Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2022 22:16 Snorri Steinn Guðjónsson eggjar sína menn áfram. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok. „Slökum aðeins á. Þetta er glæsilegur sigur, ekki spurning. Frábær frammistaða hjá mínum mönnum og fyrri hálfleikurinn mjög góður. En við þurfum líka að læra að höndla þetta og koma okkar fljótt niður á jörðina,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta gefur okkur ekki neitt. Það er annar leikur, og öðruvísi leikur, sem bíður okkur í Vestmannaeyjum á sunnudaginn.“ Valur hafði beðið í ellefu daga eftir leik kvöldsins en þrátt fyrir það var ekkert ryð í Hlíðarendaliðinu. „Byrjunin var frábær, krafturinn var svakalegur og við náðum strax vopnum okkar sem gerði þetta svolítið þægilegt. Byrjunin var sterk og lagði grunninn að þessum sigri,“ sagði Snorri. „Hléið var langt en ég veit það ekki, ég velti mér ekkert upp úr þessu. Þetta var eins og þetta var og við þurftum að tækla það og gerðum það vel. Ef þetta hefði farið illa hefðum við getað talað eitthvað um þetta en erum við ekki bara búnir að því núna.“ Harkan í leiknum var mikil og dómararnir höfðu í nægu að snúast. „Þetta var fastur leikur, þetta eru úrslit, Valur og ÍBV, þannig að þetta kemur mér svo sem ekkert á óvart,“ sagði Snorri. Valur er kominn með frumkvæðið í einvíginu en erfiður leikur bíður Íslandsmeistaranna í Eyjum á sunnudaginn. Snorri segir að sínir menn verði með báða fætur á jörðinni í aðdraganda þess leiks. „Ég hef ekkert svakalega miklar áhyggjur af því. Það er annar leikur sem bíður okkar og öðruvísi leikur, það er alveg klárt mál. Við þurfum tvo sigra í viðbót og það eitt og sér á að vera nóg til að ná mönnum niður,“ sagði Snorri. Valur hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir það hefur Snorri áhyggjur. „Alltaf. Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur,“ sagði Snorri að lokum. Olís-deild karla Valur Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
„Slökum aðeins á. Þetta er glæsilegur sigur, ekki spurning. Frábær frammistaða hjá mínum mönnum og fyrri hálfleikurinn mjög góður. En við þurfum líka að læra að höndla þetta og koma okkar fljótt niður á jörðina,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta gefur okkur ekki neitt. Það er annar leikur, og öðruvísi leikur, sem bíður okkur í Vestmannaeyjum á sunnudaginn.“ Valur hafði beðið í ellefu daga eftir leik kvöldsins en þrátt fyrir það var ekkert ryð í Hlíðarendaliðinu. „Byrjunin var frábær, krafturinn var svakalegur og við náðum strax vopnum okkar sem gerði þetta svolítið þægilegt. Byrjunin var sterk og lagði grunninn að þessum sigri,“ sagði Snorri. „Hléið var langt en ég veit það ekki, ég velti mér ekkert upp úr þessu. Þetta var eins og þetta var og við þurftum að tækla það og gerðum það vel. Ef þetta hefði farið illa hefðum við getað talað eitthvað um þetta en erum við ekki bara búnir að því núna.“ Harkan í leiknum var mikil og dómararnir höfðu í nægu að snúast. „Þetta var fastur leikur, þetta eru úrslit, Valur og ÍBV, þannig að þetta kemur mér svo sem ekkert á óvart,“ sagði Snorri. Valur er kominn með frumkvæðið í einvíginu en erfiður leikur bíður Íslandsmeistaranna í Eyjum á sunnudaginn. Snorri segir að sínir menn verði með báða fætur á jörðinni í aðdraganda þess leiks. „Ég hef ekkert svakalega miklar áhyggjur af því. Það er annar leikur sem bíður okkar og öðruvísi leikur, það er alveg klárt mál. Við þurfum tvo sigra í viðbót og það eitt og sér á að vera nóg til að ná mönnum niður,“ sagði Snorri. Valur hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir það hefur Snorri áhyggjur. „Alltaf. Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur,“ sagði Snorri að lokum.
Olís-deild karla Valur Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira