Flóaáveitan 100 ára – glæsilegt upplýsingaskilti afhjúpað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2022 21:04 Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum hélt kynngimagnaða ræða við athöfnina þar sem hann lýsti Flóaáveitunni og allri vinnunni í kringum hana. Guðmundur Stefánsson hlustar af athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjú hundruð kílómetrar af skurðum voru grafnir með höndunum um allan Flóann, sem náðu yfir tólf þúsund hektara lands, en það er upphaf Flóaáveitunnar, sem fagnar nú hundrað ára afmæli. Af því tilefni var boðið til hátíðar við Flóðgáttina. Það voru fjölmargir, sem mættu við Flóðgátt Flóaáveitunnar í Flóahreppi í gær á athöfn, sem boðað var til vegna afhjúpunar nýs upplýsingaskiltis á staðnum og 100 ára afmælisins. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins. Hátíðin var líka til minningar um Þór Vigfússon, fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands en hann elskaði Flóaáveituna og allt í kringum hana. Ekkja hans, Hildur Hákonardóttir afhjúpaði skiltið, sem Björn G. Björnsson hannaði og á heiðurinn af. Einnig fékk vegurinn að Flóðgáttinni nafn, Þórsvegur. „Það er óskaplega gaman að halda þessu, halda sögunni á lofti,“ segir Hildur alsæl með daginn. Við nýja skiltið, Guðmundur Stefánsson, Guðni Ágústsson, Hildur Hákonardóttir og Björn G. Björnsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Ágústsson var viðburðarstjóri gærdagsins. „Þetta var kraftaverk, 300 kílómetrar voru grafnir með höndunum hér um allan Flóann af aflmiklum mönnum. Það var erfiðasta vinnan, sem menn á þeim tíma komust í, það var akkorðsvinna og ekki fyrir neina aumingja,“ sagði Guðni. Mikið af fróðlegum upplýsingum eru á skiltinu og myndir, sem segja meira en mörg orð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir afhjúpun skiltisins var farið að Flóðgáttinni sjálfri og þar opnað fyrir vatnið úr Hvítá og skurðir fylltir af vatni. „Flóinn var fátæktarsvæði í Árnessýslu. Í Ölfusi fengu ferðamenn vatn, í Flóanum undanrennu, upp á skeiðum mjólk og upp í hrepp rjóma. Þetta var mælikvarði á auðleg þessa héraðs,“ bætir Guðni við. Guðmundur Stefánsson að opna fyrir vatnið í Hvítá til að fá það til að renna í áveituskurðina. Ágúst Guðjónsson fylgist með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Það voru fjölmargir, sem mættu við Flóðgátt Flóaáveitunnar í Flóahreppi í gær á athöfn, sem boðað var til vegna afhjúpunar nýs upplýsingaskiltis á staðnum og 100 ára afmælisins. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins. Hátíðin var líka til minningar um Þór Vigfússon, fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands en hann elskaði Flóaáveituna og allt í kringum hana. Ekkja hans, Hildur Hákonardóttir afhjúpaði skiltið, sem Björn G. Björnsson hannaði og á heiðurinn af. Einnig fékk vegurinn að Flóðgáttinni nafn, Þórsvegur. „Það er óskaplega gaman að halda þessu, halda sögunni á lofti,“ segir Hildur alsæl með daginn. Við nýja skiltið, Guðmundur Stefánsson, Guðni Ágústsson, Hildur Hákonardóttir og Björn G. Björnsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Ágústsson var viðburðarstjóri gærdagsins. „Þetta var kraftaverk, 300 kílómetrar voru grafnir með höndunum hér um allan Flóann af aflmiklum mönnum. Það var erfiðasta vinnan, sem menn á þeim tíma komust í, það var akkorðsvinna og ekki fyrir neina aumingja,“ sagði Guðni. Mikið af fróðlegum upplýsingum eru á skiltinu og myndir, sem segja meira en mörg orð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir afhjúpun skiltisins var farið að Flóðgáttinni sjálfri og þar opnað fyrir vatnið úr Hvítá og skurðir fylltir af vatni. „Flóinn var fátæktarsvæði í Árnessýslu. Í Ölfusi fengu ferðamenn vatn, í Flóanum undanrennu, upp á skeiðum mjólk og upp í hrepp rjóma. Þetta var mælikvarði á auðleg þessa héraðs,“ bætir Guðni við. Guðmundur Stefánsson að opna fyrir vatnið í Hvítá til að fá það til að renna í áveituskurðina. Ágúst Guðjónsson fylgist með.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira