Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 15:56 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir/Ragnar Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. Fráfarandi meirihlutaflokkar hafa óskað eftir viðræðum við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf og ætlar Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins, að funda með sínu fólki í kvöld. Tíðindin fara illa ofan í Hildi Björnsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Hún segir niðurstöður kosninganna skýrar: meirihlutinn hafi fallið og flokkar utan sitjandi meirihluta hafi fengið nær 60% kosningu. Kjósendur hafi kallað eftir breytingum. „Úr kjörkössunum birtist jafnframt skýrt ákall á breytt stjórnmál. Klækjastjórnmálum úr Ráðhúsi Reykjavíkur var hafnað. Nákvæmlega sömu klækjastjórnmálum og þrjóskubandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata beitir nú við meirihlutaviðræður. Bandalagið þráskallast við að halda völdum sem kjósendur vilja ekki fela þeim lengur – með útilokunum og þvingunum. Það getur tæplega talist upptaktur að farsælu samstarfi fyrir Framsóknarflokkinn,“ skrifar Hildur á Facebook. Hún segir marga möguleika við myndun meirihluta. Flokkur hennar sé tilbúinn til samtals við alla flokka um verkefni næsta kjörtímabils. „Nú reynir á Framsóknarflokkinn – og auðvitað alla flokka innan borgarstjórnar - að hafa hugrekkið til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál,“ skrifar Hildur. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Fráfarandi meirihlutaflokkar hafa óskað eftir viðræðum við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf og ætlar Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins, að funda með sínu fólki í kvöld. Tíðindin fara illa ofan í Hildi Björnsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Hún segir niðurstöður kosninganna skýrar: meirihlutinn hafi fallið og flokkar utan sitjandi meirihluta hafi fengið nær 60% kosningu. Kjósendur hafi kallað eftir breytingum. „Úr kjörkössunum birtist jafnframt skýrt ákall á breytt stjórnmál. Klækjastjórnmálum úr Ráðhúsi Reykjavíkur var hafnað. Nákvæmlega sömu klækjastjórnmálum og þrjóskubandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata beitir nú við meirihlutaviðræður. Bandalagið þráskallast við að halda völdum sem kjósendur vilja ekki fela þeim lengur – með útilokunum og þvingunum. Það getur tæplega talist upptaktur að farsælu samstarfi fyrir Framsóknarflokkinn,“ skrifar Hildur á Facebook. Hún segir marga möguleika við myndun meirihluta. Flokkur hennar sé tilbúinn til samtals við alla flokka um verkefni næsta kjörtímabils. „Nú reynir á Framsóknarflokkinn – og auðvitað alla flokka innan borgarstjórnar - að hafa hugrekkið til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál,“ skrifar Hildur.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira