar allra og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum og bættum starfskjörum stéttarinnar,“ segir Sigríður. Bæði stéttarfélag og fagfélag Fram kemur að hið sameinaða félag verði bæði stéttarfélag og fagfélag. „Sameining stéttarinnar í eitt öflugt fag- og stéttarfélag sendir sterk skilaboð út í samfélagið um mikilvægi faglegrar blaðamennsku á tímum þar sem sótt er að blaðamennsku og fjölmiðlum, hér sem annars staðar,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. „Framundan eru stór verkefni á miklum umbreytingatímum þar sem mikilvægt er að blaðamenn snúi bökum saman til að styrkja stoðir blaðamennsku og berjast fyrir hagsmunum stéttarinnar. Öflugt, sameinað félag blaðamanna verður mikilvægur vettvangur fyrir faglegt starf og mun vinna að því að skapa grundvöll fyrir sterka, sjálfstæða fjölmiðla í rekstrarumhverfi sem er meira krefjandi en nokkru sinni,“ segir Sigríður. FF starfrækt sem deild í BÍ Ennfremur segir í tilkynningunni að Félag fréttamanna hafi til þessa verið aðildarfélag Bandalags háskólamanna. Eftir sameininguna verði félagið starfrækt áfram sem deild í Blaðamannafélaginu. „Við þökkum Bandalagi háskólamanna fyrir góða og ánægjulega samfylgd, frábæra þjónustu, og alla þá aðstoð og skilning sem það hefur sýnt okkur í sameiningarferlinu við Blaðamannafélag Íslands,“ segir Sigríður Hagalín.
Fjölmiðlar Stéttarfélög Tengdar fréttir Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. 12. apríl 2022 15:16 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira
Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. 12. apríl 2022 15:16