Óskar Hrafn um Ísak Snæ: „Þurfti að leysa þessa orku, kraft og styrk úr læðingi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 08:01 Ísak Snær hefur staðið upp úr í frábæru liði Breiðabliks á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét „Það er erfitt að segja. Ég var ekki til staðar upp á Skaga en ég held í fyrsta lagi hafi hann ákveðið að nú væri kominn tími til að gera allt sem í hans valdi stæði til að vera í eins góðu formi og kostur er,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um Ísak Snæ Þorvaldsson, markahæsta mann liðsins. Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við Óskar Hrafn um frábæra byrjun liðsins en félagið hefur unnið alla átta leiki sína í Bestu deildinni sem og 6-2 stórsigur á Val í Mjólkurbikarnum. Þá var þjálfari Blika spurður út í frammistöðu Ísaks Snæs í sumar en hann er kominn með 11 mörk í leikjunum níu til þessa. Þá lagði hann upp sigurmark liðsins í 1-0 útisigrinum á KR. „Það er alveg ljóst að hann (Ísak Snær) er líkamlega rosalega öflugur og það þurfti að leysa þessa orku, kraft og styrk úr læðingi. Það er hins vegar ekki gert nema hann sé í toppformi og ég held að hann hafi verið meðvitaður um það. Það kostar vinnu, það kostar fórnir og það þarf ákveðið hugarfar til að ná því fram.“ „Það hafa verið erfiðleikar, þetta hefur ekki verið beinn og breiður vegur fyrir hann í vetur. Hann var upp og niður, sveiflaðist í þyngd og þurfti virkilega að hafa fyrir hlutunum og hann er frábær fyrirmynd að því leytinu til. Hann setur hausinn undir sig, leggur sig fram, efast aldrei og æfir rosalega vel.“ Ísak Snær fagnar einu af 11 mörkum sínum í sumar. Gísli Eyjólfsson er í raun glaðari en Ísak Snær.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn telur Ísak Snæ eiga enn meira inni „Þegar þú ert að létta þig þá taka hlutir tíma, gerist ekkert yfir eina nóttu. Finnst hann eiga inni að vera fljótari að jafna sig milli leikja, geta haldið lengur út og þar fram eftir götunum. Held það sé mikilvægt fyrir hann – og sama á við um liðið – að vera meðvitaður um að það þýðir ekki núna að leggjast á bakið og baða sig í árangri þessa hluta tímabils sem er að líða núna heldur að halda áfram og reyna að verða betri.“ Ísak Snær hefur blómstrað hjá Blikum þar sem hann spilar mun framar á vellinum en hann hefur gert áður, allavega hér á landi. „Hann bara er með ákveðna eiginleika sem hentuðu okkur þarna í þessari stöðu. Það er ljóst að hann er gríðarlega öflugur í loftinu, hann er fljótur, líkamlega sterkur og það er erfitt að ná boltanum af honum. Svo er hann bara með góðar hreyfingar inn í teig, hann er grimmur og gráðugur. Fínn að klára færi með bæði hægri og vinstri og góður skallamaður. Hann hefur marga eiginleika sem góður sóknarmaður þarf að hafa.“ Ísak Snær í baráttunni við Kennie Chopart og Finn Tómas Pálmason í 1-0 útisigri Breiðabliks á Meistaravöllum.Vísir/Vilhelm „Ég skil alveg að flestum finnst að hvert einasta lið þurfi að hafa eina góða 9u en hann er ekki þannig. Hann hefur fleiri vopn í vopnabúrinu. Dugnaður hans er jafn mikilvægur fyrir okkur og mörkin hans, styrkleikar hans í föstum leikatriðum varnarlega eru jafn mikilvægir og mörkin hans.“ „Svo bara karakterinn, fórnfýsin og harkan. Það sem hann kemur með að borðinu er frábært og býr hann að því að vera í liði sem hefur tengst vel, hefur náð góðum takti og fær ljómandi góða þjónustu, hefur einhvern veginn fallið mjög fallega.“ Hefur alltaf áhyggjur, af öllu „Ég hef alltaf áhyggjur, af öllu. Hef áhyggjur af því að missa Ísak Snæ og að missa fleiri leikmenn. Auðvitað er það þannig að maður vill að þessir strákar taki skrefið. Miðað við hvað hann getur komið með að borðinu er það vissulega möguleiki sem er fyrir hendi.“ „Ég hef áhyggjur af því en á sama tíma þurfum við samt að lifa með því að við viljum að leikmenn okkar taki næsta skref. Í hinum fullkomna heimi þá hentar það leikmanninum og liðinu en það er ekki alltaf þannig. Ef það kemur tilboð sem félagið þarf að taka afstöðu til og leikmaðurinn þá þurfa menn að skoða það.“ „Ég hef áhyggjur af því eins og svo mörgu öðru við þetta lið okkar, það er eins og það er.“ Blikar hafa haft nægu að fagna í sumar.Vísir/Hulda Margrét Þarf Breiðablik að sækja nýja leikmenn ef það gengur svona vel? „Ég veit það ekki. Hef sagt áður að leikmannahópur sé hreyfanlegt afl og maður þurfi á hverjum tímapunkti í raun og veru að hafa áhyggjur að hópurinn sé nægilega sterkur. Ekki bara í dag heldur á morgun, eftir hálft ár, eftir ár og hvað er að koma upp. Hvernig getum við dregið þá ungu menn nær þessu liði?“ „Svo þurfum við að horfa í kringum okkur, stundum eru menn lausir á þessum tíma og stundum lausir á hinum tímanum. Við getum ekki bara lagst á magann og haldið að við séum góðir næstu þrjú árin því við erum svo frábærir, ég held það virki ekki þannig. Ef rétti maðurinn býðst og við þurfum að taka hann í júlíglugganum, við teljum að það sé leikmaður sem styrki liðið og falli að því sem við erum að gera þá munum við pottþétt skoða það mjög alvarlega.“ „Ég held það sé alveg ljóst, eins og allir, við tökum ekki leikmenn bara til að taka leikmenn. Ef hann styrkir liðið og passar inn þá munum við að sjálfsögðu skoða það.“ Klippa: Óskar Hrafn ræðir hvað gerir Ísak Snæ og leikmannahóp Breiðabliks Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við Óskar Hrafn um frábæra byrjun liðsins en félagið hefur unnið alla átta leiki sína í Bestu deildinni sem og 6-2 stórsigur á Val í Mjólkurbikarnum. Þá var þjálfari Blika spurður út í frammistöðu Ísaks Snæs í sumar en hann er kominn með 11 mörk í leikjunum níu til þessa. Þá lagði hann upp sigurmark liðsins í 1-0 útisigrinum á KR. „Það er alveg ljóst að hann (Ísak Snær) er líkamlega rosalega öflugur og það þurfti að leysa þessa orku, kraft og styrk úr læðingi. Það er hins vegar ekki gert nema hann sé í toppformi og ég held að hann hafi verið meðvitaður um það. Það kostar vinnu, það kostar fórnir og það þarf ákveðið hugarfar til að ná því fram.“ „Það hafa verið erfiðleikar, þetta hefur ekki verið beinn og breiður vegur fyrir hann í vetur. Hann var upp og niður, sveiflaðist í þyngd og þurfti virkilega að hafa fyrir hlutunum og hann er frábær fyrirmynd að því leytinu til. Hann setur hausinn undir sig, leggur sig fram, efast aldrei og æfir rosalega vel.“ Ísak Snær fagnar einu af 11 mörkum sínum í sumar. Gísli Eyjólfsson er í raun glaðari en Ísak Snær.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn telur Ísak Snæ eiga enn meira inni „Þegar þú ert að létta þig þá taka hlutir tíma, gerist ekkert yfir eina nóttu. Finnst hann eiga inni að vera fljótari að jafna sig milli leikja, geta haldið lengur út og þar fram eftir götunum. Held það sé mikilvægt fyrir hann – og sama á við um liðið – að vera meðvitaður um að það þýðir ekki núna að leggjast á bakið og baða sig í árangri þessa hluta tímabils sem er að líða núna heldur að halda áfram og reyna að verða betri.“ Ísak Snær hefur blómstrað hjá Blikum þar sem hann spilar mun framar á vellinum en hann hefur gert áður, allavega hér á landi. „Hann bara er með ákveðna eiginleika sem hentuðu okkur þarna í þessari stöðu. Það er ljóst að hann er gríðarlega öflugur í loftinu, hann er fljótur, líkamlega sterkur og það er erfitt að ná boltanum af honum. Svo er hann bara með góðar hreyfingar inn í teig, hann er grimmur og gráðugur. Fínn að klára færi með bæði hægri og vinstri og góður skallamaður. Hann hefur marga eiginleika sem góður sóknarmaður þarf að hafa.“ Ísak Snær í baráttunni við Kennie Chopart og Finn Tómas Pálmason í 1-0 útisigri Breiðabliks á Meistaravöllum.Vísir/Vilhelm „Ég skil alveg að flestum finnst að hvert einasta lið þurfi að hafa eina góða 9u en hann er ekki þannig. Hann hefur fleiri vopn í vopnabúrinu. Dugnaður hans er jafn mikilvægur fyrir okkur og mörkin hans, styrkleikar hans í föstum leikatriðum varnarlega eru jafn mikilvægir og mörkin hans.“ „Svo bara karakterinn, fórnfýsin og harkan. Það sem hann kemur með að borðinu er frábært og býr hann að því að vera í liði sem hefur tengst vel, hefur náð góðum takti og fær ljómandi góða þjónustu, hefur einhvern veginn fallið mjög fallega.“ Hefur alltaf áhyggjur, af öllu „Ég hef alltaf áhyggjur, af öllu. Hef áhyggjur af því að missa Ísak Snæ og að missa fleiri leikmenn. Auðvitað er það þannig að maður vill að þessir strákar taki skrefið. Miðað við hvað hann getur komið með að borðinu er það vissulega möguleiki sem er fyrir hendi.“ „Ég hef áhyggjur af því en á sama tíma þurfum við samt að lifa með því að við viljum að leikmenn okkar taki næsta skref. Í hinum fullkomna heimi þá hentar það leikmanninum og liðinu en það er ekki alltaf þannig. Ef það kemur tilboð sem félagið þarf að taka afstöðu til og leikmaðurinn þá þurfa menn að skoða það.“ „Ég hef áhyggjur af því eins og svo mörgu öðru við þetta lið okkar, það er eins og það er.“ Blikar hafa haft nægu að fagna í sumar.Vísir/Hulda Margrét Þarf Breiðablik að sækja nýja leikmenn ef það gengur svona vel? „Ég veit það ekki. Hef sagt áður að leikmannahópur sé hreyfanlegt afl og maður þurfi á hverjum tímapunkti í raun og veru að hafa áhyggjur að hópurinn sé nægilega sterkur. Ekki bara í dag heldur á morgun, eftir hálft ár, eftir ár og hvað er að koma upp. Hvernig getum við dregið þá ungu menn nær þessu liði?“ „Svo þurfum við að horfa í kringum okkur, stundum eru menn lausir á þessum tíma og stundum lausir á hinum tímanum. Við getum ekki bara lagst á magann og haldið að við séum góðir næstu þrjú árin því við erum svo frábærir, ég held það virki ekki þannig. Ef rétti maðurinn býðst og við þurfum að taka hann í júlíglugganum, við teljum að það sé leikmaður sem styrki liðið og falli að því sem við erum að gera þá munum við pottþétt skoða það mjög alvarlega.“ „Ég held það sé alveg ljóst, eins og allir, við tökum ekki leikmenn bara til að taka leikmenn. Ef hann styrkir liðið og passar inn þá munum við að sjálfsögðu skoða það.“ Klippa: Óskar Hrafn ræðir hvað gerir Ísak Snæ og leikmannahóp Breiðabliks Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira