„Gefur þeim svakalega mikið“ að hafa kveðið Kópavogsgrýlu í kútinn Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 15:31 Eyjakonur hafa unnið KR og Breiðablik og eru með sjö stig eftir fyrstu fimm leiki sína. vísir/vilhelm Margrét Lára Viðarsdóttir segir sitt gamla lið ÍBV hafa sýnt mikið meiri stöðugleika í upphafi leiktíðar heldur en síðustu ár. Eyjakonur unnu frækinn 1-0 sigur gegn Breiðabliki í Kópavogi í gær eftir að hafa skíttapað þar 7-2, 8-0 og 9-2 síðustu þrjú ár. Bikarmeistarar Breiðabliks ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og þurfa nú enn frekar á sigri að halda í stórleiknum gegn Val á þriðjudag eftir að hafa þegar tapað gegn Keflavík og ÍBV. „Það má ekkert mikið meira út af bregða þó það sé skrýtið að segja það í 5. eða 6. umferð,“ sagði Margrét Lára í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport áður en hún byrjaði að hrósa liði ÍBV: „Það verður ekkert tekið af Eyjaliðinu. Stórkostleg barátta, mjög þéttar, og ég er mjög glöð að sjá þetta Eyjalið í upphafi móts. Þær eru stöðugri en oft áður. Við höfum oft séð þær tapa stórt í upphafi móts, svo ná þær einhverjum ofurkröftum og vinna óvæntan sigur. Það er mikið meiri stöðugleiki yfir þessu. Þær eru inni í öllum leikjum,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Bestu mörkin - Sigur ÍBV á Breiðabliki Þær Lilja Dögg Valþórsdóttir hrósuðu Jonathan Glenn, þjálfara ÍBV, sem byrjar vel á sinni fyrstu leiktíð með Eyjakonur. „Þetta gefur þeim svakalega mikið, að fara heim af Kópavogsvelli með þrjú stig, því þeim hefur nú ekki gengið vel þar undanfarin ár. Ég veit að það hefur verið ákveðin „Grýla“ fyrir Eyjaliðið að fara á Kópavogsvöll en þetta gefur liðinu mikið, og Jonathan Glenn mikið sjálfstraust. Hann er að gera virkilega góða hluti með þetta lið,“ sagði Margrét og Lilja bætti við: „Hann er búinn að sjá það hvar Breiðablik skorar sín mörk og hvernig, og þær [Blikakonur] náðu ekki að komast upp í þessar „rennur“ eins og þær hafa verið að gera og fá sínar fyrirgjafir. Hann var búinn að loka fyrir þetta og þær fóru algjörlega eftir því.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Bestu mörkin Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Bikarmeistarar Breiðabliks ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og þurfa nú enn frekar á sigri að halda í stórleiknum gegn Val á þriðjudag eftir að hafa þegar tapað gegn Keflavík og ÍBV. „Það má ekkert mikið meira út af bregða þó það sé skrýtið að segja það í 5. eða 6. umferð,“ sagði Margrét Lára í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport áður en hún byrjaði að hrósa liði ÍBV: „Það verður ekkert tekið af Eyjaliðinu. Stórkostleg barátta, mjög þéttar, og ég er mjög glöð að sjá þetta Eyjalið í upphafi móts. Þær eru stöðugri en oft áður. Við höfum oft séð þær tapa stórt í upphafi móts, svo ná þær einhverjum ofurkröftum og vinna óvæntan sigur. Það er mikið meiri stöðugleiki yfir þessu. Þær eru inni í öllum leikjum,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Bestu mörkin - Sigur ÍBV á Breiðabliki Þær Lilja Dögg Valþórsdóttir hrósuðu Jonathan Glenn, þjálfara ÍBV, sem byrjar vel á sinni fyrstu leiktíð með Eyjakonur. „Þetta gefur þeim svakalega mikið, að fara heim af Kópavogsvelli með þrjú stig, því þeim hefur nú ekki gengið vel þar undanfarin ár. Ég veit að það hefur verið ákveðin „Grýla“ fyrir Eyjaliðið að fara á Kópavogsvöll en þetta gefur liðinu mikið, og Jonathan Glenn mikið sjálfstraust. Hann er að gera virkilega góða hluti með þetta lið,“ sagði Margrét og Lilja bætti við: „Hann er búinn að sjá það hvar Breiðablik skorar sín mörk og hvernig, og þær [Blikakonur] náðu ekki að komast upp í þessar „rennur“ eins og þær hafa verið að gera og fá sínar fyrirgjafir. Hann var búinn að loka fyrir þetta og þær fóru algjörlega eftir því.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Bestu mörkin Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira