Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2022 18:54 Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna. Guðmundur Árni segir vonbrigði að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafi myndað meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vísir/Vilhelm Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. Þetta kom fram í máli Guðmundar Árna Stefánssonar, oddvita Samfylkingarinnar, sem rætt var við í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir vonbrigði að Samfylkingin, sem fékk fjóra bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, tveimur fleiri en á síðasta kjörtímabili, verði í minnihluta. „Já, þetta eru vonbrigði. Ég neita því ekki. Við buðum Framsókn í viðræður sem þeir tóku líkindalega en við fengum aldrei þetta viðtalsspil, aldrei þetta samtal, sem ég hafði raunar talað um við oddvita Framsóknar fyrir kosningar. Það eru vonbrigði. Á hinn bóginn, svona er pólitíkin,“ sagði Guðmundur Árni. „Meirihlutamix um bæjarstjórastól“ Í dag var tilkynnt um að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefðu náð saman um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir verður áfram bæjarstjóri út árið 2024, en þá tekur Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, við embættinu. Þangað til verður hann formaður bæjarráðs. Guðmundur Árni gerði þetta að umtalsefni sínu. „En það vekur athygli hins vegar að þessi nýi meirihluti sem var tilkynntur í dag, hann er meirihlutamix um bæjarstjórastól, um forseta bæjarstjórnar, formann bæjarráðs. Annað hefur ekki verið ákveðið.“ Spurður hvort hann hefði verið til í að láta Framsóknarflokknum eftir bæjarstjórastólinn allt kjörtímabilið, ef til samstarfs Samfylkingar og Framsóknar hefði komið, sagðist Guðmundur Árni ekki vilja fara út í þá sálma. „Ég sagði einfaldlega við þá, göngum til þessara verka á jafnréttisgrundvelli. Við hefðum rætt málefni, við hefðum síðan endað með því að skipta verkum og það hefði gengið aldeilis ágætlega. En núna er þetta fólk að raða sér á jötuna og svo ætlar það seinna að ákveða hvað það ætlar að gera, það veldur áhyggjum.“ Guðmundur Árni vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi endast út kjörtímabilið, nú þegar ljóst er að hann verður í minnihluta. „Ég er sallarólegur en fer í þetta af fullum krafti og við veitum glerharða stjórnarandstöðu hér, við jafnaðarmenn. En hvað ég verð lengi, það veit Guð,“ sagði hann að lokum. Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Þetta kom fram í máli Guðmundar Árna Stefánssonar, oddvita Samfylkingarinnar, sem rætt var við í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir vonbrigði að Samfylkingin, sem fékk fjóra bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, tveimur fleiri en á síðasta kjörtímabili, verði í minnihluta. „Já, þetta eru vonbrigði. Ég neita því ekki. Við buðum Framsókn í viðræður sem þeir tóku líkindalega en við fengum aldrei þetta viðtalsspil, aldrei þetta samtal, sem ég hafði raunar talað um við oddvita Framsóknar fyrir kosningar. Það eru vonbrigði. Á hinn bóginn, svona er pólitíkin,“ sagði Guðmundur Árni. „Meirihlutamix um bæjarstjórastól“ Í dag var tilkynnt um að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefðu náð saman um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir verður áfram bæjarstjóri út árið 2024, en þá tekur Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, við embættinu. Þangað til verður hann formaður bæjarráðs. Guðmundur Árni gerði þetta að umtalsefni sínu. „En það vekur athygli hins vegar að þessi nýi meirihluti sem var tilkynntur í dag, hann er meirihlutamix um bæjarstjórastól, um forseta bæjarstjórnar, formann bæjarráðs. Annað hefur ekki verið ákveðið.“ Spurður hvort hann hefði verið til í að láta Framsóknarflokknum eftir bæjarstjórastólinn allt kjörtímabilið, ef til samstarfs Samfylkingar og Framsóknar hefði komið, sagðist Guðmundur Árni ekki vilja fara út í þá sálma. „Ég sagði einfaldlega við þá, göngum til þessara verka á jafnréttisgrundvelli. Við hefðum rætt málefni, við hefðum síðan endað með því að skipta verkum og það hefði gengið aldeilis ágætlega. En núna er þetta fólk að raða sér á jötuna og svo ætlar það seinna að ákveða hvað það ætlar að gera, það veldur áhyggjum.“ Guðmundur Árni vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi endast út kjörtímabilið, nú þegar ljóst er að hann verður í minnihluta. „Ég er sallarólegur en fer í þetta af fullum krafti og við veitum glerharða stjórnarandstöðu hér, við jafnaðarmenn. En hvað ég verð lengi, það veit Guð,“ sagði hann að lokum.
Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira