Miðflokkurinn kærir kosningarnar í Garðabæ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2022 15:17 Hér má sjá hvernig kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn saman. Yst til hægri á seðlinum er listi Miðflokksins, en á milli hans og lista Sjálfstæðisflokksins er listi Garðabæjarlistans. Kópavogs- og Garðapósturinn. Miðflokkurinn hefur kært framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ. Ástæðan er það sem flokkurinn segir alvarlegan ágalla á kjörseðli. Þannig er mál með vexti að í Garðabæ var kjörseðillinn fyrir fram brotinn í tveimur brotum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn, líkt og myndin hér að ofan sýnir. Miðflokkurinn lagði fram bókun til yfirkjörstjórnar Garðabæjar á kjördag vegna málsins, þar sem áskilinn var réttur til þess að kæra framkvæmd kosninganna. Kópavogs- og Garðapósturinn greindi fyrstur frá. „Umboðsmenn Miðflokksins í Garðabæ hafa upplýsingar frá kjósendum að dæmi séu um að kjósendur hafi ekki áttað sig á að fleiri listar voru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda,“ segir meðal annars í bókun flokksins síðan á kjördag. Í samtali við Vísi staðfestir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Garðabæ, að flokkurinn hafi kært framkvæmd kosninganna. Málið fer nú inn á borð úrskurðarnefndar kosningamála, sem er nýtekin til starfa eftir gildistöku nýrra kosningalaga. Yfirkjörstjórn vinnur nú að því að skila til nefndarinnar þeim gögnum sem óskað hefur verið eftir. Samkvæmt 130. gr. kosningalaga geta gallar á framboði eða kosningu leitt til ógildingar þeirra, ef líklegt er að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninga. Ef til þess kemur að úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu að umbrot kjörseðla í Garðabæ hafi haft áhrif á úrslit þeirra þannig að til ógildingar kosninganna komi, þyrfti að kjósa að nýju í Garðabæ. Miðflokkurinn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þannig er mál með vexti að í Garðabæ var kjörseðillinn fyrir fram brotinn í tveimur brotum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn, líkt og myndin hér að ofan sýnir. Miðflokkurinn lagði fram bókun til yfirkjörstjórnar Garðabæjar á kjördag vegna málsins, þar sem áskilinn var réttur til þess að kæra framkvæmd kosninganna. Kópavogs- og Garðapósturinn greindi fyrstur frá. „Umboðsmenn Miðflokksins í Garðabæ hafa upplýsingar frá kjósendum að dæmi séu um að kjósendur hafi ekki áttað sig á að fleiri listar voru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda,“ segir meðal annars í bókun flokksins síðan á kjördag. Í samtali við Vísi staðfestir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Garðabæ, að flokkurinn hafi kært framkvæmd kosninganna. Málið fer nú inn á borð úrskurðarnefndar kosningamála, sem er nýtekin til starfa eftir gildistöku nýrra kosningalaga. Yfirkjörstjórn vinnur nú að því að skila til nefndarinnar þeim gögnum sem óskað hefur verið eftir. Samkvæmt 130. gr. kosningalaga geta gallar á framboði eða kosningu leitt til ógildingar þeirra, ef líklegt er að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninga. Ef til þess kemur að úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu að umbrot kjörseðla í Garðabæ hafi haft áhrif á úrslit þeirra þannig að til ógildingar kosninganna komi, þyrfti að kjósa að nýju í Garðabæ.
Miðflokkurinn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira