Frá Selfossi að Ólympíugulli: Vésteinn með fyrirlestur á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 12:00 Daniel Stahl og Simon Pettersson fagna saman eftir að hafa unnið gull og silfur Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári. Getty/Maja Hitij Vésteinn Hafsteinsson er mættur til Íslands með bæði gull- og silfurstrákinn sinn frá því á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári. Vésteinn, sem er fyrrum Íslandsmetshafi í kringlukasti, hefur náð frábærum árangri sem þjálfari í Svíþjóð og á morgun fá gestir fyrirlesturs hans á Selfossi tækifæri til að heyra sögu besta þjálfara Svíþjóðar á síðasta ári. Með Vésteini eru kringlukastarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Ståhl og Pettersson eru líka í æfingabúðum á Selfossi og verður boðið upp á opna æfingu með þessum öflugu íþróttamönnum. Í kvöld er lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 17.00 og á morgun er kastæfing á Selfossvelli klukkan tíu um morguninn og svo Lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 15.30. Þar verður líka tækifæri fyrir aðdáendur að fá eiginhandaráritanir. Vésteinn mun síðan halda fyrirlestur um afreksþjálfun á morgun en hann hefur nafnið: Frá Selfossi að Ólympíugulli. Vésteinn hefur tekið þátt í tíu Ólympíuleikum og þjálfar bestu kringlukastara heims. Fyrirlesturinn fjallar um afreksmennsku og hvað þarf til að ná árangri. Það eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á morgun, fimmtudaginn 26. maí, klukkan 18.00. Þeir Daniel Ståhl og Simon Pettersson verða síðan á meðal keppenda í kringlukastkeppninni á Selfoss Classic frjálsíþróttamótinu sem fer fram á laugardaginn 28. maí. Þetta er boðsmót og 75 ára afmælismót Frjálsíþróttasambands Íslands. Daniel Ståhl vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 71,86 metra. Ståhl er 29 ára gamall og vann einnig gull á heimsmeistaramótinu 2019 og silfur á Evrópumótinu 2018. Simon Pettersson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,48 metra. Pettersson er 28 ára gamall og var þarna að vinna sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Okkar besti kringlukastari síðustu ár, Guðni Valur Guðnason mun keppa við þá en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,35 metra. Mímir Sigurðsson og Valdimar Hjalti Erlendsson verða líka meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Árborg Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Vésteinn, sem er fyrrum Íslandsmetshafi í kringlukasti, hefur náð frábærum árangri sem þjálfari í Svíþjóð og á morgun fá gestir fyrirlesturs hans á Selfossi tækifæri til að heyra sögu besta þjálfara Svíþjóðar á síðasta ári. Með Vésteini eru kringlukastarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Ståhl og Pettersson eru líka í æfingabúðum á Selfossi og verður boðið upp á opna æfingu með þessum öflugu íþróttamönnum. Í kvöld er lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 17.00 og á morgun er kastæfing á Selfossvelli klukkan tíu um morguninn og svo Lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 15.30. Þar verður líka tækifæri fyrir aðdáendur að fá eiginhandaráritanir. Vésteinn mun síðan halda fyrirlestur um afreksþjálfun á morgun en hann hefur nafnið: Frá Selfossi að Ólympíugulli. Vésteinn hefur tekið þátt í tíu Ólympíuleikum og þjálfar bestu kringlukastara heims. Fyrirlesturinn fjallar um afreksmennsku og hvað þarf til að ná árangri. Það eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á morgun, fimmtudaginn 26. maí, klukkan 18.00. Þeir Daniel Ståhl og Simon Pettersson verða síðan á meðal keppenda í kringlukastkeppninni á Selfoss Classic frjálsíþróttamótinu sem fer fram á laugardaginn 28. maí. Þetta er boðsmót og 75 ára afmælismót Frjálsíþróttasambands Íslands. Daniel Ståhl vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 71,86 metra. Ståhl er 29 ára gamall og vann einnig gull á heimsmeistaramótinu 2019 og silfur á Evrópumótinu 2018. Simon Pettersson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,48 metra. Pettersson er 28 ára gamall og var þarna að vinna sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Okkar besti kringlukastari síðustu ár, Guðni Valur Guðnason mun keppa við þá en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,35 metra. Mímir Sigurðsson og Valdimar Hjalti Erlendsson verða líka meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Árborg Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn