Föst á djamminu Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 30. maí 2022 08:00 Nú er flest ungt fólk búið í lokaprófum og þá fyllist miðbærinn af ungu fólki sem ætlar að fagna sumrinu, undirrituð er ein þeirra. Margir hafa þó rekið sig á það að erfitt getur reynst að fá leigubíl heim. Lögmál framboðs og eftirspurnar virt að vettugi Fyrir helgi ákvað innviðaráðherra að auka fjölda akstursleyfa fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á suðvesturhorninu, það er höfuðborgarsvæðið og Suðurnes. Leyfin á svæðinu verða því 680 talsins. Árið 1995 settu stjórnvöld fyrst þak á fjölda atvinnuleyfa en síðan þá hefur atvinnuleyfum fjölgað um tíu talsins á suðvesturhorninu. Þessi þróun skýtur skökku við þar sem að fólksfjöldi hefur aukist um 41% síðan þá, til viðbótar hefur fjöldi ferðamanna hér á landi aukist töluvert. Því er ljóst að stjórnvöld, sem ákvarða fjölda útgefinna atvinnuleyfa, hafa ekki mætt aukinni eftirspurn. Vegna núverandi stöðu á leigubifreiðamarkaði hefur brotist út öflugur svartur markaður með aksturþjónustu. Fésbókarhópar, með meðlimum sem telja á mörg þúsund, hafa sprottið upp þar sem að einstaklingar bjóða akstur, oft heim úr miðbænum, fyrir greiðslu. Slík staða er ekki æskileg þar sem að ekkert eftirlit er með slíkum vettvöngum og engar kröfur gerðar um öryggi. Auk þess er líklegt að örvæntingafullir miðbæjargestir leiti á rafskúturnar, í von um að komast heim, með tilheyrandi slysahættu. Áminning EFTA Í janúar 2021 hóf Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samningsbrotamál gegn Íslandi með áminningu sem var send íslenskum stjórnvöldum. Áminningin var þess efnis að íslensk stjórnvöld hafa virt reglur EES um staðfestufrelsi á leigubílamarkaðinum að vettugi og brjóta þannig í bága við EES-samninginn Stofnunin taldi að núverandi löggjöf fæli í sér aðgangshindranir sem samræmast ekki skyldum íslenska ríkisins gagnvart EES-rétti. Áminningin ætti ekki að koma íslenskum stjórnvöldum á óvart þar sem að sama stofnun hafði nú þegar gert athugasemdir við leigubifreiðalöggjöf Norðmanna en hún er mjög sambærileg þeirri íslensku. Þar setti ESA fram þrjár athugasemdir: Í fyrsta lagi taldi hún takmörkun á fyrir fram ákveðnum fjölda atvinnuleyfa ólögmæta. Í öðru lagi taldi hún að reglur um úthlutun leyfa ekki vera fyrirsjáanlegar, hlutlausar eða lausar við mismunun og þar af leiðandi ólögmætar. Að lokum setti hún athugasemd við það að leyfishafar væru skyldaðir til að hafa afgreiðslu á leigubílastöðvum. Þessar athugasemdir eiga einnig við um íslensku löggjöfina. Auk ESA hefur Samkeppniseftirlitið ítrekað sett fram athugasemdir og umsagnir vegna frumvarpa um leigubifreiðaakstur. Þá hefur Samkeppniseftirlitið mælst til þess að ákveðin ákvæði núgildandi laga verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að bæta samkeppnisumhverfi á leigubifreiðamarkaði. Skilyrði bílstjóra Einstaklingar sem vilja sækja um atvinnuleyfi til leigubílaaksturs þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði skv. 5.gr. laga um leigubifreiðar. Þar á meðan að umsækandi skal stunda leigubílaakstur sem aðalatvinnu. Þetta ákvæði, ásamt fleirum, er fremur íþyngjandi. Samkvæmt núverandi löggjöf er úthlutun atvinnuleyfa byggð á grundvelli starfsreynslu innan takmörkunarsvæða. Þá er sú akstursreynsla sem að umsækjandi sem hefur aflað sér á öðru takmörkunarsvæði en því sem að hyggst sækjast eftir að aka á metið sem 100 dagar fyrir hvert ár. Auk þess eru umsækjendum sem hafa akstursreynslu annars staðar en á Íslandi reistar verulegar skorður þar sem að sú reynsla er ekki tekin til greina við umsóknarferlið. Jafnræði er þar af leiðandi ekki fylgt. Fyrrgreind skilyrði eru meðal þeirra takmarkana sem að leigubifreiðamarkaðurinn stendur frami fyrir. Erlendis hafa farveituþjónustur á borð við Uber og Lyft rutt sér rúms og notið gríðarlegra vinsælda. Þar eru aðgangshindranirnar ekki eins íþyngjandi og hér á landi. Jafnframt hefur íslenska fyrirtækið Parka sýnt áhuga á að veita sambærilega þjónustu hér á landi, líkt og Uber og Lyft, en miðað við núverandi löggjöf er slík starfsemi óheimil. Má ég komast heim af djamminu? Brýnt er að liðka fyrir núverandi löggjöf um leigubifreiðaakstur með það að leiðarljósti að skapa heilbrigðari samkeppnismarkaði um leigubifreiðaakstur. Með aukinni samkeppni verður þjónusta betri, farþegum til bóta. Þá loks getur lögmál framboðs og eftirspurnar tekið gildi á markaðinum og ég kemst skjótt heim af djamminu. Höfundur er háskólanemi sem finnst gaman að djamma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Næturlíf Leigubílar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Nú er flest ungt fólk búið í lokaprófum og þá fyllist miðbærinn af ungu fólki sem ætlar að fagna sumrinu, undirrituð er ein þeirra. Margir hafa þó rekið sig á það að erfitt getur reynst að fá leigubíl heim. Lögmál framboðs og eftirspurnar virt að vettugi Fyrir helgi ákvað innviðaráðherra að auka fjölda akstursleyfa fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á suðvesturhorninu, það er höfuðborgarsvæðið og Suðurnes. Leyfin á svæðinu verða því 680 talsins. Árið 1995 settu stjórnvöld fyrst þak á fjölda atvinnuleyfa en síðan þá hefur atvinnuleyfum fjölgað um tíu talsins á suðvesturhorninu. Þessi þróun skýtur skökku við þar sem að fólksfjöldi hefur aukist um 41% síðan þá, til viðbótar hefur fjöldi ferðamanna hér á landi aukist töluvert. Því er ljóst að stjórnvöld, sem ákvarða fjölda útgefinna atvinnuleyfa, hafa ekki mætt aukinni eftirspurn. Vegna núverandi stöðu á leigubifreiðamarkaði hefur brotist út öflugur svartur markaður með aksturþjónustu. Fésbókarhópar, með meðlimum sem telja á mörg þúsund, hafa sprottið upp þar sem að einstaklingar bjóða akstur, oft heim úr miðbænum, fyrir greiðslu. Slík staða er ekki æskileg þar sem að ekkert eftirlit er með slíkum vettvöngum og engar kröfur gerðar um öryggi. Auk þess er líklegt að örvæntingafullir miðbæjargestir leiti á rafskúturnar, í von um að komast heim, með tilheyrandi slysahættu. Áminning EFTA Í janúar 2021 hóf Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samningsbrotamál gegn Íslandi með áminningu sem var send íslenskum stjórnvöldum. Áminningin var þess efnis að íslensk stjórnvöld hafa virt reglur EES um staðfestufrelsi á leigubílamarkaðinum að vettugi og brjóta þannig í bága við EES-samninginn Stofnunin taldi að núverandi löggjöf fæli í sér aðgangshindranir sem samræmast ekki skyldum íslenska ríkisins gagnvart EES-rétti. Áminningin ætti ekki að koma íslenskum stjórnvöldum á óvart þar sem að sama stofnun hafði nú þegar gert athugasemdir við leigubifreiðalöggjöf Norðmanna en hún er mjög sambærileg þeirri íslensku. Þar setti ESA fram þrjár athugasemdir: Í fyrsta lagi taldi hún takmörkun á fyrir fram ákveðnum fjölda atvinnuleyfa ólögmæta. Í öðru lagi taldi hún að reglur um úthlutun leyfa ekki vera fyrirsjáanlegar, hlutlausar eða lausar við mismunun og þar af leiðandi ólögmætar. Að lokum setti hún athugasemd við það að leyfishafar væru skyldaðir til að hafa afgreiðslu á leigubílastöðvum. Þessar athugasemdir eiga einnig við um íslensku löggjöfina. Auk ESA hefur Samkeppniseftirlitið ítrekað sett fram athugasemdir og umsagnir vegna frumvarpa um leigubifreiðaakstur. Þá hefur Samkeppniseftirlitið mælst til þess að ákveðin ákvæði núgildandi laga verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að bæta samkeppnisumhverfi á leigubifreiðamarkaði. Skilyrði bílstjóra Einstaklingar sem vilja sækja um atvinnuleyfi til leigubílaaksturs þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði skv. 5.gr. laga um leigubifreiðar. Þar á meðan að umsækandi skal stunda leigubílaakstur sem aðalatvinnu. Þetta ákvæði, ásamt fleirum, er fremur íþyngjandi. Samkvæmt núverandi löggjöf er úthlutun atvinnuleyfa byggð á grundvelli starfsreynslu innan takmörkunarsvæða. Þá er sú akstursreynsla sem að umsækjandi sem hefur aflað sér á öðru takmörkunarsvæði en því sem að hyggst sækjast eftir að aka á metið sem 100 dagar fyrir hvert ár. Auk þess eru umsækjendum sem hafa akstursreynslu annars staðar en á Íslandi reistar verulegar skorður þar sem að sú reynsla er ekki tekin til greina við umsóknarferlið. Jafnræði er þar af leiðandi ekki fylgt. Fyrrgreind skilyrði eru meðal þeirra takmarkana sem að leigubifreiðamarkaðurinn stendur frami fyrir. Erlendis hafa farveituþjónustur á borð við Uber og Lyft rutt sér rúms og notið gríðarlegra vinsælda. Þar eru aðgangshindranirnar ekki eins íþyngjandi og hér á landi. Jafnframt hefur íslenska fyrirtækið Parka sýnt áhuga á að veita sambærilega þjónustu hér á landi, líkt og Uber og Lyft, en miðað við núverandi löggjöf er slík starfsemi óheimil. Má ég komast heim af djamminu? Brýnt er að liðka fyrir núverandi löggjöf um leigubifreiðaakstur með það að leiðarljósti að skapa heilbrigðari samkeppnismarkaði um leigubifreiðaakstur. Með aukinni samkeppni verður þjónusta betri, farþegum til bóta. Þá loks getur lögmál framboðs og eftirspurnar tekið gildi á markaðinum og ég kemst skjótt heim af djamminu. Höfundur er háskólanemi sem finnst gaman að djamma.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar