Það var Íslendingaslagur í kvennaboltanum þar sem Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard mættu Hacken þar sem þær Agla María Albertsdóttir og Diljá Ýr Zomers spila.
Guðrún lék allan leikinn í vörn Rosengard sem vann leikinn 2-1 eftir að framlengja þurfti leikinn en staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 1-1.
Agla María sat allan tímann á varamannabekk Hacken en Diljá var ekki í leikmannahópnum í dag.
Einnig var leikið til úrslita í karlaboltanum í dag þar sem Malmö stóð uppi sem sigurvegari eftir vítaspyrnukeppni gegn Hammarby.
Þjálfari Malmö er Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks hér á landi, en hann er með íslenskan ríkisborgararétt.
Jón Guðni Fjóluson var ekki í leikmannahópi Hammarby í dag.
"Det sägs att titlar leder till titlar, jag hoppas och tror att det stämmer."
— Malmö FF (@Malmo_FF) May 26, 2022
Läs Milos Milojevics tankar efter cuptiteln i matchrapporten.