Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Snorri Másson skrifar 18. maí 2022 19:58 Hildur skælbrosandi eftir fyrstu tölur á laugardagskvöld, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk sex fulltrúa. Stöð 2 Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. Það eru að verða komnir fjórir dagar frá því að niðurstöður kosninga lágu fyrir og enn er ekkert farið að skýrast með myndun meirihluta í borginni. Að teknu tilliti til alls og alls er það helst stjórn Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sem rætt er um. Það eru þrettán. Dagur, Einar og Dóra gætu þó komist að þeirri niðurstöðu að þau þyrftu ekki á Þórdísi að halda, enda þarf bara að telja upp að tólf. Á sama hátt gæti Þórdís Lóa endurskoðað óformlegt bandalag sitt með Samfylkingu og Pírötum, farið og rætt við Sjálfstæðisflokk og myndað stjórn með honum, Framsóknarflokki og Flokki fólksins. Það er líka eini sjáanlegi möguleiki Sjálfstæðisflokksins, nema ef Samfylkingin kysi að vinna með honum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur ekki fyrsti kostur „Það er ekki fyrsti kostur. En allt má skoða,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Dagur vill ekki tala við ykkur? „Við höfum ekki rætt saman símleiðis.“ Hildur segist ósammála því að Sjálfstæðisflokkurinn sé í þröngri stöðu; og ítrekar að fleiri en einn möguleiki sé í stöðunni fyrir flokkinn. „Það eru ýmis mynstur í umræðunni og ég held að það muni koma svolítið í ljós, hvað er verið að ræða og það gæti orðið svolítið óvænt.“ Þannig að þú boðar tíðindi? „Hugsanlega. Það er að minnsta kosti verið að ræða lausnir sem gætu markað ákveðin tíðindi.“ Hvenær má vænta þeirra? „Ég veit það ekki. Við erum bara að taka þessa umræðu og að vanda okkur öll, þannig að kannski í kvöld, kannski á morgun, maður skal ekki segja. Ég gef bara loðin svör. Trúnaður skiptir öllu þegar maður er í svona viðkvæmum umræðum.“ Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. 17. maí 2022 19:20 Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Það eru að verða komnir fjórir dagar frá því að niðurstöður kosninga lágu fyrir og enn er ekkert farið að skýrast með myndun meirihluta í borginni. Að teknu tilliti til alls og alls er það helst stjórn Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sem rætt er um. Það eru þrettán. Dagur, Einar og Dóra gætu þó komist að þeirri niðurstöðu að þau þyrftu ekki á Þórdísi að halda, enda þarf bara að telja upp að tólf. Á sama hátt gæti Þórdís Lóa endurskoðað óformlegt bandalag sitt með Samfylkingu og Pírötum, farið og rætt við Sjálfstæðisflokk og myndað stjórn með honum, Framsóknarflokki og Flokki fólksins. Það er líka eini sjáanlegi möguleiki Sjálfstæðisflokksins, nema ef Samfylkingin kysi að vinna með honum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur ekki fyrsti kostur „Það er ekki fyrsti kostur. En allt má skoða,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Dagur vill ekki tala við ykkur? „Við höfum ekki rætt saman símleiðis.“ Hildur segist ósammála því að Sjálfstæðisflokkurinn sé í þröngri stöðu; og ítrekar að fleiri en einn möguleiki sé í stöðunni fyrir flokkinn. „Það eru ýmis mynstur í umræðunni og ég held að það muni koma svolítið í ljós, hvað er verið að ræða og það gæti orðið svolítið óvænt.“ Þannig að þú boðar tíðindi? „Hugsanlega. Það er að minnsta kosti verið að ræða lausnir sem gætu markað ákveðin tíðindi.“ Hvenær má vænta þeirra? „Ég veit það ekki. Við erum bara að taka þessa umræðu og að vanda okkur öll, þannig að kannski í kvöld, kannski á morgun, maður skal ekki segja. Ég gef bara loðin svör. Trúnaður skiptir öllu þegar maður er í svona viðkvæmum umræðum.“
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. 17. maí 2022 19:20 Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. 17. maí 2022 19:20
Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25