Nei eða já: „Ég var andvaka yfir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2022 11:01 Stephen Curry er kominn með Golden State Warriors í úrslit NBA-deildarinnar. Getty Stærsta fullyrðingin sem sett var fram í liðnum skemmtilega „Nei eða já“, í körfuboltaþættinum Lögmál leiksins í gærkvöld, var sú að Steph Curry væri búinn að eiga betri feril en Kevin Durant. „Þið voruð andvaka yfir leiknum [oddaleik Boston og Miami], ég var andvaka yfir þessu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um fyrstu fullyrðinguna. Niðurstaða hans var þó sú að Curry, sem kominn er í úrslit NBA-deildarinnar með Golden State Warriors, væri búinn að afreka meira en Durant. „Mér finnst þetta mjög erfitt. Báðir hafa átt stórkostlega ferla. En ég er alltaf að predika að maður eigi að vera „vinningsmiðaður“. Því meira sem þú vinnur því meiri virðingu áttu skilið, hvort sem það er að vera alltaf með frábær lið á „regular season“ eða vinna titla, og Steph Curry gerir bæði, alltaf,“ sagði Sigurður en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson voru honum sammála: „Ég er sammála og það er akkúrat þetta ár [sem kemur Curry yfir]. Seinni hluti ferilsins hjá Steph Curry er að þróast í svo mikið jákvæðari átt en hjá Kevin Durant. Ef að þær eru réttar þessar fréttir frá Brooklyn um að hann sé að reyna að losa sig í burtu og hafi ekki heyrt í Sean Marks síðan í síðasta mánuði þá er það rosalega alvarlegt – ef hann ætlar að fara að losa sig í burtu enn og aftur. Þá er hann búinn að eiga rosaleg gloppóttan feril sem mun ekkert koma rosalega vel út í sögunni. Hann endar klárlega í topp 20 allra tíma, eða mögulega topp 15, en ég held að Steph Curry eigi séns á að enda ofar og hvað þá ef hann klárar þennan titil í ár,“ sagði Hörður. Afrekaði það að breyta leiknum Tómas benti svo á hvernig Curry hefði í rauninni breytt íþróttinni: „Hann er líka með það „legacy“ að hafa nánast breytt leiknum upp á eigin spýtur. Þetta þriggja stiga dæmi sem kom í kjölfar hans,“ sagði Tómas. „Það er skemmtilegt við þetta að Steph Curry breytti leiknum í „þriggja stiga leik“ en Kevin Durant, ásamt kannski tveimur öðrum, er sá sem hefur haldið virði „miðfærisins“ lifandi í þriggja stiga byltingunni,“ sagði Sigurður. Fleiri mál voru á dagskrá eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan og voru þessar fullyrðingar einnig ræddar: Deandre Ayton verður leikmaður Phoenix Suns á næsta tímabili Demar Derozan mun eiga svipað gott tímabil aftur Tim Connelly til Úlfanna mun skipta máli fyrir Wolves og Nuggets NBA Körfubolti Lögmál leiksins Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
„Þið voruð andvaka yfir leiknum [oddaleik Boston og Miami], ég var andvaka yfir þessu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um fyrstu fullyrðinguna. Niðurstaða hans var þó sú að Curry, sem kominn er í úrslit NBA-deildarinnar með Golden State Warriors, væri búinn að afreka meira en Durant. „Mér finnst þetta mjög erfitt. Báðir hafa átt stórkostlega ferla. En ég er alltaf að predika að maður eigi að vera „vinningsmiðaður“. Því meira sem þú vinnur því meiri virðingu áttu skilið, hvort sem það er að vera alltaf með frábær lið á „regular season“ eða vinna titla, og Steph Curry gerir bæði, alltaf,“ sagði Sigurður en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson voru honum sammála: „Ég er sammála og það er akkúrat þetta ár [sem kemur Curry yfir]. Seinni hluti ferilsins hjá Steph Curry er að þróast í svo mikið jákvæðari átt en hjá Kevin Durant. Ef að þær eru réttar þessar fréttir frá Brooklyn um að hann sé að reyna að losa sig í burtu og hafi ekki heyrt í Sean Marks síðan í síðasta mánuði þá er það rosalega alvarlegt – ef hann ætlar að fara að losa sig í burtu enn og aftur. Þá er hann búinn að eiga rosaleg gloppóttan feril sem mun ekkert koma rosalega vel út í sögunni. Hann endar klárlega í topp 20 allra tíma, eða mögulega topp 15, en ég held að Steph Curry eigi séns á að enda ofar og hvað þá ef hann klárar þennan titil í ár,“ sagði Hörður. Afrekaði það að breyta leiknum Tómas benti svo á hvernig Curry hefði í rauninni breytt íþróttinni: „Hann er líka með það „legacy“ að hafa nánast breytt leiknum upp á eigin spýtur. Þetta þriggja stiga dæmi sem kom í kjölfar hans,“ sagði Tómas. „Það er skemmtilegt við þetta að Steph Curry breytti leiknum í „þriggja stiga leik“ en Kevin Durant, ásamt kannski tveimur öðrum, er sá sem hefur haldið virði „miðfærisins“ lifandi í þriggja stiga byltingunni,“ sagði Sigurður. Fleiri mál voru á dagskrá eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan og voru þessar fullyrðingar einnig ræddar: Deandre Ayton verður leikmaður Phoenix Suns á næsta tímabili Demar Derozan mun eiga svipað gott tímabil aftur Tim Connelly til Úlfanna mun skipta máli fyrir Wolves og Nuggets
NBA Körfubolti Lögmál leiksins Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira