Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 23. maí 2022 16:30 Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. Þau skilyrði eru þrenn en það er að framleiðslukostnaður sem fellur til við framleiðslu viðkomandi kvikmyndar eða sjónvarpsefni hér á landi séu að lágmarki 200 milljónir króna. Að um sé að ræða framleiðslu þar sem tökudagar hér á landi séu að lágmarki 30 talsins og heimilt er að telja eftirvinnslutímabil verkefnis hér á landi með í þeirri tölu. Þá að fjöldi starfsmanna sem vinna beint að verkefninu séu að lágmarki 50. Fyrir önnur verkefni sem ekki uppfylla framangreind skilyrði er hlutfallið óbreytt eða 25%. Þessar tillögur eru í samræmi við þær áherslur sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi við framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis og málefnaáherslur Framsóknar í aðdraganda kosninga. Aukin heldur er þetta í takt við kvikmyndastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem gefin var út í október 2020. Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða. Það eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla en þau eru m.a. að viðkomandi kvikmyndaframleiðsla sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru og/eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Sífellt algengara er að þjóðir bjóði upp á sérstakar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og á undanförnum árum hefur hlutfall endurgreiðslu farið hækkandi þar sem samkeppni Íslands er hvað mest á sviði kvikmyndaframleiðslu. Meðal annars er hlutfallið komið upp í 35% á Írlandi og Möltu og er það því mikið hagsmunamál fyrir okkur sem þjóð og okkar samkeppnisstöðu á þessum markaði að lögin séu endurskoðuð í því skyni að sækja fram á þessu sviði. Ógrynni tækifæra felast í því að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi en þessi breyting mun gera íslenskan kvikmyndaiðnað samkeppnishæfan og mun hafa mikla þýðingu fyrir alla hagaðila sem að borðinu koma. Verkefni af þessum toga eru atvinnuskapandi, gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum gjaldeyristekjum vegna komu ferðamanna hingað til lands. Við erum í kjörstöðu til að gera breytingar sem hafa í för með sér fjölmörg ný og spennandi störf og um leið aukum við til muna útflutningsverðmæti þjóðarbúsins og er það mikilvægt og jafnframt gleðilegt. Það á að skipta okkur öllu máli og er okkur mikið hagsmunamál að við beitum okkur fyrir því að fá til okkar stærri og umfangsmeiri kvikmyndaverkefni til vinnslu á Íslandi. Auðséð er að hvatar til kvikmyndagerðar, líkt og hærra endurgreiðsluhlutfall af framleiðslukostnaði, gegna lykilhlutverki í ákvörðunartöku kvikmyndaframleiðenda um staðsetningu verkefnis. Því ætlum við að skapa okkur sess og vera fremst meðal jafningja í kvikmyndaframleiðslu og vera eftirsóknarverður kostur fyrir framleiðendur. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. Þau skilyrði eru þrenn en það er að framleiðslukostnaður sem fellur til við framleiðslu viðkomandi kvikmyndar eða sjónvarpsefni hér á landi séu að lágmarki 200 milljónir króna. Að um sé að ræða framleiðslu þar sem tökudagar hér á landi séu að lágmarki 30 talsins og heimilt er að telja eftirvinnslutímabil verkefnis hér á landi með í þeirri tölu. Þá að fjöldi starfsmanna sem vinna beint að verkefninu séu að lágmarki 50. Fyrir önnur verkefni sem ekki uppfylla framangreind skilyrði er hlutfallið óbreytt eða 25%. Þessar tillögur eru í samræmi við þær áherslur sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi við framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis og málefnaáherslur Framsóknar í aðdraganda kosninga. Aukin heldur er þetta í takt við kvikmyndastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem gefin var út í október 2020. Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða. Það eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla en þau eru m.a. að viðkomandi kvikmyndaframleiðsla sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru og/eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Sífellt algengara er að þjóðir bjóði upp á sérstakar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og á undanförnum árum hefur hlutfall endurgreiðslu farið hækkandi þar sem samkeppni Íslands er hvað mest á sviði kvikmyndaframleiðslu. Meðal annars er hlutfallið komið upp í 35% á Írlandi og Möltu og er það því mikið hagsmunamál fyrir okkur sem þjóð og okkar samkeppnisstöðu á þessum markaði að lögin séu endurskoðuð í því skyni að sækja fram á þessu sviði. Ógrynni tækifæra felast í því að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi en þessi breyting mun gera íslenskan kvikmyndaiðnað samkeppnishæfan og mun hafa mikla þýðingu fyrir alla hagaðila sem að borðinu koma. Verkefni af þessum toga eru atvinnuskapandi, gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum gjaldeyristekjum vegna komu ferðamanna hingað til lands. Við erum í kjörstöðu til að gera breytingar sem hafa í för með sér fjölmörg ný og spennandi störf og um leið aukum við til muna útflutningsverðmæti þjóðarbúsins og er það mikilvægt og jafnframt gleðilegt. Það á að skipta okkur öllu máli og er okkur mikið hagsmunamál að við beitum okkur fyrir því að fá til okkar stærri og umfangsmeiri kvikmyndaverkefni til vinnslu á Íslandi. Auðséð er að hvatar til kvikmyndagerðar, líkt og hærra endurgreiðsluhlutfall af framleiðslukostnaði, gegna lykilhlutverki í ákvörðunartöku kvikmyndaframleiðenda um staðsetningu verkefnis. Því ætlum við að skapa okkur sess og vera fremst meðal jafningja í kvikmyndaframleiðslu og vera eftirsóknarverður kostur fyrir framleiðendur. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun