Alþingi verði að koma áfengislöggjöf til nútímans Snorri Másson skrifar 26. maí 2022 16:15 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt frumvarp um smábrugghús fyrir þingið en kallar það hænuskref í rétta átt. Vísir/Vilhelm Í formála ársskýrslu ÁTVR skrifar forstjóri ríkisfyrirtækisins, Ívar Arndal, að ef vefverslun einkaaðila með áfengi verði leyfð á Íslandi, sé smásala innanlands í raun gefin frjáls. Dómsmálaráðherra telur nauðsynlegt að stigin verði skref í átt að frjálsari sölu áfengis. Hann segir enga millileið vera til; ekki sé hægt að vera með frjálsa samkeppni og einkasölu ríkisins á sömu vöru og sama tíma, segir forstjórinn, eins og má segja að ástandið hafi verið nú um hríð með tilkomu vefverslana með áfengi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að frumvarp nú um lítil brugghús sé hænuskref fram á við í átt að eðlilegri löggjöf, en að hugsa þurfi stærra. „Við erum komin bara í ógöngur í þessum málaflokki. Alþingi verður að horfast í augu við það að við verðum að uppfæra þessa löggjöf og koma henni til nútímans. Það er ítrekað búið að reyna að skapa umræðu um það og leggja fram frumvörp, ég er til dæmis með frumvarp núna um lítil brugghús inni í þinginu, en þetta hefur aldrei komist til þinglegrar meðferðar eða til afgreiðslu í þingsal, aldrei komist frá nefnd, af því að það er einhver andstaða meðal einhverra þingmanna, hún er ekki á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir vilja halda gömlum siðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst styðja einkasölu ríkisins á áfengi eftir sem áður. „Ég hef stutt það fyrirkomulag og ég tel það sambærilegt við fyrirkomulagið á öðrum Norðurlöndum, nema í Danmörku. Þetta hefur í raun og veru verið hluti af okkar fornvarna- og áfengisstefnu í þessu. Hins vegar sjáum við það að breytingar á tækni og viðskiptaháttum hafa gert það að verkum að við erum að sjá nýjar áskoranir blasa við og það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem þarf að taka til umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. „Við höfum verið opin fyrir ýmsu en við höfum á sama tíma, sem flokkur, verið á því að það eigi að ganga varlega um þær dyr að auka aðgengi að áfengi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst ekki vilja afnema einkasölu ríkisins á áfengi. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Hann segir enga millileið vera til; ekki sé hægt að vera með frjálsa samkeppni og einkasölu ríkisins á sömu vöru og sama tíma, segir forstjórinn, eins og má segja að ástandið hafi verið nú um hríð með tilkomu vefverslana með áfengi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að frumvarp nú um lítil brugghús sé hænuskref fram á við í átt að eðlilegri löggjöf, en að hugsa þurfi stærra. „Við erum komin bara í ógöngur í þessum málaflokki. Alþingi verður að horfast í augu við það að við verðum að uppfæra þessa löggjöf og koma henni til nútímans. Það er ítrekað búið að reyna að skapa umræðu um það og leggja fram frumvörp, ég er til dæmis með frumvarp núna um lítil brugghús inni í þinginu, en þetta hefur aldrei komist til þinglegrar meðferðar eða til afgreiðslu í þingsal, aldrei komist frá nefnd, af því að það er einhver andstaða meðal einhverra þingmanna, hún er ekki á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir vilja halda gömlum siðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst styðja einkasölu ríkisins á áfengi eftir sem áður. „Ég hef stutt það fyrirkomulag og ég tel það sambærilegt við fyrirkomulagið á öðrum Norðurlöndum, nema í Danmörku. Þetta hefur í raun og veru verið hluti af okkar fornvarna- og áfengisstefnu í þessu. Hins vegar sjáum við það að breytingar á tækni og viðskiptaháttum hafa gert það að verkum að við erum að sjá nýjar áskoranir blasa við og það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem þarf að taka til umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. „Við höfum verið opin fyrir ýmsu en við höfum á sama tíma, sem flokkur, verið á því að það eigi að ganga varlega um þær dyr að auka aðgengi að áfengi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst ekki vilja afnema einkasölu ríkisins á áfengi.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira