Tóku ekki undir gagnrýni Alexanders og sögðu sessunaut hans drepa alla von Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 17:01 Ekki voru allir sammála um hvort þetta mark Stjörnunnar ætti að fá að standa. Stöð 2 Sport Dómgæslan á leik Aftureldingar og Stjörnunnar var til umræðu í Bestu mörkunum en þjálfari Aftureldingar var afar ósáttur með dómarann eftir 3-1 tap sinna kvenna. Reiði Mosfellinga virtist fyrst og fremst tilkomin vegna marksins sem kom Stjörnunni í 2-1 á 85. mínútu en þeir töldu brotið á markverði sínum. Rauða spjaldið fór á loft skömmu síðar en það tók góða stund að beina því að réttum manni. Í fyrstu beindi dómarinn Jakub Marcin Róg rauða spjaldinu að Alexander Aroni Davorssyni, einum af þjálfurum Aftureldingar. Það var hins vegar leiðrétt og Sigurbjartur Sigurjónsson, sem var á varamannabekk Aftureldingar skráður sem forráðamaður félagsins, var rekinn í burtu fyrir kjaftbrúk. „Þarna er staðan 2-1 og örlítið eftir. Ef það var möguleiki fyrir Aftureldingu að jafna metin þá dó hann þarna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Það hægist á öllu. Það var búið að vera mikið í gangi en svo hægist á öllu því það er einhver reikistefna við bekkinn þar sem enginn veit hvað gerðist. Svo fær Stjarnan horn og neglir þriðja markinu og þetta er búið,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörkin - Dómgæslan í Mosó Talið barst þá að gagnrýni Alexanders á það að annað mark Stjörnunnar í leiknum skyldi fá að standa. Lilja Dögg Valþórsdóttir virtist frekar sammála dómaranum. „Það er Aftureldingarvarnarmaður þarna við hliðina á Stjörnustelpunni. Þær eru þarna öxl í öxl og mér finnst líka eins og Auður [Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Aftureldingar] sé að koma þarna til að ná í boltann og hlaupi á hana. Þetta er svo mikið kraðak þarna,“ sagði Lilja. Stjarnan vildi líka fá vítaspyrnu á 15. mínútu þegar boltinn hrökk í hönd Sigrúnar Gunndísar Harðardóttur, fyrirliða Aftureldingar, innan teigs. „Í reglunum er þetta bara hendi og víti, eins leiðinlegt og það kann að hljóma,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir en brotið úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Stjarnan Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Reiði Mosfellinga virtist fyrst og fremst tilkomin vegna marksins sem kom Stjörnunni í 2-1 á 85. mínútu en þeir töldu brotið á markverði sínum. Rauða spjaldið fór á loft skömmu síðar en það tók góða stund að beina því að réttum manni. Í fyrstu beindi dómarinn Jakub Marcin Róg rauða spjaldinu að Alexander Aroni Davorssyni, einum af þjálfurum Aftureldingar. Það var hins vegar leiðrétt og Sigurbjartur Sigurjónsson, sem var á varamannabekk Aftureldingar skráður sem forráðamaður félagsins, var rekinn í burtu fyrir kjaftbrúk. „Þarna er staðan 2-1 og örlítið eftir. Ef það var möguleiki fyrir Aftureldingu að jafna metin þá dó hann þarna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Það hægist á öllu. Það var búið að vera mikið í gangi en svo hægist á öllu því það er einhver reikistefna við bekkinn þar sem enginn veit hvað gerðist. Svo fær Stjarnan horn og neglir þriðja markinu og þetta er búið,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörkin - Dómgæslan í Mosó Talið barst þá að gagnrýni Alexanders á það að annað mark Stjörnunnar í leiknum skyldi fá að standa. Lilja Dögg Valþórsdóttir virtist frekar sammála dómaranum. „Það er Aftureldingarvarnarmaður þarna við hliðina á Stjörnustelpunni. Þær eru þarna öxl í öxl og mér finnst líka eins og Auður [Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Aftureldingar] sé að koma þarna til að ná í boltann og hlaupi á hana. Þetta er svo mikið kraðak þarna,“ sagði Lilja. Stjarnan vildi líka fá vítaspyrnu á 15. mínútu þegar boltinn hrökk í hönd Sigrúnar Gunndísar Harðardóttur, fyrirliða Aftureldingar, innan teigs. „Í reglunum er þetta bara hendi og víti, eins leiðinlegt og það kann að hljóma,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir en brotið úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Stjarnan Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira