Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2022 11:52 Björn Ingimarsson hefur gegnt embætti sveitarstjóra Múlaþings og mun væntanlega gera það áfram. Vísir/Einar Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum eða 28 prósent og þrjá fulltrúa. Framsókn fékk 24,1 prósent, bætti við sig manni og fékk þrjá fulltrúa. Samkvæmt samkomulaginu verður Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti Framsóknar, forseti sveitarstjórnar og Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, formaður byggðarráðs. Þá verði gengið til samninga við Björn Ingimarsson sveitarstjóra um að gegna starfinu áfram. Í frétt á vef Múlaþings segir að í samkomulaginu sé kveðið á um fjölmörg áhersluatriði við stjórn og rekstur sveitarfélagsins næstu fjögur ár auk áhersluatriða í samskiptum við ríkisvaldið um uppbyggingu þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Berglind Harpa Svavarsdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir.Múlaþing „Í samkomulaginu er lögð áhersla á að vinna áfram að því að byggja upp stjórnsýslu Múlaþings, með áherslu á gott samtal við íbúa í öllum byggðakjörnum, samlegð í rekstri, betri nýtingu fjármuna og bættri þjónustu við íbúa m.a. með aukinni sérhæfingu starfsfólks, áherslu á rafrænar lausnir og styttingu boðleiða. Gert er ráð fyrir að þróa áfram heimastjórnir hvers byggðarkjarna og að þeim verði ætlað framkvæmdafé til smærri samfélagsverkefna þar sem íbúar komi beint að forgangsröðun. Vinna á aðalskipulag fyrir sveitarfélagið og tryggja fullnægjandi framboð byggingarlóða auk þess sem stutt verður við byggingu íbúðarhúsnæðis með ýmsum ráðum. Þá verður því fylgt eftir að ráðist verði í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir innan sveitarfélagsins, svo sem Fjarðarheiðargöng og Axarveg. Einnig verður þrýst á ríkisvaldið um bætta heilbrigðisþjónustu í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins og að aðstaða fyrir bráðagreiningu verði til staðar á Egilsstöðum. Áhersla verður lögð á að tryggja fjárframlög og framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði. Meirihlutinn vill auka veg hafna sveitarfélagsins, byggja þær upp og nýta þau tækifæri sem í þeim felast. Þá verður lögð áhersla á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar fyrir millilandaflug. Hvað varðar verklegar framkvæmdir er áhersla á uppbyggingu veitukerfa, húsnæði grunnskóla og að lokið verði við viðbyggingu Safnahúss. Ljúka á undirbúningi að byggingu nýs leikskóla á Egilsstöðum á kjörtímabilinu,“ segir í tilkynningunni. Múlaþing varð til árið 2020 við sameiningu Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðarhrepps og Djúpavogshrepps og voru þetta því fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar í sveitarfélaginu. Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir B- og D-listar ná saman um meirihluta í Múlaþingi Fulltrúar B-lista og D-lista í Múlaþingi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn Múlaþings á komandi kjörtímabili. 23. maí 2022 20:39 Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi. 15. maí 2022 04:13 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum eða 28 prósent og þrjá fulltrúa. Framsókn fékk 24,1 prósent, bætti við sig manni og fékk þrjá fulltrúa. Samkvæmt samkomulaginu verður Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti Framsóknar, forseti sveitarstjórnar og Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, formaður byggðarráðs. Þá verði gengið til samninga við Björn Ingimarsson sveitarstjóra um að gegna starfinu áfram. Í frétt á vef Múlaþings segir að í samkomulaginu sé kveðið á um fjölmörg áhersluatriði við stjórn og rekstur sveitarfélagsins næstu fjögur ár auk áhersluatriða í samskiptum við ríkisvaldið um uppbyggingu þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Berglind Harpa Svavarsdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir.Múlaþing „Í samkomulaginu er lögð áhersla á að vinna áfram að því að byggja upp stjórnsýslu Múlaþings, með áherslu á gott samtal við íbúa í öllum byggðakjörnum, samlegð í rekstri, betri nýtingu fjármuna og bættri þjónustu við íbúa m.a. með aukinni sérhæfingu starfsfólks, áherslu á rafrænar lausnir og styttingu boðleiða. Gert er ráð fyrir að þróa áfram heimastjórnir hvers byggðarkjarna og að þeim verði ætlað framkvæmdafé til smærri samfélagsverkefna þar sem íbúar komi beint að forgangsröðun. Vinna á aðalskipulag fyrir sveitarfélagið og tryggja fullnægjandi framboð byggingarlóða auk þess sem stutt verður við byggingu íbúðarhúsnæðis með ýmsum ráðum. Þá verður því fylgt eftir að ráðist verði í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir innan sveitarfélagsins, svo sem Fjarðarheiðargöng og Axarveg. Einnig verður þrýst á ríkisvaldið um bætta heilbrigðisþjónustu í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins og að aðstaða fyrir bráðagreiningu verði til staðar á Egilsstöðum. Áhersla verður lögð á að tryggja fjárframlög og framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði. Meirihlutinn vill auka veg hafna sveitarfélagsins, byggja þær upp og nýta þau tækifæri sem í þeim felast. Þá verður lögð áhersla á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar fyrir millilandaflug. Hvað varðar verklegar framkvæmdir er áhersla á uppbyggingu veitukerfa, húsnæði grunnskóla og að lokið verði við viðbyggingu Safnahúss. Ljúka á undirbúningi að byggingu nýs leikskóla á Egilsstöðum á kjörtímabilinu,“ segir í tilkynningunni. Múlaþing varð til árið 2020 við sameiningu Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðarhrepps og Djúpavogshrepps og voru þetta því fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar í sveitarfélaginu.
Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir B- og D-listar ná saman um meirihluta í Múlaþingi Fulltrúar B-lista og D-lista í Múlaþingi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn Múlaþings á komandi kjörtímabili. 23. maí 2022 20:39 Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi. 15. maí 2022 04:13 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
B- og D-listar ná saman um meirihluta í Múlaþingi Fulltrúar B-lista og D-lista í Múlaþingi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn Múlaþings á komandi kjörtímabili. 23. maí 2022 20:39
Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi. 15. maí 2022 04:13