„Í dag er hugur minn bara við þetta starf“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 08:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Vilhelm „Ég held það sé rosalega auðvelt að standa hérna og segja nei þegar manni hefur ekki verið boðið eitt né neitt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks um orðróma þess efnis að hann væri að taka við danska úrvalsdeildarliðinu AGF. Óskar Hrafn ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason á dögunum og fór yfir víðan völl. Þar var hann spurður út í áhuga AGF en sonur hans spilar með FC Kaupmannahöfn þar í landi á meðan dóttir hans er hinum megin við brúnna í Svíþjóð hjá Kristianstad. „Auðvitað er það þannig að maður er með metnað, maður vill reyna ná eins langt og kostur er en í dag er hugur minn bara við þetta starf,“ bætti Óskar Hrafn við. „Það er meira en nóg að hafa áhyggjur hér en vera ekki að líka hafa áhyggjur af einhverju annarsstaðar í útlöndum. Við erum að prédika núvitund og vera augnablikinu, þannig ég verð bara hér og einbeiti mér að því,“ sagði þjálfari toppliðs Bestu deildarinnar og glotti við tönn. Ekkert veriður leikið næstu tvær vikur í Bestu deildinni þar sem landsleikjahlé er nú í gangi. „Ég held það sé hættulegt að kalla þetta frí, við verðum að kalla þetta hlé á Íslandsmótinu. Við munum æfa út þessa viku og gefa frí frá föstudegi til mánudags og svo komum við aftur á þriðjudaginn og gírum okkur þá upp í leik á móti Val.“ „Mér sýnist menn orðnir þreyttir andlega og líkamlega, það er því fínt að loka þessari viku og senda menn svo í smá frí en þeir verða að passa upp á sig því menn eru fljótir að detta niður. Þurfum að reyna finna þetta jafnvægi milli þess að æfa og verða betri og svo líka halda mönnum ferskum því það þýðir ekki bara að berja þá áfram. Þá endar þú út í skurði,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að endingu. Klippa: Óskar Hrafn um mögulegt starf í Danmörku Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Segir byrjun Breiðabliks vera framar öllum vonum „Nei, ég gerði það ekki. Ég skal vera fyrsti maður til að viðurkenna það. Þessi byrjun er stigalega og úrslitalega séð framar öllum vonum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta, um ótrúlega byrjun liðsins sem hefur unnið alla sína leiki í sumar. 31. maí 2022 10:01 Óskar Hrafn um Ísak Snæ: „Þurfti að leysa þessa orku, kraft og styrk úr læðingi“ „Það er erfitt að segja. Ég var ekki til staðar upp á Skaga en ég held í fyrsta lagi hafi hann ákveðið að nú væri kominn tími til að gera allt sem í hans valdi stæði til að vera í eins góðu formi og kostur er,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um Ísak Snæ Þorvaldsson, markahæsta mann liðsins. 1. júní 2022 08:01 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
Óskar Hrafn ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason á dögunum og fór yfir víðan völl. Þar var hann spurður út í áhuga AGF en sonur hans spilar með FC Kaupmannahöfn þar í landi á meðan dóttir hans er hinum megin við brúnna í Svíþjóð hjá Kristianstad. „Auðvitað er það þannig að maður er með metnað, maður vill reyna ná eins langt og kostur er en í dag er hugur minn bara við þetta starf,“ bætti Óskar Hrafn við. „Það er meira en nóg að hafa áhyggjur hér en vera ekki að líka hafa áhyggjur af einhverju annarsstaðar í útlöndum. Við erum að prédika núvitund og vera augnablikinu, þannig ég verð bara hér og einbeiti mér að því,“ sagði þjálfari toppliðs Bestu deildarinnar og glotti við tönn. Ekkert veriður leikið næstu tvær vikur í Bestu deildinni þar sem landsleikjahlé er nú í gangi. „Ég held það sé hættulegt að kalla þetta frí, við verðum að kalla þetta hlé á Íslandsmótinu. Við munum æfa út þessa viku og gefa frí frá föstudegi til mánudags og svo komum við aftur á þriðjudaginn og gírum okkur þá upp í leik á móti Val.“ „Mér sýnist menn orðnir þreyttir andlega og líkamlega, það er því fínt að loka þessari viku og senda menn svo í smá frí en þeir verða að passa upp á sig því menn eru fljótir að detta niður. Þurfum að reyna finna þetta jafnvægi milli þess að æfa og verða betri og svo líka halda mönnum ferskum því það þýðir ekki bara að berja þá áfram. Þá endar þú út í skurði,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að endingu. Klippa: Óskar Hrafn um mögulegt starf í Danmörku Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Segir byrjun Breiðabliks vera framar öllum vonum „Nei, ég gerði það ekki. Ég skal vera fyrsti maður til að viðurkenna það. Þessi byrjun er stigalega og úrslitalega séð framar öllum vonum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta, um ótrúlega byrjun liðsins sem hefur unnið alla sína leiki í sumar. 31. maí 2022 10:01 Óskar Hrafn um Ísak Snæ: „Þurfti að leysa þessa orku, kraft og styrk úr læðingi“ „Það er erfitt að segja. Ég var ekki til staðar upp á Skaga en ég held í fyrsta lagi hafi hann ákveðið að nú væri kominn tími til að gera allt sem í hans valdi stæði til að vera í eins góðu formi og kostur er,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um Ísak Snæ Þorvaldsson, markahæsta mann liðsins. 1. júní 2022 08:01 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
Segir byrjun Breiðabliks vera framar öllum vonum „Nei, ég gerði það ekki. Ég skal vera fyrsti maður til að viðurkenna það. Þessi byrjun er stigalega og úrslitalega séð framar öllum vonum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta, um ótrúlega byrjun liðsins sem hefur unnið alla sína leiki í sumar. 31. maí 2022 10:01
Óskar Hrafn um Ísak Snæ: „Þurfti að leysa þessa orku, kraft og styrk úr læðingi“ „Það er erfitt að segja. Ég var ekki til staðar upp á Skaga en ég held í fyrsta lagi hafi hann ákveðið að nú væri kominn tími til að gera allt sem í hans valdi stæði til að vera í eins góðu formi og kostur er,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um Ísak Snæ Þorvaldsson, markahæsta mann liðsins. 1. júní 2022 08:01