Biden nýtir herinn til að bregðast við alvarlegum skorti á ungbarnablöndu Eiður Þór Árnason skrifar 23. maí 2022 11:36 Fjölmargar verslanir hafa takmarkað það magn sem viðskiptavinum er heimilt að kaupa af barnaþurrmjólk. Getty/Tayfun Coskun/Anadolu Agency Um 39 tonn af barnaþurrmjólk hafa verið flutt til Bandaríkjanna frá Evrópu til að bregðast við langvarandi vöruskorti. Herflugvél lenti með farminn í Indianapolis í gær og er von á fleiri slíkum sendingum í vikunni. Sífellt erfiðara hefur verið fyrir nýbakaða foreldra að nálgast þurrmjólk og ungbarnablöndu í Bandaríkjunum eftir að stærstu þurrmjólkurverksmiðju landsins var tímabundið lokað. Framleiðandinn Abbott Nutrition lokaði verksmiðju sinni í Minneapolis í febrúar vegna gruns um að framleiðsluvörur hafi leitt til veikinda hjá ungbörnum. Sendingin er hluti af sérstökum aðgerðum ríkisstjórnar Joes Biden sem hefur gengið erfiðlega að bregðast við vöruskortinum. Miklar takmarkanir hvíla á innflutningi á þurrmjólk til Bandaríkjanna og fara þrír innlendir framleiðendur með 90 prósent markaðshlutdeild. Þar af fer Abbott með tæpan helming, eða 48 prósent. Fyrsta sendingin sem er hluti af neyðaraðgerðum Biden-stjórnarinnar kom til landsins í gær.Getty/Jon Cherry Einkum vantað vörur fyrir börn með ofnæmi Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar hafi flutningstíminn frá Evrópu verið styttur úr tveimur vikum í um þrjá daga. Hvíta húsið segir að 132 vörubretti af Nestlé Health Science Alfamino Infant og Alfamino Junior barnaþurrmjólk muni brátt yfirgefa Ramstein-herflugvöllinn í Þýskalandi. Þá séu önnur 114 bretti af Gerber Good Start Extensive HA ungbarnablöndu á leið til landsins á næstu dögum. Alls séu um 1,5 milljón flöskur af þessum þremur tegundum væntanlegar til landsins í þessari viku en þær henta fyrir börn með ofnæmi fyrir mjólkurpróteini úr kúamjólk. Einkum hefur skort þessa tegund ungbarnablöndu í Bandaríkjunum. Þurfa að sótthreinsa alla verksmiðjuna Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) fann Cronobacter sakazakii-bakteríu á nokkrum stöðum í verksmiðju Abbott við eftirlit í janúar, febrúar og mars. Þá sýna gögn að fyrirtækið hafi fundið Cronobacter-bakteríu í framleiðsluvörum sínum árin 2019 og 2020 en örverurnar finnast víða í umhverfinu. FDA komst síðar að þeirri niðurstöðu að örverusýnin sem fundust í verksmiðjunni pössuðu ekki við sýnin sem tekin voru hjá börnunum sem veiktust og eða í þurrmjólkinni sem neyttu. Abbott sagði í tilkynningu að engin tengsl væru milli veikindatilfellanna og að hvorki Chronobacter né Salmonella hafi greinst í þurrmjólk sem dreift hafi verið til neytenda. Í bráðabirgðaniðurstöðum FDA segir að Abbott Nutrition hafi skort nægilega góða ferla til að koma í veg fyrir mengun skilaði sér í framleiðsluvörurnar. Í samkomulagi fyrirtækisins við FDA féllst það á að sótthreinsa öll yfirborð og búnað í verksmiðjunni áður en framleiðsla hæfist á ný. Að sögn Abbott munu líða minnst sex til átta vikur frá því þar til að framleiðslan skilar sér í hillur verslana. Bandaríkin Barnavernd Innköllun Matur Joe Biden Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Sífellt erfiðara hefur verið fyrir nýbakaða foreldra að nálgast þurrmjólk og ungbarnablöndu í Bandaríkjunum eftir að stærstu þurrmjólkurverksmiðju landsins var tímabundið lokað. Framleiðandinn Abbott Nutrition lokaði verksmiðju sinni í Minneapolis í febrúar vegna gruns um að framleiðsluvörur hafi leitt til veikinda hjá ungbörnum. Sendingin er hluti af sérstökum aðgerðum ríkisstjórnar Joes Biden sem hefur gengið erfiðlega að bregðast við vöruskortinum. Miklar takmarkanir hvíla á innflutningi á þurrmjólk til Bandaríkjanna og fara þrír innlendir framleiðendur með 90 prósent markaðshlutdeild. Þar af fer Abbott með tæpan helming, eða 48 prósent. Fyrsta sendingin sem er hluti af neyðaraðgerðum Biden-stjórnarinnar kom til landsins í gær.Getty/Jon Cherry Einkum vantað vörur fyrir börn með ofnæmi Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar hafi flutningstíminn frá Evrópu verið styttur úr tveimur vikum í um þrjá daga. Hvíta húsið segir að 132 vörubretti af Nestlé Health Science Alfamino Infant og Alfamino Junior barnaþurrmjólk muni brátt yfirgefa Ramstein-herflugvöllinn í Þýskalandi. Þá séu önnur 114 bretti af Gerber Good Start Extensive HA ungbarnablöndu á leið til landsins á næstu dögum. Alls séu um 1,5 milljón flöskur af þessum þremur tegundum væntanlegar til landsins í þessari viku en þær henta fyrir börn með ofnæmi fyrir mjólkurpróteini úr kúamjólk. Einkum hefur skort þessa tegund ungbarnablöndu í Bandaríkjunum. Þurfa að sótthreinsa alla verksmiðjuna Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) fann Cronobacter sakazakii-bakteríu á nokkrum stöðum í verksmiðju Abbott við eftirlit í janúar, febrúar og mars. Þá sýna gögn að fyrirtækið hafi fundið Cronobacter-bakteríu í framleiðsluvörum sínum árin 2019 og 2020 en örverurnar finnast víða í umhverfinu. FDA komst síðar að þeirri niðurstöðu að örverusýnin sem fundust í verksmiðjunni pössuðu ekki við sýnin sem tekin voru hjá börnunum sem veiktust og eða í þurrmjólkinni sem neyttu. Abbott sagði í tilkynningu að engin tengsl væru milli veikindatilfellanna og að hvorki Chronobacter né Salmonella hafi greinst í þurrmjólk sem dreift hafi verið til neytenda. Í bráðabirgðaniðurstöðum FDA segir að Abbott Nutrition hafi skort nægilega góða ferla til að koma í veg fyrir mengun skilaði sér í framleiðsluvörurnar. Í samkomulagi fyrirtækisins við FDA féllst það á að sótthreinsa öll yfirborð og búnað í verksmiðjunni áður en framleiðsla hæfist á ný. Að sögn Abbott munu líða minnst sex til átta vikur frá því þar til að framleiðslan skilar sér í hillur verslana.
Bandaríkin Barnavernd Innköllun Matur Joe Biden Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira