SÁÁ á við vanda að etja Svanur Guðmundsson skrifar 27. maí 2022 11:31 Fyrir tveimur árum var kosin ný stjórn yfir Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ). Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina hjá samtökunum sem sést meðal annars á því að samningsbrot SÁÁ er nú til skoðunar hjá Héraðsaksóknara og Landlækni. SÁÁ hefur á liðnum árum náð miklum árangri við meðferð á áfengissýki í gegnum starfsemi sinni þrátt fyrir takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á álfasölu sem takmarkaði mikið tekjur samtakanna. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að bæta SÁÁ tekjuskerðinguna og koma með aukið fjármagn. Núna hefur komið í ljós að ný stjórn virðist hafa beitt einhverjum brellum við rekstur samtakanna. Í bréfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) frá 4. júní 2021 er SÁÁ krafið um greiðslu 36 milljóna vegna rangra reikninga. Formaður SÁÁ upplýsti ekki rekstrarfélag SÁÁ um bréfið á sínum tíma og taldi líklega það vera einkabréf til sín. Í áframhaldi af því bréfi og að SÍ fékk ekki þau gögn sem beðið var um nýtti SÍ sér heimild til að fara á starfsstöð SÁÁ til gagnaöflunar. Það leiddi til þess að krafan hækkaði upp í 174 milljónir kr. Sem staðfest var með bréfi frá SÍ 29. desember 2021. Þrátt fyrir þá stöðu sem upp var komin var valdhroki stjórnenda SÁÁ slíkur að þeir fóru að saka starfsmenn SÍ um misbeitingu valds eða að þetta væri allt misskilningur. Það allt saman leiddi til þess að SÍ sá sér ekki annað fært en að vísa málinu til Héraðssaksóknara. Þar er málið núna statt og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvort dómsmál verði höfðað gegn SÁÁ. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ, vegna þess að hann sinnir aðallega tvígreindum einstaklingum, þ.e.a.s einstaklingar sem þjást af geð- og fíknisjúkdómum. Óeigingjarnt starf frumkvöðla SÁÁ, sem áður fyrr skilaði frábærum árangri, er í mikilli hættu. Biðlistar hafa lengst og er það annað hvort vegna þess að erfiðara er að komast inn á Vog eða vandinn er að aukast. Það eru dæmi um að einstaklingar þurfi að bíða í 8 mánuði eftir að komast í fíkniefnameðferð og er það ólíðandi. Það eiga ekki að vera biðlistar í fíknimeðferð. Það eiga alltaf að vera til laus pláss fyrir þá sem þurfa og vilja komast í meðferð við lífshættulegri fíkn. Fíknisjúkdómar verða alltaf erfiðari og hættulegri þeim sem við þá glíma meðan ekki er gripið inn í af fagaðilum með óæskilegum áhrifum á aðstandendur og samfélagið í heild sinni. Það er mikilvægt að SÁÁ nái samningum við ríkið og skikki verði komið á þann vanda sem nú blasir við í meðferðarúrræðum fíkniefnaneytenda. Það er von mín að á næsta aðalfundi SÁÁ verði kosin ný stjórn og að nýr formaður geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og í samstarfi við alla þá sem eru í Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Allt samfélaginu til heilla. Höfundur er meðlimur í SÁÁ og aðstandandi mm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson SÁÁ Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum var kosin ný stjórn yfir Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ). Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina hjá samtökunum sem sést meðal annars á því að samningsbrot SÁÁ er nú til skoðunar hjá Héraðsaksóknara og Landlækni. SÁÁ hefur á liðnum árum náð miklum árangri við meðferð á áfengissýki í gegnum starfsemi sinni þrátt fyrir takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á álfasölu sem takmarkaði mikið tekjur samtakanna. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að bæta SÁÁ tekjuskerðinguna og koma með aukið fjármagn. Núna hefur komið í ljós að ný stjórn virðist hafa beitt einhverjum brellum við rekstur samtakanna. Í bréfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) frá 4. júní 2021 er SÁÁ krafið um greiðslu 36 milljóna vegna rangra reikninga. Formaður SÁÁ upplýsti ekki rekstrarfélag SÁÁ um bréfið á sínum tíma og taldi líklega það vera einkabréf til sín. Í áframhaldi af því bréfi og að SÍ fékk ekki þau gögn sem beðið var um nýtti SÍ sér heimild til að fara á starfsstöð SÁÁ til gagnaöflunar. Það leiddi til þess að krafan hækkaði upp í 174 milljónir kr. Sem staðfest var með bréfi frá SÍ 29. desember 2021. Þrátt fyrir þá stöðu sem upp var komin var valdhroki stjórnenda SÁÁ slíkur að þeir fóru að saka starfsmenn SÍ um misbeitingu valds eða að þetta væri allt misskilningur. Það allt saman leiddi til þess að SÍ sá sér ekki annað fært en að vísa málinu til Héraðssaksóknara. Þar er málið núna statt og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvort dómsmál verði höfðað gegn SÁÁ. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ, vegna þess að hann sinnir aðallega tvígreindum einstaklingum, þ.e.a.s einstaklingar sem þjást af geð- og fíknisjúkdómum. Óeigingjarnt starf frumkvöðla SÁÁ, sem áður fyrr skilaði frábærum árangri, er í mikilli hættu. Biðlistar hafa lengst og er það annað hvort vegna þess að erfiðara er að komast inn á Vog eða vandinn er að aukast. Það eru dæmi um að einstaklingar þurfi að bíða í 8 mánuði eftir að komast í fíkniefnameðferð og er það ólíðandi. Það eiga ekki að vera biðlistar í fíknimeðferð. Það eiga alltaf að vera til laus pláss fyrir þá sem þurfa og vilja komast í meðferð við lífshættulegri fíkn. Fíknisjúkdómar verða alltaf erfiðari og hættulegri þeim sem við þá glíma meðan ekki er gripið inn í af fagaðilum með óæskilegum áhrifum á aðstandendur og samfélagið í heild sinni. Það er mikilvægt að SÁÁ nái samningum við ríkið og skikki verði komið á þann vanda sem nú blasir við í meðferðarúrræðum fíkniefnaneytenda. Það er von mín að á næsta aðalfundi SÁÁ verði kosin ný stjórn og að nýr formaður geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og í samstarfi við alla þá sem eru í Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Allt samfélaginu til heilla. Höfundur er meðlimur í SÁÁ og aðstandandi mm.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun