Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2022 23:23 Jóhann Haukur Sigurðsson, gröfumaður hjá Borgarverki, tók fyrstu skóflustunguna í Teigsskógi í dag. Arnar Halldórsson Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint úr Þorskafirði og rætt við sveitarstjóra Reykhólahrepps og gröfustjóra Borgarverks, sem tók fyrstu skóflustunguna. Sjá mátti hvar búið er að ryðja skóginn á um áttatíu metra breiðu belti þar sem vegstæðið verður og hvar grafan hóf moksturinn í dag. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, á framkvæmdasvæðinu í Þorskafirði í dag.Arnar Halldórsson „Fyrir nokkrum árum síðan var þetta draumur einn. Það er bara þannig. Þetta er náttúrlega búið að velkjast í kerfinu í mörg, mörg ár. En nú eru allir hlutir að gerast,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. En hvernig tilfinning var það að hefja þetta umdeilda verk, vegagerð um Teigsskóg? „Er þetta ekki bara þróun í vegamálum? Góð þróun. Að fá loksins færan veg hérna vesturúr,“ sagði Jóhann Haukur Sigurðsson gröfumaður. Fyrsta skóflustunga að nýjum kafla Vestfjarðavegar um Teigsskóg var tekin í dag.KMU En hafa heimamenn áhyggjur af því raski sem þarna verður á náttúrunni? „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af raski á náttúrunni. En það verður að vera jafnvægi milli manna og náttúru. Og við reyndum að finna bestu niðurstöðuna hvað það varðar,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. „Það verður að passa hverja þúfu og að allur staðargróður endurheimtist. Að hann komist í vegfláana og að þetta líti út fyrir að vera bara vegur á yfirborðinu,“ sagði Jóhann Haukur. Hér sést vel hvernig búið er ryðja kjarrið úr vegstæðinu. Gamli vegslóðinn að eyðibýlinu Gröf til vinstri.Arnar Halldórsson „Þetta hefur gífurlegar breytingar í för með sér. Við erum að sjá til dæmis alla þessa atvinnuuppbyggingu fyrir vestan, á suðurfjörðunum, og allan flutninginn með verðmæti, sem fer hérna í gegnum sveitarfélagið hjá okkur. Þetta er þvílík breyting þar. Nú, hér búa íbúar, í sveitarfélaginu hjá okkur, það nær alveg að Skálanesi. Breytingin hjá því fólki er ekki lítil. Og inni í Gufudal og Djúpadal jafnvel. Þetta styttir allar leiðir inn á Reykhóla þar sem þetta fólk sækir þjónustu. Og jafnvel annað, til Reykjavíkur líka,“ segir sveitarstjórinn. Ítarlegri umfjöllun má sjá í frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. 29. maí 2022 07:54 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint úr Þorskafirði og rætt við sveitarstjóra Reykhólahrepps og gröfustjóra Borgarverks, sem tók fyrstu skóflustunguna. Sjá mátti hvar búið er að ryðja skóginn á um áttatíu metra breiðu belti þar sem vegstæðið verður og hvar grafan hóf moksturinn í dag. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, á framkvæmdasvæðinu í Þorskafirði í dag.Arnar Halldórsson „Fyrir nokkrum árum síðan var þetta draumur einn. Það er bara þannig. Þetta er náttúrlega búið að velkjast í kerfinu í mörg, mörg ár. En nú eru allir hlutir að gerast,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. En hvernig tilfinning var það að hefja þetta umdeilda verk, vegagerð um Teigsskóg? „Er þetta ekki bara þróun í vegamálum? Góð þróun. Að fá loksins færan veg hérna vesturúr,“ sagði Jóhann Haukur Sigurðsson gröfumaður. Fyrsta skóflustunga að nýjum kafla Vestfjarðavegar um Teigsskóg var tekin í dag.KMU En hafa heimamenn áhyggjur af því raski sem þarna verður á náttúrunni? „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af raski á náttúrunni. En það verður að vera jafnvægi milli manna og náttúru. Og við reyndum að finna bestu niðurstöðuna hvað það varðar,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. „Það verður að passa hverja þúfu og að allur staðargróður endurheimtist. Að hann komist í vegfláana og að þetta líti út fyrir að vera bara vegur á yfirborðinu,“ sagði Jóhann Haukur. Hér sést vel hvernig búið er ryðja kjarrið úr vegstæðinu. Gamli vegslóðinn að eyðibýlinu Gröf til vinstri.Arnar Halldórsson „Þetta hefur gífurlegar breytingar í för með sér. Við erum að sjá til dæmis alla þessa atvinnuuppbyggingu fyrir vestan, á suðurfjörðunum, og allan flutninginn með verðmæti, sem fer hérna í gegnum sveitarfélagið hjá okkur. Þetta er þvílík breyting þar. Nú, hér búa íbúar, í sveitarfélaginu hjá okkur, það nær alveg að Skálanesi. Breytingin hjá því fólki er ekki lítil. Og inni í Gufudal og Djúpadal jafnvel. Þetta styttir allar leiðir inn á Reykhóla þar sem þetta fólk sækir þjónustu. Og jafnvel annað, til Reykjavíkur líka,“ segir sveitarstjórinn. Ítarlegri umfjöllun má sjá í frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. 29. maí 2022 07:54 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. 29. maí 2022 07:54
Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00
Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14