Sláttur hafinn á Suðurlandi – Álftunum um að kenna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2022 11:16 Álftir skemma og skemma uppskeru bænda. Fuglinn er friðaður. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sláttur er hafinn á bænum Ártúnum á Rangárvöllum á Suðurlandi óvenjulega snemma. Ástæðan kemur ekki til af góðu. „Já, við byrjuðum að slá í gær, slógum þá 4 hektara og höldum kannski áfram í dag. Við byrjum svona af illri nauðsyn því við erum fyrst og fremst að bjarga verðmætum frá álftinni, sem er að éta upp allt okkar gras af bestu túnunum, það er svakalegt hvernig hún rífur grasið í sig,“ segir Halla Bjarnadóttir, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum en hún og maður hennar, Niklas Hyström eru þar með myndarlegt blandað bú, það sem aðal áherslan er mjólkurframleiðsla og kjötframleiðsla. „Við erum að slá vegna þess að þarna var fjölært rýgresi fjölært sem álftin er búin að slá fyrir okkur, þetta er alveg hrikalegt tjón við erum að reyna að minnka skaðann. Þetta er endalaus barátta, þær sækja í bestu túnin og hirða allt af þeim. Þær eru mörg hundruð á túnum allan sólarhringinn en við erum stöðugt að reka þær upp á daginn. Nóttin er þeirra tími, þá hafa þær frið. Landið hjá okkur liggur með fram Rangá og Hólsá og þær sækja mjög í ánna, setjast þar þegar þær eru reknar upp en koma svo strax aftur,“ segir Halla, langþreytt á ástandinu. Fjórir hektarar voru slegnir í Ártúnum í gær og eitthvað svipað líklega í dag.Aðsend Stjórnvöld verða að grípa inn í „Stjórnvöld verða að grípa inn í, það gengur ekki að álftin sé friðuð og hún eyðileggi meira og minna alla uppskeru fyrir bændum. Það þyrfti allavega að fá að skjót að þeim og fæla þær þannig í burtu. Við fáum engar bætur, en á sama tíma eru öll aðföng að hækka og hækka til okkar, þetta er bölvað basl,“ bætir Halla við. Rangárþing ytra Landbúnaður Fuglar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Já, við byrjuðum að slá í gær, slógum þá 4 hektara og höldum kannski áfram í dag. Við byrjum svona af illri nauðsyn því við erum fyrst og fremst að bjarga verðmætum frá álftinni, sem er að éta upp allt okkar gras af bestu túnunum, það er svakalegt hvernig hún rífur grasið í sig,“ segir Halla Bjarnadóttir, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum en hún og maður hennar, Niklas Hyström eru þar með myndarlegt blandað bú, það sem aðal áherslan er mjólkurframleiðsla og kjötframleiðsla. „Við erum að slá vegna þess að þarna var fjölært rýgresi fjölært sem álftin er búin að slá fyrir okkur, þetta er alveg hrikalegt tjón við erum að reyna að minnka skaðann. Þetta er endalaus barátta, þær sækja í bestu túnin og hirða allt af þeim. Þær eru mörg hundruð á túnum allan sólarhringinn en við erum stöðugt að reka þær upp á daginn. Nóttin er þeirra tími, þá hafa þær frið. Landið hjá okkur liggur með fram Rangá og Hólsá og þær sækja mjög í ánna, setjast þar þegar þær eru reknar upp en koma svo strax aftur,“ segir Halla, langþreytt á ástandinu. Fjórir hektarar voru slegnir í Ártúnum í gær og eitthvað svipað líklega í dag.Aðsend Stjórnvöld verða að grípa inn í „Stjórnvöld verða að grípa inn í, það gengur ekki að álftin sé friðuð og hún eyðileggi meira og minna alla uppskeru fyrir bændum. Það þyrfti allavega að fá að skjót að þeim og fæla þær þannig í burtu. Við fáum engar bætur, en á sama tíma eru öll aðföng að hækka og hækka til okkar, þetta er bölvað basl,“ bætir Halla við.
Rangárþing ytra Landbúnaður Fuglar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira