Gervigreind við ristilspeglun greinir fleiri forstig ristilkrabbameins Meltingarklínikin Ármúla 23. maí 2022 08:54 Þessi tækni er komin til að vera í meltingarlækningum og mun hjálpa okkur verulega í greiningu á forstigum og illkynja meinum,“ segir Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarlækningum á Meltingarklíníkinni í Ármúla. Gervigreind er beitt við greiningu á ristilsepum í Meltingarklíníkinni í Ármúla 9. Tæknin greinir af nákvæmni það sem mannsaugað getur misst af og hefur þegar skilað verulegum árangri. „Í byrjun október 2021 hóf ég ásamt Tryggva Stefánssyni skurðlækni, meltingar- og speglanaþjónustu í Meltingarklínikinni í Ármúla. Í nóvember sama ár tókum við í notkun gervigreindartækifrá fyrirtækinu Olympus. Nú höfum við notað gervigreindarhugbúnaðinn í sex mánuði og greinum mun fleiri forstig hjá fólki en við gerðum áður, fólki sem er einkennalaust og kemur í skimunarristilspeglun. Þessi tækni er komin til að vera í meltingarlækningum og mun hjálpa okkur verulega í greiningu á forstigum og illkynja meinum,“ segir Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarlækningum á Meltingarklíníkinni í Ármúla. Starfsfólk Meltingarklínikkunnar í Ármúla býr yfir mikill reynslu. Ásgeir segir tæknina sjálfa ekki flókna. Hugbúnaður les skjámyndina og það sem á honum birtist og þekkir ristilsepa, sem er forstig flestra ristilkrabbameina. Forritið merkir mögulegan sepa á skjánum, en þá skoðum við betur þetta svæði áður en spegluninni er haldið áfram. „Þetta er ótrúleg tækni og mikil hjálp því mannsaugað sér ekki alla myndina á skjánum í einu og hlutir geta farið framhjá okkur sem erum að ristilspegla. Að auki geta utanaðkomandi þættir valdið mannlegum mistökum svo sem alls konar truflanir og þreyta, en það er ekkert sem truflar gervigreindina, það fer fátt framhjá forritinu, sem skiptir máli“ útskýrir Ásgeir. Þau einu sem nýta tæknina við skimun eftir forstigum Meltingarklínikin er að sögn Ásgeirs eina speglanaeiningin á Íslandi sem nýtir þessa tækni við skimun og greiningu á ristilsepum í dag. Ásgeir kynntist tækninni fyrst árið 2019 á ráðstefnu í Barcelona og reyndi strax að innleiða hana hér á landi. Hann segir áhuga ekki hafa verið til staðar af ýmsum ástæðum, m.a. COVID faraldrinum. Hann og Tryggvi tóku sjálfir af skarið þegar þeir settu upp nýja speglanaeiningu og byrjuðu að nota þessa tækni í öllum ristilspeglunum framkvæmdum í Meltingarklíníkinni. Vandað til verka „Við ákváðum strax að opna speglanaeininguna í Kíníkinni af miklu metnaði með tilliti til tækjabúnaðar, gæðavísa, svo og að fá til liðs við okkur og ráða reynslumikla hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisgagnafræðing. Við bjóðum upp á besta tækjabúnað sem völ er á við speglanir en miklar framfarir hafa orðið í speglunartækjum á síðustu fimm árum. Við erum í góðu samstarfi við Inter ehf og starfsfólkið þar, sem hefur hjálpað okkur að koma þessu öllu í kring,“ segir Ásgeir en Inter ehf fer með umboð Olympus speglanatækja. Ekki skimað skipulega á Íslandi fyrir ristilkrabbameini En hvenær á fólk að koma í ristilspeglun? Í flestum þeim löndum sem við miðum okkur við tekur skimun til fólks á aldrinum 50 til 75 ára en Ásgeir bendir á að ekki sé skimað skipulega á Íslandi. „Skipulögð skimun fyrir ristilkrabbameini hefur verið rædd hér á landi síðan 1986 en Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa enn ekki komið henni á. Á meðan hafa flest lönd í Evrópu og Skandinavíu fyrir löngu hafið skimun með einum eða öðrum hætti. Þá hefur lengi verið rifist um hér á landi hvaða aðferð eigi að nota við skimun, þ.e. leita að blóði í hægðum eða ristilspegla strax. Hér hefur verið venjan að spegla beint og við teljum að það sé hagkvæmasta og áhrifaríkasta aðferðin við skimun. Þannig finnum við sepa strax og getum fjarlægt þá. Ef ekkert finnst þarf fólk ekki að koma aftur fyrr en eftir 10 ár. Í flestum löndum er byrjað að leita að blóði í hægðum einfaldlega vegna þess að í fjölmennu samfélagi ráða menn ekki við að beita speglunum. Á Íslandi getum við það hinsvegar þar sem við erum ekki með svo fjölmenna árganga í hverjum aldursflokki,“ útskýrir Ásgeir. Að skima er heila málið „Ég geri þó ráð fyrir einhverskonar blöndu af þessu tvennu þegar skipuleg skimun fer loks af stað hérlendis. Hjá ákveðnum aldurshópum verði leitað að blóði í hægðum en speglað hjá öðrum. Miklivægt er að fólk hafi val um skimunaraðferð og virðist það skila bestum árangri. Þátttaka fólks skiptir mestu máli án tilliti til skimunaraðferðarinnar. Hér á Meltingarklíníkinni einbeitum við okkur að því að vera með bestu mögulega aðstöðu til að framkvæma ristilspeglanir vel og þar kemur gervigreindin sterkt inn og bætir árangur til muna,“ segir Ásgeir og fullyrðir að gervigreind sé framtíðin. Horft til framtíðar „Þessi tækni staðnar ekki. Það er stöðugt verið að bæta nýjungum við og uppfæra hugbúnaðinn. Fleiri og fleiri innan læknageirans nýta sér þessa tækni og ég veit að verið er að prófa gervigreind meðal annars við brjóstamyndatökur í krabbameinsleit. Þá sé ég fyrir mér að gervigreind megi nýta við skoðun frumusýna úr leghálsi. Það er lykilatriði að minnka möguleikann á mannlegum mistökum og að greina meinin snemma. Það er það sem bjargar mannslífum.“ Bjóðum fyrirtækjum forvarnarskimanir „Biðin hefur verið allt of löng eftir markvissum aðgerðum að hálfu heilbrigðisyfirvalda. Eins og er vita fáir hverja eða með hvaða hætti á að skima fólk fyrir þessu algenga og banvæna krabbameini,“ segir Ásgeir. „Ég hef mikla reynslu í að skipuleggja forvarnarspeglanir og almenna fræðslu fyrir fyrirtæki um áhættu varðandi krabbamein í meltingarvegi. Fyrirtæki hafa sýnt þessu áhuga og nýtt sjúkrasjóði sína til að styrkja starfsmenn til forvarna til að fyrirbyggja alvarleg krabbamein í meltingarvegi. Samningar við fyrirtækin gera starfsmönnum auðveldara með að fá rannsóknir framkvæmdar og margir sjúkrasjóðir greiða fyrir slíkar forvarnarrannsóknir. Forvörn á þessu svið er skynsamleg fyrirhyggja, kemur í veg fyrir alvarlegan sjúkdóm, bætir lífssgæði og sparar ótrúlegar fjárhæðir þegar til lengri tíma er litið. Hvað er betra?“ Heilsa Skimun fyrir krabbameini Tækni Heilbrigðismál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Í byrjun október 2021 hóf ég ásamt Tryggva Stefánssyni skurðlækni, meltingar- og speglanaþjónustu í Meltingarklínikinni í Ármúla. Í nóvember sama ár tókum við í notkun gervigreindartækifrá fyrirtækinu Olympus. Nú höfum við notað gervigreindarhugbúnaðinn í sex mánuði og greinum mun fleiri forstig hjá fólki en við gerðum áður, fólki sem er einkennalaust og kemur í skimunarristilspeglun. Þessi tækni er komin til að vera í meltingarlækningum og mun hjálpa okkur verulega í greiningu á forstigum og illkynja meinum,“ segir Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarlækningum á Meltingarklíníkinni í Ármúla. Starfsfólk Meltingarklínikkunnar í Ármúla býr yfir mikill reynslu. Ásgeir segir tæknina sjálfa ekki flókna. Hugbúnaður les skjámyndina og það sem á honum birtist og þekkir ristilsepa, sem er forstig flestra ristilkrabbameina. Forritið merkir mögulegan sepa á skjánum, en þá skoðum við betur þetta svæði áður en spegluninni er haldið áfram. „Þetta er ótrúleg tækni og mikil hjálp því mannsaugað sér ekki alla myndina á skjánum í einu og hlutir geta farið framhjá okkur sem erum að ristilspegla. Að auki geta utanaðkomandi þættir valdið mannlegum mistökum svo sem alls konar truflanir og þreyta, en það er ekkert sem truflar gervigreindina, það fer fátt framhjá forritinu, sem skiptir máli“ útskýrir Ásgeir. Þau einu sem nýta tæknina við skimun eftir forstigum Meltingarklínikin er að sögn Ásgeirs eina speglanaeiningin á Íslandi sem nýtir þessa tækni við skimun og greiningu á ristilsepum í dag. Ásgeir kynntist tækninni fyrst árið 2019 á ráðstefnu í Barcelona og reyndi strax að innleiða hana hér á landi. Hann segir áhuga ekki hafa verið til staðar af ýmsum ástæðum, m.a. COVID faraldrinum. Hann og Tryggvi tóku sjálfir af skarið þegar þeir settu upp nýja speglanaeiningu og byrjuðu að nota þessa tækni í öllum ristilspeglunum framkvæmdum í Meltingarklíníkinni. Vandað til verka „Við ákváðum strax að opna speglanaeininguna í Kíníkinni af miklu metnaði með tilliti til tækjabúnaðar, gæðavísa, svo og að fá til liðs við okkur og ráða reynslumikla hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisgagnafræðing. Við bjóðum upp á besta tækjabúnað sem völ er á við speglanir en miklar framfarir hafa orðið í speglunartækjum á síðustu fimm árum. Við erum í góðu samstarfi við Inter ehf og starfsfólkið þar, sem hefur hjálpað okkur að koma þessu öllu í kring,“ segir Ásgeir en Inter ehf fer með umboð Olympus speglanatækja. Ekki skimað skipulega á Íslandi fyrir ristilkrabbameini En hvenær á fólk að koma í ristilspeglun? Í flestum þeim löndum sem við miðum okkur við tekur skimun til fólks á aldrinum 50 til 75 ára en Ásgeir bendir á að ekki sé skimað skipulega á Íslandi. „Skipulögð skimun fyrir ristilkrabbameini hefur verið rædd hér á landi síðan 1986 en Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa enn ekki komið henni á. Á meðan hafa flest lönd í Evrópu og Skandinavíu fyrir löngu hafið skimun með einum eða öðrum hætti. Þá hefur lengi verið rifist um hér á landi hvaða aðferð eigi að nota við skimun, þ.e. leita að blóði í hægðum eða ristilspegla strax. Hér hefur verið venjan að spegla beint og við teljum að það sé hagkvæmasta og áhrifaríkasta aðferðin við skimun. Þannig finnum við sepa strax og getum fjarlægt þá. Ef ekkert finnst þarf fólk ekki að koma aftur fyrr en eftir 10 ár. Í flestum löndum er byrjað að leita að blóði í hægðum einfaldlega vegna þess að í fjölmennu samfélagi ráða menn ekki við að beita speglunum. Á Íslandi getum við það hinsvegar þar sem við erum ekki með svo fjölmenna árganga í hverjum aldursflokki,“ útskýrir Ásgeir. Að skima er heila málið „Ég geri þó ráð fyrir einhverskonar blöndu af þessu tvennu þegar skipuleg skimun fer loks af stað hérlendis. Hjá ákveðnum aldurshópum verði leitað að blóði í hægðum en speglað hjá öðrum. Miklivægt er að fólk hafi val um skimunaraðferð og virðist það skila bestum árangri. Þátttaka fólks skiptir mestu máli án tilliti til skimunaraðferðarinnar. Hér á Meltingarklíníkinni einbeitum við okkur að því að vera með bestu mögulega aðstöðu til að framkvæma ristilspeglanir vel og þar kemur gervigreindin sterkt inn og bætir árangur til muna,“ segir Ásgeir og fullyrðir að gervigreind sé framtíðin. Horft til framtíðar „Þessi tækni staðnar ekki. Það er stöðugt verið að bæta nýjungum við og uppfæra hugbúnaðinn. Fleiri og fleiri innan læknageirans nýta sér þessa tækni og ég veit að verið er að prófa gervigreind meðal annars við brjóstamyndatökur í krabbameinsleit. Þá sé ég fyrir mér að gervigreind megi nýta við skoðun frumusýna úr leghálsi. Það er lykilatriði að minnka möguleikann á mannlegum mistökum og að greina meinin snemma. Það er það sem bjargar mannslífum.“ Bjóðum fyrirtækjum forvarnarskimanir „Biðin hefur verið allt of löng eftir markvissum aðgerðum að hálfu heilbrigðisyfirvalda. Eins og er vita fáir hverja eða með hvaða hætti á að skima fólk fyrir þessu algenga og banvæna krabbameini,“ segir Ásgeir. „Ég hef mikla reynslu í að skipuleggja forvarnarspeglanir og almenna fræðslu fyrir fyrirtæki um áhættu varðandi krabbamein í meltingarvegi. Fyrirtæki hafa sýnt þessu áhuga og nýtt sjúkrasjóði sína til að styrkja starfsmenn til forvarna til að fyrirbyggja alvarleg krabbamein í meltingarvegi. Samningar við fyrirtækin gera starfsmönnum auðveldara með að fá rannsóknir framkvæmdar og margir sjúkrasjóðir greiða fyrir slíkar forvarnarrannsóknir. Forvörn á þessu svið er skynsamleg fyrirhyggja, kemur í veg fyrir alvarlegan sjúkdóm, bætir lífssgæði og sparar ótrúlegar fjárhæðir þegar til lengri tíma er litið. Hvað er betra?“
Heilsa Skimun fyrir krabbameini Tækni Heilbrigðismál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira