„Snorri er þjálfarinn minn og besti vinur minn“ Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 12:01 Stiven Valencia hefur farið á kostum með ógnarsterku liði Vals og stefnir á atvinnumennsku og landsliðið. Stöð 2 Sport Valsarinn Stiven Tobar Valencia er ekki bara frábær hornamaður sem stefnir á atvinnumennsku og landsliðið heldur einnig lunkinn plötusnúður sem skemmt hefur fólki á skemmtistaðnum 203 um helgar. Þetta kom fram í skemmtilegu spjalli Stivens við strákana í Seinni bylgjunni eftir magnaðan stórsigur Vals á ÍBV í gærkvöld í fyrsta leik einvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Stiven og félagar í Val virðast afar líklegir til að landa titlinum líkt og í fyrra og hann nýtur sín frábærlega, bæði í vörn og sókn, undir stjórn þjálfarans og silfurdrengsins Snorra Steins Guðjónssonar: „Ég elska Snorra, við náum mjög vel saman. Snorri er þjálfarinn minn og besti vinur minn. Við erum mikið að djóka hvor í öðrum,“ sagði Stiven og benti á að Snorri ætti sinn þátt í því hve vel hann hefði þróast sem varnarmaður síðustu misseri. Klippa: Stiven laufléttur eftir frábæran sigur Vals Það er þó ekki síst hraðinn og krafturinn í Stiven í hraðaupphlaupum sem vakið hefur athygli, og hvernig þeir Björgvin Páll Gústavsson markvörður vinna saman. „Ég og Bjöggi náum vel saman. Ég segi alltaf við Bjögga: Kastaðu þessu fram og ég næ þessu,“ sagði Stiven sem hefur sýnt að hann er með mikinn stökkkraft: „Það halda kannski allir að ég sé alltaf að „taka lappir“ [lappaæfingar í ræktinni] en ég tek aldrei lappir. Þetta er bara í genunum, eitthvað náttúrulegt.“ „Einhvern veginn endaði ég á að spila á 203 klúbbnum“ Stiven æfði einnig fótbolta á árum áður og prófaði sig áfram í píanónámi. Þá hefur hann verið að geta sér orð sem DJ: „Þetta er bara smá hobbí hjá mér. Ég byrjaði eitthvað að leika mér í þessu og svo þekkir maður mann. Einhvern veginn endaði ég á að spila á 203 klúbbnum og það gengur bara ágætlega. Ég er ekki að gigga mikið, sérstaklega núna þegar ég er í úrslitakeppninni, en maður tekur eitt og eitt,“ sagði Stiven léttur en allt spjallið við hann má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok. 19. maí 2022 22:16 Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25. 19. maí 2022 22:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 35-25 | Ótrúlegir yfirburðir Vals Valur rústaði ÍBV, 35-25, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 19. maí 2022 21:11 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Þetta kom fram í skemmtilegu spjalli Stivens við strákana í Seinni bylgjunni eftir magnaðan stórsigur Vals á ÍBV í gærkvöld í fyrsta leik einvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Stiven og félagar í Val virðast afar líklegir til að landa titlinum líkt og í fyrra og hann nýtur sín frábærlega, bæði í vörn og sókn, undir stjórn þjálfarans og silfurdrengsins Snorra Steins Guðjónssonar: „Ég elska Snorra, við náum mjög vel saman. Snorri er þjálfarinn minn og besti vinur minn. Við erum mikið að djóka hvor í öðrum,“ sagði Stiven og benti á að Snorri ætti sinn þátt í því hve vel hann hefði þróast sem varnarmaður síðustu misseri. Klippa: Stiven laufléttur eftir frábæran sigur Vals Það er þó ekki síst hraðinn og krafturinn í Stiven í hraðaupphlaupum sem vakið hefur athygli, og hvernig þeir Björgvin Páll Gústavsson markvörður vinna saman. „Ég og Bjöggi náum vel saman. Ég segi alltaf við Bjögga: Kastaðu þessu fram og ég næ þessu,“ sagði Stiven sem hefur sýnt að hann er með mikinn stökkkraft: „Það halda kannski allir að ég sé alltaf að „taka lappir“ [lappaæfingar í ræktinni] en ég tek aldrei lappir. Þetta er bara í genunum, eitthvað náttúrulegt.“ „Einhvern veginn endaði ég á að spila á 203 klúbbnum“ Stiven æfði einnig fótbolta á árum áður og prófaði sig áfram í píanónámi. Þá hefur hann verið að geta sér orð sem DJ: „Þetta er bara smá hobbí hjá mér. Ég byrjaði eitthvað að leika mér í þessu og svo þekkir maður mann. Einhvern veginn endaði ég á að spila á 203 klúbbnum og það gengur bara ágætlega. Ég er ekki að gigga mikið, sérstaklega núna þegar ég er í úrslitakeppninni, en maður tekur eitt og eitt,“ sagði Stiven léttur en allt spjallið við hann má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok. 19. maí 2022 22:16 Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25. 19. maí 2022 22:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 35-25 | Ótrúlegir yfirburðir Vals Valur rústaði ÍBV, 35-25, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 19. maí 2022 21:11 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok. 19. maí 2022 22:16
Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25. 19. maí 2022 22:03
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 35-25 | Ótrúlegir yfirburðir Vals Valur rústaði ÍBV, 35-25, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 19. maí 2022 21:11