Segir að gera þurfi greinarmun á hatursorðræðu og öflugri pólitískri umræðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2022 15:41 Doktor Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir segir að gera þurfi greinarmun á hatursorðræðu og öflugri pólitískri umræðu. Vísir Mannréttindalögmaður segir að gera þurfi greinarmun á því hvað teljist öflug pólitísk umræða og hatursorðræða. Stjórnvöldum beri að tryggja frelsi einstaklinga til að taka þátt í pólitískri umræðu. Sóknarpresturinn Davíð Þór Jónsson hefur undanfarna daga verið sakaður um að ala á hatursorðræðu af flokksmönnum Vinstri grænna eftir að hann gagnrýndi aðkomu flokksins að fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum á þriðja hundrað hælisleitenda og flóttafólks. Það hafa til dæmis Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG og Anna Lísa Björnsdóttir framkvæmdastjóri þingflokks VG gert í vikunni. Doktor Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir mannréttindalögmaður segir að túlka þurfi hugtakið hatursorðræðu mjög þröngt og gera greinarmun á því hvað flokkist til öflugrar pólitískrar umræðu og hatursorðræðu. „Hatursorðræða er tilfinningaþrungið hugtak og ekki til almenn, viðtekin skilgreining á því í alþjóðalögum. Það verður að túlka hugtakið hatursorðræðu mjög þröngt og gera greinarmun á því hvað flokkast undir öfluga pólitíska umræðu og hatursorðræðu, sem er til þess fallin að leiða til ofbeldis gagnvart þeim sem hún beinist að, oft jaðarsettum hópum sem eiga undir högg að sækja,“ segir Herdís. Tjáningarfrelsi nái líka yfir upplýsingar sem móðgi, misbjóði og hneyksli Hún segir slíka hatursorðræðu ekki njóta verndar tjáningarfrelsis en mörk þess frelsis í pólitískri umræðu séu hins vegar mjög víð. „Öflug pólitísk umræða er forsenda þess að lýðræðislegt samfélag þrífist og slík umræða nýtur sérstakrar verndar í þágu lýðræðis og þroska hvers einstaklings. Stjórnvöldum ber að tryggja þetta frelsi og eingöngu setja því skorður með lögum sem þjóna lögmætum markmiðum og brýna nauðsyn ber til í lýðræðislegu samfélagi,“ segir Herdís. Hún segir vernd tjáningarfrelsis ekki eingöngu ná til upplýsinga og skoðana sem njóti velþóknunar heldur einnig til þeirra sem móðgi, misbjóði og hneyksli fólk þar sem lýðræðið byggi á víðsýni og umburðarlyndi og því að margvíslegar skoðanir fái að heyrast. „Tjáningarfrelsið snýst ekki eingöngu um rétt fólks til að tjá sig heldur einnig um rétt almennings til að móttaka alls konar skoðanir og upplýsingar,“ segir Herdís. „Fólk verður að geta tjáð sig um pólitísk málefni án ótta við valdhafa og þeir síðarnefndu verða að þola harðvítuga gagnrýni fyrir störf sín. Pólitíkusar eru útsettir fyrir hatrammar árásir, ekki síst á samfélagsmiðlum. Telji þeir vegið að æru sinni verður að skoða ummælin út frá hagsmunum almennings um opna umræðu um pólitík.“ Stjórnmálamenn þurfi að þola harkalega gagnrýni Hún segir varasamt að ásaka fólk um hatursorðræðu og þannig fæla það frá þátttöku í pólitískri umræðu. „Valdhafar geta lent í vandræðum verði þeir uppvísir að eða ásakaðir um hatursorðræðu - en það kann hins vegar að vera erfitt fyrir þá sem eru við völd að saka umbjóðendur eða almenning um hatursorðræðu í sinn garð,“ segir Herdís. Hún rifjar upp að Þorgeir Þorgeirson rithöfundur hafi fyrir nokkrum áratugum hlotið dóm fyrir skrif sín um meint lögregluofbeldi og farið með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Hann hafði fengið dóm fyrir skrif sín um meint lögregluofbeldi þar sem hann kallaði lögreglumenn „óðar skepnur í einkennisbúningum“, rudda og sadista sem væru að fá útrás fyrir afbrigðilegar hneigðir,“ segir Herdís. „Mannréttindadómstóllinn taldi að íslensk stjórnvöld hefðu brotið á rétti rithöfundarins til tjáningar því sakfellingin hefði verið til þess fallin að fæla frá opinni umræðu um mikilvæg mál sem varða almenning. Þannig þurftu venjulegir lögreglumenn sem áttu enga aðkomu að málinu, sem Þorgeir fjallaði um, að sætta sig við gífuryrði um starfsstétt sína sem margir í dag myndu krefjast að væri flokkað undir hatursorðræðu.“ Hún segir að stjórnmálamenn og aðrir þurfi að þola harða gagnrýni á störf sín. „Stjórnmálamenn, embættismenn, aðrir opinberir starfsmenn, stórfyrirtæki og aðrir sem hafa með ákvörðunum sínum áhrif á almannahag, þurfa að þola harkalega gagnrýni um störf sín í þágu opinnar pólitískrar umræðu.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þjóðkirkjan Vinstri græn Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Davíð Þór biðst afsökunar á ummælum um Katrínu Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi sambýliskonu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. 27. maí 2022 09:25 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Sóknarpresturinn Davíð Þór Jónsson hefur undanfarna daga verið sakaður um að ala á hatursorðræðu af flokksmönnum Vinstri grænna eftir að hann gagnrýndi aðkomu flokksins að fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum á þriðja hundrað hælisleitenda og flóttafólks. Það hafa til dæmis Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG og Anna Lísa Björnsdóttir framkvæmdastjóri þingflokks VG gert í vikunni. Doktor Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir mannréttindalögmaður segir að túlka þurfi hugtakið hatursorðræðu mjög þröngt og gera greinarmun á því hvað flokkist til öflugrar pólitískrar umræðu og hatursorðræðu. „Hatursorðræða er tilfinningaþrungið hugtak og ekki til almenn, viðtekin skilgreining á því í alþjóðalögum. Það verður að túlka hugtakið hatursorðræðu mjög þröngt og gera greinarmun á því hvað flokkast undir öfluga pólitíska umræðu og hatursorðræðu, sem er til þess fallin að leiða til ofbeldis gagnvart þeim sem hún beinist að, oft jaðarsettum hópum sem eiga undir högg að sækja,“ segir Herdís. Tjáningarfrelsi nái líka yfir upplýsingar sem móðgi, misbjóði og hneyksli Hún segir slíka hatursorðræðu ekki njóta verndar tjáningarfrelsis en mörk þess frelsis í pólitískri umræðu séu hins vegar mjög víð. „Öflug pólitísk umræða er forsenda þess að lýðræðislegt samfélag þrífist og slík umræða nýtur sérstakrar verndar í þágu lýðræðis og þroska hvers einstaklings. Stjórnvöldum ber að tryggja þetta frelsi og eingöngu setja því skorður með lögum sem þjóna lögmætum markmiðum og brýna nauðsyn ber til í lýðræðislegu samfélagi,“ segir Herdís. Hún segir vernd tjáningarfrelsis ekki eingöngu ná til upplýsinga og skoðana sem njóti velþóknunar heldur einnig til þeirra sem móðgi, misbjóði og hneyksli fólk þar sem lýðræðið byggi á víðsýni og umburðarlyndi og því að margvíslegar skoðanir fái að heyrast. „Tjáningarfrelsið snýst ekki eingöngu um rétt fólks til að tjá sig heldur einnig um rétt almennings til að móttaka alls konar skoðanir og upplýsingar,“ segir Herdís. „Fólk verður að geta tjáð sig um pólitísk málefni án ótta við valdhafa og þeir síðarnefndu verða að þola harðvítuga gagnrýni fyrir störf sín. Pólitíkusar eru útsettir fyrir hatrammar árásir, ekki síst á samfélagsmiðlum. Telji þeir vegið að æru sinni verður að skoða ummælin út frá hagsmunum almennings um opna umræðu um pólitík.“ Stjórnmálamenn þurfi að þola harkalega gagnrýni Hún segir varasamt að ásaka fólk um hatursorðræðu og þannig fæla það frá þátttöku í pólitískri umræðu. „Valdhafar geta lent í vandræðum verði þeir uppvísir að eða ásakaðir um hatursorðræðu - en það kann hins vegar að vera erfitt fyrir þá sem eru við völd að saka umbjóðendur eða almenning um hatursorðræðu í sinn garð,“ segir Herdís. Hún rifjar upp að Þorgeir Þorgeirson rithöfundur hafi fyrir nokkrum áratugum hlotið dóm fyrir skrif sín um meint lögregluofbeldi og farið með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Hann hafði fengið dóm fyrir skrif sín um meint lögregluofbeldi þar sem hann kallaði lögreglumenn „óðar skepnur í einkennisbúningum“, rudda og sadista sem væru að fá útrás fyrir afbrigðilegar hneigðir,“ segir Herdís. „Mannréttindadómstóllinn taldi að íslensk stjórnvöld hefðu brotið á rétti rithöfundarins til tjáningar því sakfellingin hefði verið til þess fallin að fæla frá opinni umræðu um mikilvæg mál sem varða almenning. Þannig þurftu venjulegir lögreglumenn sem áttu enga aðkomu að málinu, sem Þorgeir fjallaði um, að sætta sig við gífuryrði um starfsstétt sína sem margir í dag myndu krefjast að væri flokkað undir hatursorðræðu.“ Hún segir að stjórnmálamenn og aðrir þurfi að þola harða gagnrýni á störf sín. „Stjórnmálamenn, embættismenn, aðrir opinberir starfsmenn, stórfyrirtæki og aðrir sem hafa með ákvörðunum sínum áhrif á almannahag, þurfa að þola harkalega gagnrýni um störf sín í þágu opinnar pólitískrar umræðu.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þjóðkirkjan Vinstri græn Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Davíð Þór biðst afsökunar á ummælum um Katrínu Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi sambýliskonu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. 27. maí 2022 09:25 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16
Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01
Davíð Þór biðst afsökunar á ummælum um Katrínu Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi sambýliskonu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. 27. maí 2022 09:25