Þú ert númer eitt í röðinni Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 1. júní 2022 14:00 Þegar rætt er um geðheilbrigðisþjónustu koma biðlistar fyrst upp í hugann. Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðalbiðtími í heilsugæslu eftir sálfræðiþjónustu 16,4 vikur fyrir börn og 23,4 vikur hjá fullorðnum. Biðtími er frá einu ári til þriggja í öll teymi LSH sem sérhæfa sig í geðröskunum. Ég hvet áhugasama um þessi mál að lesa skýrsluna sem í raun segir að biðlistar og skortur á samhæfingu og samfellu í þjónustu sé meginvandi þessa kerfis. Margir hafa bent á að við þurfum nýja hugsun og aðferðir þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu, sérstaklega við börn og ungmenni þar sem áhersla á snemmtæka íhlutun ætti að vera forgangsmál. En er hægt að reka geðheilbrigðisþjónustu án biðlista? Bergið headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ókeypis ráðgjöf og stuðning án skilyrða. Ráðgjöf Bergsins er veitt af fagaðilum með mikla þekkingu og reynslu úr klínísku starfi. Við hittum um og yfir 50 ungmenni í hverri viku og fer þeim hratt fjölgandi. Samtals hafa um 1.050 ungmenni sótt um þjónustu hjá okkur, þar af 230 á þessu ári. Hjá Berginu er meðalbiðtími eftir fyrsta viðtali frá umsókn um 8 dagar og enginn biðlisti. Ef erindið er brýnt fæst nær alltaf viðtal fyrr. Hvernig má það vera gæti einhver spurt? Þarf ekki að takmarka og búa til reglur og kassa til að veita svona þjónustu? Stutta svarið er nei. Við leggjum upp úr því að geta tekið á móti öllum. Fagfólk Bergsins headspace hlustar fyrst, metur svo og getur veitt bæði beina þjónustu en einnig aðstoðað ef viðkomandi þarf sérhæfðari þjónustu annars staðar í kerfunum. Það er samt sjaldnar en hitt. Í yfir 80% tilfella er nóg fyrir ungmenni að hitta okkar fagfólk, fá hlustun og hlýju, ráðgjöf og bjargráð og finna hvernig það sjálft getur unnið að því að líða betur. Í flestum tilfellum nægja 3-5 viðtöl. Þetta unga fólk er oft á biðlistum annars staðar og fer af þeim. Eða er á leiðinni að lenda á öðrum biðlistum, jafnvel inn á spítölum sem hvorki þau né kerfið vilja. Ungmennin koma oftast af eigin frumkvæði en eru líka send til okkar alls staðar að úr kerfunum okkar. Frá heilsugæslu, félagsþjónustu og barnavernd, Landsspítala og fleira. Bergið er að sýna sig sem mjög mikilvægur hlekkur í allri þjónustukeðjunni. Gögn um árangur Bergsins sýna að ungmennum líður marktækt betur við það að koma í viðtöl til ráðgjafa. Við erum að sinna mikilvægu starfi í snemmtækri íhlutun án tafa, sem skv. rannsóknum ætti að spara gríðarlega fjármuni seinna meir. Sambærilegar þjónustur fá umtalsverðan stuðning frá hinu opinbera í mörgum löndum sem við berum okkur saman við. Eins og Headspace í Ástralíu og í Danmörku, Jigsaw á Írlandi og Foundry í Kanada. Þessi úrræði eru á undan okkur í árum en eru að sýna sig sem gríðarlega mikilvæg í að efla geðheilsu ungs fólks á sínum svæðum. Við erum að sýna fram á árangur, við erum til staðar fyrir ungt fólk á Íslandi og við viljum halda því áfram. Eins og staðan er núna höfum við enga tryggingu fyrir stuðningi frá hinu opinbera og höfum rekið okkur á fjármagni sem inn kemur frá ári til árs, mest frá einstaklingum en einnig frá opinberum aðilum. Til þess að Bergið geti dafnað og aukið enn á þjónustu þurfum við skuldbindingu frá ríkisstjórn um meiri stuðning og til lengri tíma í senn. Að öðrum kosti er hætta á að okkar góða starf geti ekki haldið áfram. Með samstarfi við hið opinbera getum við stækkað og eflst og tryggt ráðgjöf og stuðning til ungmenna um allt land. Þannig getur Bergið orðið enn sterkari hlekkur í því að stuðla að betri geðheilsu og líðan ungs fólks á Íslandi, okkur öllum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Bergsins Headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um geðheilbrigðisþjónustu koma biðlistar fyrst upp í hugann. Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðalbiðtími í heilsugæslu eftir sálfræðiþjónustu 16,4 vikur fyrir börn og 23,4 vikur hjá fullorðnum. Biðtími er frá einu ári til þriggja í öll teymi LSH sem sérhæfa sig í geðröskunum. Ég hvet áhugasama um þessi mál að lesa skýrsluna sem í raun segir að biðlistar og skortur á samhæfingu og samfellu í þjónustu sé meginvandi þessa kerfis. Margir hafa bent á að við þurfum nýja hugsun og aðferðir þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu, sérstaklega við börn og ungmenni þar sem áhersla á snemmtæka íhlutun ætti að vera forgangsmál. En er hægt að reka geðheilbrigðisþjónustu án biðlista? Bergið headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ókeypis ráðgjöf og stuðning án skilyrða. Ráðgjöf Bergsins er veitt af fagaðilum með mikla þekkingu og reynslu úr klínísku starfi. Við hittum um og yfir 50 ungmenni í hverri viku og fer þeim hratt fjölgandi. Samtals hafa um 1.050 ungmenni sótt um þjónustu hjá okkur, þar af 230 á þessu ári. Hjá Berginu er meðalbiðtími eftir fyrsta viðtali frá umsókn um 8 dagar og enginn biðlisti. Ef erindið er brýnt fæst nær alltaf viðtal fyrr. Hvernig má það vera gæti einhver spurt? Þarf ekki að takmarka og búa til reglur og kassa til að veita svona þjónustu? Stutta svarið er nei. Við leggjum upp úr því að geta tekið á móti öllum. Fagfólk Bergsins headspace hlustar fyrst, metur svo og getur veitt bæði beina þjónustu en einnig aðstoðað ef viðkomandi þarf sérhæfðari þjónustu annars staðar í kerfunum. Það er samt sjaldnar en hitt. Í yfir 80% tilfella er nóg fyrir ungmenni að hitta okkar fagfólk, fá hlustun og hlýju, ráðgjöf og bjargráð og finna hvernig það sjálft getur unnið að því að líða betur. Í flestum tilfellum nægja 3-5 viðtöl. Þetta unga fólk er oft á biðlistum annars staðar og fer af þeim. Eða er á leiðinni að lenda á öðrum biðlistum, jafnvel inn á spítölum sem hvorki þau né kerfið vilja. Ungmennin koma oftast af eigin frumkvæði en eru líka send til okkar alls staðar að úr kerfunum okkar. Frá heilsugæslu, félagsþjónustu og barnavernd, Landsspítala og fleira. Bergið er að sýna sig sem mjög mikilvægur hlekkur í allri þjónustukeðjunni. Gögn um árangur Bergsins sýna að ungmennum líður marktækt betur við það að koma í viðtöl til ráðgjafa. Við erum að sinna mikilvægu starfi í snemmtækri íhlutun án tafa, sem skv. rannsóknum ætti að spara gríðarlega fjármuni seinna meir. Sambærilegar þjónustur fá umtalsverðan stuðning frá hinu opinbera í mörgum löndum sem við berum okkur saman við. Eins og Headspace í Ástralíu og í Danmörku, Jigsaw á Írlandi og Foundry í Kanada. Þessi úrræði eru á undan okkur í árum en eru að sýna sig sem gríðarlega mikilvæg í að efla geðheilsu ungs fólks á sínum svæðum. Við erum að sýna fram á árangur, við erum til staðar fyrir ungt fólk á Íslandi og við viljum halda því áfram. Eins og staðan er núna höfum við enga tryggingu fyrir stuðningi frá hinu opinbera og höfum rekið okkur á fjármagni sem inn kemur frá ári til árs, mest frá einstaklingum en einnig frá opinberum aðilum. Til þess að Bergið geti dafnað og aukið enn á þjónustu þurfum við skuldbindingu frá ríkisstjórn um meiri stuðning og til lengri tíma í senn. Að öðrum kosti er hætta á að okkar góða starf geti ekki haldið áfram. Með samstarfi við hið opinbera getum við stækkað og eflst og tryggt ráðgjöf og stuðning til ungmenna um allt land. Þannig getur Bergið orðið enn sterkari hlekkur í því að stuðla að betri geðheilsu og líðan ungs fólks á Íslandi, okkur öllum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Bergsins Headspace.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun