SÁÁ kært til Embættis landlæknis og héraðssaksóknara Ómar Már Jónsson skrifar 25. maí 2022 15:01 Það er alvarlegt mál að Sjúkratryggingar Íslands hefur eftir fjölda samtala og bréfaskriftir við stjórn og framkvæmdastjóra SÁÁ, gefist upp og kært samtökin bæði til Embættis landlæknis og héraðssaksóknara fyrir það að hafa farið gegn lögum, brotið gegn þeim greiðslusamningi sem í gildi er milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ. Endurkrafa Sjúkratrygginga á stjórn SÁÁ er hvorki meira né minna en 175 millj.kr. sem til er komið vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni SÁÁ. Ástæðuna fyrir kærunni má rekja til þess að þegar að Covid skall á og rekstarumhverfi samtakanna breyttust ákvað stjórn SÁÁ að endurskilgreina upp á sitt einsdæmi ákvæði í samninginum sér í hag án þess að eiga samtal um það áður við Sjúkratryggingar og óska eftir endurskoðun samnings vegna breyttra forsenda. Um er að ræða alvarleg stjórnendamistök og hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum SÁÁ vegna ásakanna sem hefur verið eftirfarandi. „Ari Matthíasson, starfsmaður Sjúkratrygginga hafi horn í síðu samtakanna og þess vegna hafi SÁÁ verið kærð”. „Þetta er allt byggt á misskilningi hjá Sjúkratryggingum Íslands”. „Stjórn SÁÁ harmar framgöngu Sjúkratrygginga Íslands gagnvart SÁÁ”. Mestu ábyrgðina á rekstri SÁÁ ber stjórn og formaður stjórnar samtakanna og við jafn alvarlegar ásakanir ber stjórn að taka fulla ábyrgð á framhaldinu. Það fyrsta er að viðurkenna alvarleg sjórnendamistök, ekki bara gagnvart Sjúkratryggingum heldur einnig gagnvart kjarnastarfsemi samtakanna, gagnvart skjólstæðingum SÁÁ. Í framhaldi ber samtökunum að leita allra leiða til að rétta af stefnuna og halda áfram því góða starfi sem samtökin eru þekkt fyrir. Það skiptir máli fyrir okkur öll. Höfundur er náinn aðstandandi og stuðningsmaður um styrk og trúverðugleika SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Það er alvarlegt mál að Sjúkratryggingar Íslands hefur eftir fjölda samtala og bréfaskriftir við stjórn og framkvæmdastjóra SÁÁ, gefist upp og kært samtökin bæði til Embættis landlæknis og héraðssaksóknara fyrir það að hafa farið gegn lögum, brotið gegn þeim greiðslusamningi sem í gildi er milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ. Endurkrafa Sjúkratrygginga á stjórn SÁÁ er hvorki meira né minna en 175 millj.kr. sem til er komið vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni SÁÁ. Ástæðuna fyrir kærunni má rekja til þess að þegar að Covid skall á og rekstarumhverfi samtakanna breyttust ákvað stjórn SÁÁ að endurskilgreina upp á sitt einsdæmi ákvæði í samninginum sér í hag án þess að eiga samtal um það áður við Sjúkratryggingar og óska eftir endurskoðun samnings vegna breyttra forsenda. Um er að ræða alvarleg stjórnendamistök og hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum SÁÁ vegna ásakanna sem hefur verið eftirfarandi. „Ari Matthíasson, starfsmaður Sjúkratrygginga hafi horn í síðu samtakanna og þess vegna hafi SÁÁ verið kærð”. „Þetta er allt byggt á misskilningi hjá Sjúkratryggingum Íslands”. „Stjórn SÁÁ harmar framgöngu Sjúkratrygginga Íslands gagnvart SÁÁ”. Mestu ábyrgðina á rekstri SÁÁ ber stjórn og formaður stjórnar samtakanna og við jafn alvarlegar ásakanir ber stjórn að taka fulla ábyrgð á framhaldinu. Það fyrsta er að viðurkenna alvarleg sjórnendamistök, ekki bara gagnvart Sjúkratryggingum heldur einnig gagnvart kjarnastarfsemi samtakanna, gagnvart skjólstæðingum SÁÁ. Í framhaldi ber samtökunum að leita allra leiða til að rétta af stefnuna og halda áfram því góða starfi sem samtökin eru þekkt fyrir. Það skiptir máli fyrir okkur öll. Höfundur er náinn aðstandandi og stuðningsmaður um styrk og trúverðugleika SÁÁ.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar