„Fjandinn laus þessa nóttina“ Eiður Þór Árnason skrifar 29. maí 2022 07:20 Lögregla þurfti að sinna verkefnum af ýmsum toga í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm „Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina. Að sögn lögreglu var maður handtekinn í Grafarvogi vegna líkamsárásar þar sem hann réðst á nágranna sinn og var vistaður í fangaklefa. Þá hafi framleiðsla fíkniefna verið stöðvuð í Breiðholti og einn einstaklingur handtekinn en sleppt að lokinni skýrslutöku. Annar maður hafi verið handtekinn í Breiðholti vegna hótanna, eignaspjalla og vörslu fíkniefna. Var sá vistaður í fangaklefa. Talsverðar skemmdir vegna eldsvoða Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að maður og kona hafi verið handtekin í Kópavogi vegna líkamsárásar og eignaspjalla og þau bæði vistuð í fangaklefum. Sömuleiðis hafi manni verið vísað út af veitingastað í sama sveitarfélagi eftir að hann hafði verið til vandræða þar innandyra. Eldur kviknaði í fyrirtæki í Laugardal og urðu þar talsverðar skemmdir. Líkt og Vísir greindi frá í gær er um að ræða rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði OSS í Skútuvogi. Að sögn lögreglu var maður í annarlegu ástandi sem var til vandræða handtekinn fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Maðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem farið var yfir málið með honum og í framhaldi var honum sleppt. Afskipti hafi síðan verið höfð af manni í annarlegu ástandi sem hafi dottið á höfuðið á rafmagnshlaupahjóli í Garðabæ. Maðurinn fluttur á slysadeild með sjúkrabíl til aðhlynningar. Hótaði lögreglu Sömuleiðis kemur fram í dagbók lögreglu að maður hafi verið handtekinn í miðbæ Reykjavíkur og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Var árásaþoli fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá hafi annar verið handtekinn sagður hafa angrað gesti í miðbænum. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og vistaður í fangaklefa þar sem hann var ekki í ástandi til að vera úti meðal fólks. Sá þriðji var handtekinn eftir að hafa verið til vandræða niðri í miðbæ. Að sögn lögreglu neitaði maðurinn að gefa upp nafn, reyndi að sparka í lögreglu og hafði í hótunum. Var sá vistaður í fangaklefa. Höfðu afskipti að krökkum með kannabis Lögregla handtók mann í Garðabæ vegna ölvunaraksturs og umferðaróhapps en maðurinn var vistaður í fangaklefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Annar ökumaður hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi þegar hann var stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig segir í dagbók lögreglu að afskipti hafi verið höfð af fimm ungum krökkum sem voru að reykja kannabis. Málið hafi verið afgreitt með foreldrum og barnavernd. Einnig hafi lögregla komið nokkrum borgurum til aðstoðar þar sem voru í svo annarlegu ástandi að þeir voru ósjálfbjarga sökum ölvunar. Alls hafi níu ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum og/eða fíkniefna. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Næturlíf Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira
Að sögn lögreglu var maður handtekinn í Grafarvogi vegna líkamsárásar þar sem hann réðst á nágranna sinn og var vistaður í fangaklefa. Þá hafi framleiðsla fíkniefna verið stöðvuð í Breiðholti og einn einstaklingur handtekinn en sleppt að lokinni skýrslutöku. Annar maður hafi verið handtekinn í Breiðholti vegna hótanna, eignaspjalla og vörslu fíkniefna. Var sá vistaður í fangaklefa. Talsverðar skemmdir vegna eldsvoða Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að maður og kona hafi verið handtekin í Kópavogi vegna líkamsárásar og eignaspjalla og þau bæði vistuð í fangaklefum. Sömuleiðis hafi manni verið vísað út af veitingastað í sama sveitarfélagi eftir að hann hafði verið til vandræða þar innandyra. Eldur kviknaði í fyrirtæki í Laugardal og urðu þar talsverðar skemmdir. Líkt og Vísir greindi frá í gær er um að ræða rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði OSS í Skútuvogi. Að sögn lögreglu var maður í annarlegu ástandi sem var til vandræða handtekinn fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Maðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem farið var yfir málið með honum og í framhaldi var honum sleppt. Afskipti hafi síðan verið höfð af manni í annarlegu ástandi sem hafi dottið á höfuðið á rafmagnshlaupahjóli í Garðabæ. Maðurinn fluttur á slysadeild með sjúkrabíl til aðhlynningar. Hótaði lögreglu Sömuleiðis kemur fram í dagbók lögreglu að maður hafi verið handtekinn í miðbæ Reykjavíkur og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Var árásaþoli fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá hafi annar verið handtekinn sagður hafa angrað gesti í miðbænum. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og vistaður í fangaklefa þar sem hann var ekki í ástandi til að vera úti meðal fólks. Sá þriðji var handtekinn eftir að hafa verið til vandræða niðri í miðbæ. Að sögn lögreglu neitaði maðurinn að gefa upp nafn, reyndi að sparka í lögreglu og hafði í hótunum. Var sá vistaður í fangaklefa. Höfðu afskipti að krökkum með kannabis Lögregla handtók mann í Garðabæ vegna ölvunaraksturs og umferðaróhapps en maðurinn var vistaður í fangaklefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Annar ökumaður hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi þegar hann var stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig segir í dagbók lögreglu að afskipti hafi verið höfð af fimm ungum krökkum sem voru að reykja kannabis. Málið hafi verið afgreitt með foreldrum og barnavernd. Einnig hafi lögregla komið nokkrum borgurum til aðstoðar þar sem voru í svo annarlegu ástandi að þeir voru ósjálfbjarga sökum ölvunar. Alls hafi níu ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum og/eða fíkniefna.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Næturlíf Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira