Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ Sindri Már Fannarsson skrifar 23. maí 2022 22:11 Arnar Páll (t.h.) stýrði KR í kvöld. Með honum er Jóhannes Karl Sigursteinsson en hann hætti hjá félaginu á dögunum. Vísir/Hulda Margrét KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. Í gærkvöldi var tilkynnt að Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, hefði sagt upp störfum, Arnar Páll Garðarson, aðstoðarmaður Jóhannesar og Gunnar Einarsson, þjálfari í yngri flokkum KR myndu stýra liðinu næstu daga á meðan leit stæði yfir á nýjum þjálfara. Arnar Páll Garðarson, annar þjálfara KR, var himinlifandi með að vinna leikinn á lokamínútunum. „Það er bara skemmtilegast í heimi. Það er alveg gaman að vinna 4-0 og 5-0 líka en þetta eru held ég skemmtilegustu leikirnir. Sérstaklega þegar það er búið að ganga illa, þá er þetta eins sætt og það gerist,“ sagði Arnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Við vissum alveg að þetta yrði barátta og vesen og læti og ekki kannski flottasti fótbolti í heiminum. Líka bara miðað við hvað hefur gengið á undanfarið hjá liðinu þá var þetta bara akkúrat það sem við þurftum.“ Arnar heldur að KR-ingar hafi í raun skorað tvö mörk, en eftir um klukkutíma leik átti Marcella Barberic skot sem var varið en mögulegt er að boltinn hafi farið yfir línuna. „Ég meina, ef (Guðmunda Brynja) segir að þetta sé inni, hún sagði að þetta væri langt inni, þá trúi ég henni. Þannig að þetta hefði getað verið dýrkeypt, hefðum við ekki skorað þetta mark hérna í lokin. En svona er þetta bara.“ Arnar vildi ekki tjá sig ýtarlega um þjálfaramál í KR. „Ég er náttúrulega áfram sem þjálfari í KR og ég reikna svosem með því að ég verði bara áfram. Það kemur væntanlega einhver inn og það kemur bara í ljós hvernig því verður háttað, hvort við verðum tveir eða þrír eða fjórir, það kemur bara í ljós. En ég á von á því að það klárist í næstu viku eða þessari jafnvel.“ Háværir orðrómar eru um að Christopher Harrington, fyrrum aðstoðarþjálfari KR, sé að koma aftur að taka við liðinu en hann var staddur á leiknum með Jóhannesi Karli, fyrrum þjálfara KR. Arnar gat ekki tjáð sig um það. „Þú verður bara að hringja í Bjarna Guðjóns og krefja hann um einhver svör.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna KR Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Sjá meira
Í gærkvöldi var tilkynnt að Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, hefði sagt upp störfum, Arnar Páll Garðarson, aðstoðarmaður Jóhannesar og Gunnar Einarsson, þjálfari í yngri flokkum KR myndu stýra liðinu næstu daga á meðan leit stæði yfir á nýjum þjálfara. Arnar Páll Garðarson, annar þjálfara KR, var himinlifandi með að vinna leikinn á lokamínútunum. „Það er bara skemmtilegast í heimi. Það er alveg gaman að vinna 4-0 og 5-0 líka en þetta eru held ég skemmtilegustu leikirnir. Sérstaklega þegar það er búið að ganga illa, þá er þetta eins sætt og það gerist,“ sagði Arnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Við vissum alveg að þetta yrði barátta og vesen og læti og ekki kannski flottasti fótbolti í heiminum. Líka bara miðað við hvað hefur gengið á undanfarið hjá liðinu þá var þetta bara akkúrat það sem við þurftum.“ Arnar heldur að KR-ingar hafi í raun skorað tvö mörk, en eftir um klukkutíma leik átti Marcella Barberic skot sem var varið en mögulegt er að boltinn hafi farið yfir línuna. „Ég meina, ef (Guðmunda Brynja) segir að þetta sé inni, hún sagði að þetta væri langt inni, þá trúi ég henni. Þannig að þetta hefði getað verið dýrkeypt, hefðum við ekki skorað þetta mark hérna í lokin. En svona er þetta bara.“ Arnar vildi ekki tjá sig ýtarlega um þjálfaramál í KR. „Ég er náttúrulega áfram sem þjálfari í KR og ég reikna svosem með því að ég verði bara áfram. Það kemur væntanlega einhver inn og það kemur bara í ljós hvernig því verður háttað, hvort við verðum tveir eða þrír eða fjórir, það kemur bara í ljós. En ég á von á því að það klárist í næstu viku eða þessari jafnvel.“ Háværir orðrómar eru um að Christopher Harrington, fyrrum aðstoðarþjálfari KR, sé að koma aftur að taka við liðinu en hann var staddur á leiknum með Jóhannesi Karli, fyrrum þjálfara KR. Arnar gat ekki tjáð sig um það. „Þú verður bara að hringja í Bjarna Guðjóns og krefja hann um einhver svör.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna KR Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Sjá meira