Í grein hagfræðideildar Landsbankans á vef bankans segir að útflutningsverðmæti stoðanna þriggja á fjórðungnum hafi numið 242,3 milljörðum króna og að það hafi aldrei áður mælst hærra.
Heildarútflutningsverðmæti á fyrsta fjórðungi ársins numu 355,6 milljörðum króna borið saman við 226,7 millljarða króna á sama tímabili í fyrra. Í grein hagfræðideildar segir að mest aukning hafi verið í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju, en sú mikla aukning skýrist af mikilli aukningu í ferðamannafjölda, miklum loðnuveiðum og mikilli hækkun á álverði frá því í fyrra.
Mesta aukningin varð í útflutningsverðmætum ferðaþjónustunnar en þau jukust um 44,3 milljarða króna eða 560 prósent. Ekki þarf hagfræðing til að sjá að svo mikil aukning stafar af áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, sem stóð sem hæst á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs.