Þetta kemur fram í tilkynningu sem Manchester United sendi frá sér í dag.
Rangnick tók við stjórnartaumunum hjá Manchester United þegar Ole Gunnar Solskjær var látinn taka pokann sinn í nóvember á síðasta ári.
Erik ten Hag var á dögunum ráðinn knattspyrnustjóri Manchester United en ráðgert var að Rangnick myndi færa sig í starf yfirmanns knattspyrnumála eða ráðgjafa hjá félaginu í sumar.
Rangnick, sem nýverið var ráðinn þjálfari austurríska karlalandsliðsins, mun hins vegar ekki halda áfram störfum á Old Trafford.
Manchester United hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýlokinni leiktíð 35 stigum á eftir nágrönnum sínum, Manchester City, sem urðu enskir meistarar.
Liðið mun þar af leiðandi leika í Evrópudeildinni á næsta keppnistímabili