Flokkarnir þrír hófu meirihlutaviðræður á sunnudag en þeir voru saman í meirihluta á síðasta kjörtímabili og mynduðu þá sex manna meirihluta. Flokkarnir bættu við sig manni í kosningunum núna í maí.
Halldóra Fríða segir í samtali við fréttastofu að viðræðurnar hafi gengið vel, enda hafi flokkarnir unnið vel saman undanfarin fjögur ár. Flokkarnir séu að klára að fara í gegn um málefnin og haldi svo áfram í næstu mál. Hún segist búast við að fregna verði að vænta af viðræðunum um og eftir helgi.