Forsætisráðherra Bretlands studdi yfirtöku Sádanna á Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 11:30 Það gustar um Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þessa dagana. Leon Neal/Getty Images Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, studdi að ríkisrekinn fjármögnunarsjóð frá Sádi-Arabíu myndi festa kaup á enska fótboltafélaginu Newcastle United. Boris hafði áður sagt að ríkistjórn Bretlands hefði ekki komið að kaupunum á einn eða neinn hátt. Þetta kemur fram í grein sem var birt á The Guardian. Rannsókn miðilsins hefur leitt í ljós að ríkistjórn Boris Johnson hafi sannfært forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar að samþykkja tilboð PIF - fjármögnunarsjóðs Sádi-Arabíu - í Newcastle. Sjóðurinn - sem er í eigu konungsríkisins Sádi-Arabíu - á í dag 80 prósent hlut í Newcastle United. Ekkert fótboltafélag í heiminum á ríkari eigendur. Í grein The Guardain segir að ríkistjórn Bretlands sá þetta sem of gott tækifæri til að mynda fjárhagsleg tengsl við Sádi-Arabíu til að sleppa því. Mun lávarðurinn Gerry Grimstone - ráðherra í málum fjárfestinga og alþjóðaviðskipta - hafa séð um samningana fyrir hönd bresku ríkistjórnarinnar. Hann ku hafa fundið lausn við helstu hraðhindrun kaupanna en það var ólögleg streymisveita staðsett í Sádi-Arabíu sem sýndi leiki efstu deildar á Englandi. Sáu forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar það sem næga ástæðu til að koma í veg fyrir kaup Sádanna á Newcastle. Hlutverk Grimestone, sem var á sínum tíma framkvæmdastjóri Barclays-bankans, innan ríkistjórnar Bretlands er að aðstoða við að brjóta niður hindranir og hjálpa við að landa fjárfestingum í hæsta gæðaflokki. Þá er hann einkar vel tengdur í Sádi-Arabíu. Eftir að yfirtaka PIF á Newcastle gekk í gegn sagði Gary Hoffman, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, að ríkistjórn Bretlands hefði þrýst á forráðamenn deildarinnar til að samþykkja kaupin. Hoffman sagði þó að ríkistjórnin hefði ekki haft áhrif á ákvörðun deildarinnar. Þá listaði hann upp þá sem komu að sölu Newcastle fyrir hönd ríkistjórnarinnar. Þar var Grimstone nefndur á nafn ásamt Eddie Lister. Fer það gegn því sem Boris sagði fyrir breska þinginu í apríl 2021: „Ríkistjórn Bretlands kom ekki á neinn hátt að yfirtöku Newcastle.“ Engin svör fengust er Guardian reyndi að krefja ríkistjórnina um svör eftir rannsókn miðilsins staðfesti komu Grimstone að kaupunum á Newcastle. Newcastle United endaði í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig. Ljóst er að liðið ætlar að gera mun betur á næsta ári og gæti farið svo að liðið verði farið að berjast um titla áður en langt um líður þökk sé moldríkum eigendum þess. Fótbolti Enski boltinn Bretland Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem var birt á The Guardian. Rannsókn miðilsins hefur leitt í ljós að ríkistjórn Boris Johnson hafi sannfært forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar að samþykkja tilboð PIF - fjármögnunarsjóðs Sádi-Arabíu - í Newcastle. Sjóðurinn - sem er í eigu konungsríkisins Sádi-Arabíu - á í dag 80 prósent hlut í Newcastle United. Ekkert fótboltafélag í heiminum á ríkari eigendur. Í grein The Guardain segir að ríkistjórn Bretlands sá þetta sem of gott tækifæri til að mynda fjárhagsleg tengsl við Sádi-Arabíu til að sleppa því. Mun lávarðurinn Gerry Grimstone - ráðherra í málum fjárfestinga og alþjóðaviðskipta - hafa séð um samningana fyrir hönd bresku ríkistjórnarinnar. Hann ku hafa fundið lausn við helstu hraðhindrun kaupanna en það var ólögleg streymisveita staðsett í Sádi-Arabíu sem sýndi leiki efstu deildar á Englandi. Sáu forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar það sem næga ástæðu til að koma í veg fyrir kaup Sádanna á Newcastle. Hlutverk Grimestone, sem var á sínum tíma framkvæmdastjóri Barclays-bankans, innan ríkistjórnar Bretlands er að aðstoða við að brjóta niður hindranir og hjálpa við að landa fjárfestingum í hæsta gæðaflokki. Þá er hann einkar vel tengdur í Sádi-Arabíu. Eftir að yfirtaka PIF á Newcastle gekk í gegn sagði Gary Hoffman, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, að ríkistjórn Bretlands hefði þrýst á forráðamenn deildarinnar til að samþykkja kaupin. Hoffman sagði þó að ríkistjórnin hefði ekki haft áhrif á ákvörðun deildarinnar. Þá listaði hann upp þá sem komu að sölu Newcastle fyrir hönd ríkistjórnarinnar. Þar var Grimstone nefndur á nafn ásamt Eddie Lister. Fer það gegn því sem Boris sagði fyrir breska þinginu í apríl 2021: „Ríkistjórn Bretlands kom ekki á neinn hátt að yfirtöku Newcastle.“ Engin svör fengust er Guardian reyndi að krefja ríkistjórnina um svör eftir rannsókn miðilsins staðfesti komu Grimstone að kaupunum á Newcastle. Newcastle United endaði í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig. Ljóst er að liðið ætlar að gera mun betur á næsta ári og gæti farið svo að liðið verði farið að berjast um titla áður en langt um líður þökk sé moldríkum eigendum þess.
Fótbolti Enski boltinn Bretland Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira