Hefur áhyggjur af því hvort ný farsóttanefnd verði á faglegum nótum Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2022 11:29 Þórólfur Guðnason, fráfarandi sóttvarnalæknir, hefur ýmislegt við nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar til sóttvarnalaga að athuga þó að hann telji margt í því einnig til bóta. Vísir/Vilhelm Fráfarandi sóttvarnalæknir lýsir áhyggjum af því að fulltrúa í nýrri farsóttanefnd skorti sérþekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög spyr hann hvort ráðleggingar slíkrar nefndar verði faglegar þegar aðeins einn faglegur fulltrúi á sæti í henni. Ný farsóttanefnd á að koma í stað sóttvarnaráðs í nýju frumvarpi Willums Þórs Þórðarson, heilbrigðisráðherra, til sóttvarnalaga. Auk sóttvarnalæknis er gert ráð fyrir að þar eigi sæti landlæknir, ríkislögreglustjóri, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og forstjóri Landspítalans auk fjögurra fulltrúa sem ráðherrar skipa. Nefndin á að skila ráðherra tillögum um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna hættulegra smitsjúkdóma og vera öðrum sóttvarnayfirvöldum til ráðgjafar. Í umsögn sem Þórólfur Guðnason, fráfarandi sóttvarnalæknir, sendi inn um frumvarpið lýsir hann áhyggjum af skipan nefndarinnar þar sem þar vanti fagaðila með sérþekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Aðeins landlæknir og sóttvarnalæknir séu fagaðilar. „Hvernig á að tryggja að ráðleggingar til ráðherra verði á faglegum nótum þegar einungis einn faglegur aðili (sóttvarnalæknir) verður í nefndinni? Hvað gerist ef sóttvarnalæknir lendir í minnihluta varðandi skilgreiningu á samfélagslega hættulegum sjúkdómi og ráðleggingum til ráðherra? Getur sóttvarnalæknir sent eigin tillögur ef honum líka ekki niðurstaða nefndarinnar?“ spyr Þórólfur. Leggur hann til að fleiri fagaðilar fái sæti í nefndinni eins og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og yfirmaður Miðstöðvar lýðheilsuvísinda við Háskóla Íslands. Betra sé að afgreiðsla sóttvarnanefndar verði sem mest á faglegum nótum en stjórnsýslueg umfjöllun meira á hendi ráðherra. Ráðuneytis en ekki sóttvarnalæknis að tryggja jafnræði og meðalhóf Í kafla frumvarpsins um opinberar sóttvarnaráðstafanir er sóttvarnalæknir gert að gæta meðalhófs og jafnræðis og taka tillit til annarra verndarhagsmuna við ráðleggingar sínar. Þar eru týndir til hagsmunir barna, hagsmunir sem njóta verndar stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Ekki eigi að stöðva atvinnurekstur nema að því marki sem starfsemin feli í sér hættu á útbreiðslu farsóttar, til dæmis vegna fjölda fólks sem kemur saman, návígis þess eða snertingar. Þórólfur segir í umsögn sinni ekki ljóst hvernig sóttvarnalæknir eigi að tryggja að jafnræði og meðalhófs verði gætt við slíkar aðstæður. „Ég hefði talið að það sé hlutverk ráðuneytis að tryggja að jafnræði og meðalhóf sé trygg[t] þegar ráðuneytið setur reglugerðir um sóttva[r]naráðstafanir.“ Hann gerir þó engar athugasemdir við að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra í stað landlæknis. Sú spurning vakni þó hvort að þá verði hægt að tala um embætti sóttvarnalæknis og hvort að sóttvarnalæknir geti ráðið sitt eigið starfsfólk og hafa sinn eigin fjárlagalið. Aukið verksvið en óljóst með fjárheimildir Að öðru leyti segir Þórólfur frumvarp ráðherra um margt til bóta umfram núverandi sóttvarnalög, sérstaklega hvað varðar stjórnsýslulega stöðu sóttvarnalæknis og nýtt fyrirkomulag um tillögur til ráðherra þegar vá steðjar að almannaheill. Aftur á móti bendir sóttvarnalæknir á að með frumvarpinu sé embætttinu færð ný verkefni eins og leyfisveitingu fyrir starfsemi rannsóknarstofa, eftirlit með lækningartækjum og samvinnu við ýmsa aðila og stofnanir í samfélaginu. Verksvið sóttvarnalæknis aukist því verulega frá því sem nú er. Ekkert sé um það í frumvarpinu hvernig sóttvarnalæknir á að geta tryggt að hann geti sinnt öllum þessum hlutverkum. Ekkert sé getið um hvernig hann eigi að ráða til sín fólk eða hvort hann fái sérstaka fjárveitingu fyrir sína starfsemi. Einungis sé sagt að hann sé ráðinn af ráðherra en sé staðsettur innan embættis landlæknis. „Verður það á ábyrgð landlæknis að tryggja að sóttvarnlæknir muni geta gert allt það sem lögin krefja að hann geri eins og verið hefur til þessa?“ segir í umsögninni. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Ný farsóttanefnd á að koma í stað sóttvarnaráðs í nýju frumvarpi Willums Þórs Þórðarson, heilbrigðisráðherra, til sóttvarnalaga. Auk sóttvarnalæknis er gert ráð fyrir að þar eigi sæti landlæknir, ríkislögreglustjóri, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og forstjóri Landspítalans auk fjögurra fulltrúa sem ráðherrar skipa. Nefndin á að skila ráðherra tillögum um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna hættulegra smitsjúkdóma og vera öðrum sóttvarnayfirvöldum til ráðgjafar. Í umsögn sem Þórólfur Guðnason, fráfarandi sóttvarnalæknir, sendi inn um frumvarpið lýsir hann áhyggjum af skipan nefndarinnar þar sem þar vanti fagaðila með sérþekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Aðeins landlæknir og sóttvarnalæknir séu fagaðilar. „Hvernig á að tryggja að ráðleggingar til ráðherra verði á faglegum nótum þegar einungis einn faglegur aðili (sóttvarnalæknir) verður í nefndinni? Hvað gerist ef sóttvarnalæknir lendir í minnihluta varðandi skilgreiningu á samfélagslega hættulegum sjúkdómi og ráðleggingum til ráðherra? Getur sóttvarnalæknir sent eigin tillögur ef honum líka ekki niðurstaða nefndarinnar?“ spyr Þórólfur. Leggur hann til að fleiri fagaðilar fái sæti í nefndinni eins og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og yfirmaður Miðstöðvar lýðheilsuvísinda við Háskóla Íslands. Betra sé að afgreiðsla sóttvarnanefndar verði sem mest á faglegum nótum en stjórnsýslueg umfjöllun meira á hendi ráðherra. Ráðuneytis en ekki sóttvarnalæknis að tryggja jafnræði og meðalhóf Í kafla frumvarpsins um opinberar sóttvarnaráðstafanir er sóttvarnalæknir gert að gæta meðalhófs og jafnræðis og taka tillit til annarra verndarhagsmuna við ráðleggingar sínar. Þar eru týndir til hagsmunir barna, hagsmunir sem njóta verndar stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Ekki eigi að stöðva atvinnurekstur nema að því marki sem starfsemin feli í sér hættu á útbreiðslu farsóttar, til dæmis vegna fjölda fólks sem kemur saman, návígis þess eða snertingar. Þórólfur segir í umsögn sinni ekki ljóst hvernig sóttvarnalæknir eigi að tryggja að jafnræði og meðalhófs verði gætt við slíkar aðstæður. „Ég hefði talið að það sé hlutverk ráðuneytis að tryggja að jafnræði og meðalhóf sé trygg[t] þegar ráðuneytið setur reglugerðir um sóttva[r]naráðstafanir.“ Hann gerir þó engar athugasemdir við að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra í stað landlæknis. Sú spurning vakni þó hvort að þá verði hægt að tala um embætti sóttvarnalæknis og hvort að sóttvarnalæknir geti ráðið sitt eigið starfsfólk og hafa sinn eigin fjárlagalið. Aukið verksvið en óljóst með fjárheimildir Að öðru leyti segir Þórólfur frumvarp ráðherra um margt til bóta umfram núverandi sóttvarnalög, sérstaklega hvað varðar stjórnsýslulega stöðu sóttvarnalæknis og nýtt fyrirkomulag um tillögur til ráðherra þegar vá steðjar að almannaheill. Aftur á móti bendir sóttvarnalæknir á að með frumvarpinu sé embætttinu færð ný verkefni eins og leyfisveitingu fyrir starfsemi rannsóknarstofa, eftirlit með lækningartækjum og samvinnu við ýmsa aðila og stofnanir í samfélaginu. Verksvið sóttvarnalæknis aukist því verulega frá því sem nú er. Ekkert sé um það í frumvarpinu hvernig sóttvarnalæknir á að geta tryggt að hann geti sinnt öllum þessum hlutverkum. Ekkert sé getið um hvernig hann eigi að ráða til sín fólk eða hvort hann fái sérstaka fjárveitingu fyrir sína starfsemi. Einungis sé sagt að hann sé ráðinn af ráðherra en sé staðsettur innan embættis landlæknis. „Verður það á ábyrgð landlæknis að tryggja að sóttvarnlæknir muni geta gert allt það sem lögin krefja að hann geri eins og verið hefur til þessa?“ segir í umsögninni.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira