Ótrúleg eyðsla Roman: Chelsea, dæmalausar veislur og teiti með rússnesku ríkisstjórninni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2022 07:31 Roman Abramovich eflaust að skoða hvað hann getur keypt næst. Cem Ozdel/Getty Images Roman Abaramovich, fyrrverandi eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, er einstaklega auðugur maður. Honum leiðist ekki að eyða peningum sínum og spurning er hvað hann geri fyrst henn getur ekki dælt peningum í Chelsea lengur. Mögulega býður hann til veislu. Roman Abramovich er maður fárra orða. Hann var þekktur sem eigandi Chelsea en nýverið seldi hann félagið. Ástæðuna hefur hann í raun ekki gefið upp en það var ljóst eftir innrás Rússlands í Úkraínu að Roman var mögulega betur tengdur inn í rússnesk stjórnmál en margan grunaði. Hér að neðan verður stiklað á stóru síðan Roman festi kaup á Chelsea en enskur fótbolti hafði ekki séð eiganda líkt og Roman áður en hann mætti til leiks með sitt illa fengna fé. Roman réð José Mourinho til Chelsea.Phil Cole/Getty Images Roman vantaði áhugamál á sínum tíma og þar sem hann hafði gríðarlega gaman að fótbolta þá festi hann kaup á Chelsea. Í kjölfarið dældi hann peningum inn í félagið þar sem árið 2003 var UEFA ekki búið að setja saman reglur um fjárhagslega háttvísi. Þar með gat auðjöfurinn gert það sem honum sýndist. Hann flutti í kjölfarið til Lundúna - þar sem Chelsea er staðsett - og er í raun stór ástæða þess að hugtakið London-grad varð til. Snýr það að flutningi moldríka Rússa í æ meiri mæli til Lundúna. Chelsea, sem hafði verið ágætis lið án þess þó að vera meðal stærstu liða Englands og hvað þá Evrópu, varð óvænt eitt heitasta lið álfunnar. Þá lagði Roman gríðarlegt fjármagn í akademíu liðsins sem og kvennalið á síðari árum. Liðið varð Englandsmeistari tæplega tveimur árum eftir að Roman eignaðist það og hefur titlunum fjölgað síðan þá. Til að viðhalda árangrinum hefur liðið verslað leikmenn dýrum dómum. Vefurinn FourFourTwo tók saman dýrustu leikmenn Chelsea síðan rússnesku auðjöfurinn festi kaup á félaginu. 10. Mateo Kovacic – 40 milljónir punda (frá Real Madríd, 2019) 9. Ben Chilwell – 45 milljónir (Leicester City, 2020) 8. Timo Werner – 47,5 milljónir (RB Leipzig, 2020) 7. Jorginho – 50 milljónir (Napoli, 2018) 6. Fernando Torres – 50 milljónir (Liverpool, 2011) 5. Christian Pulisic – 57 milljónir (Borussia Dortmund, 2019) 4. Álvaro Morata – 60 milljónir (frá Real Madríd, 2017) 3. Kepa Arrizabalaga – 71 milljón (Athletic Bilbao, 2018) 2. Kai Havertz – 72 milljónir (Bayer Leverkusen, 2020) 1. Romelu Lukaku – 97,5 milljónir (Inter Milan, 2021) Lukaku kostaði Chelsea drjúgan skilding.Sportinfoto/Getty Images Það er ljóst að verðbólga spilar hér stóran hlut en leikmennirnir sem voru keyptir skömmu eftir að Roman eignaðist félagið voru jafn dýrir á þeim tímapunkti. Á vef The Athletic má finna samantekt á hvað leikmenn myndu kosta ef þeir væru keyptir í dag. Þar er til að mynda reiknað út að Michael Essien hefði kostaði Chelsea 95 milljónir punda ef hann væri keyptur í dag. Didier Drogba hefði kostað örlítið minna eða 94,9 milljónir punda. Vængmaðurinn smávaxni Shaun Wright-Phillips hefði kostað litlar 82 milljónir punda og þar fram eftir götunum. Abramovich – sem hefur verið líkt sem heldur fámálum og feimnum – elskar að því virðist fátt meira en að eyða peningum enda virðist nóg hafa verið til af þeim. Og er eflaust enn. Roman lét ekki staðar numið eftir að hann keypti Chelsea. Síðan þá hefur hann verið þekktur fyrir að halda veislur sem orð fá vart lýst. Veislur þar sem margt af frægasta tónlistarfólki samtímans hefur mætt og fengið ágætlega borgað fyrir að taka lag eða tvö. "I can t even believe we did it, says one musician about his private gig in Moscow for a Russian energy company. It was like, What the fuck are we doing here? https://t.co/7i1WzaioVn— Rolling Stone (@RollingStone) May 30, 2022 Í grein Rolling Stone kemur fram að árið 2009 hafi Amy Winehouse heitin hafi fengið tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir stutta tónleika sem fram fóru í listasafni í eigu þáverandi eiginkonu Abramovich. Ári síðar festi hann kaup á glæsihýsi sem staðsett er á eyjunni St. Bart fyrir litlar 90 milljónir Bandaríkjadala. Þar hafa þónokkrar veislurnar verið haldnar en Abramovich hélt árlega teiti á gamlárskvöld þar sem hið ýmsa þotulið fékk boðskort. Má þar nefna Leonardo DiCaprio – sem virðist hafa verið að leika Abramovich í kvikmyndinni The Great Gatsby, George Luas, Ellen DeGeneres og fleiri. Leonardo DiCaprio lék The Great Gatsby í samnefndri kvikmynd. Ásamt því að skjóta upp ógrynni flugelda og leyfa fólki að njóta matar og drykkjar á snekkju sinni, Eclipse - sem kostaði 700 milljónir Bandaríkjadala - þá var boðið upp á tónlistaratriði þar sem Rolling Stone getur staðfest að hver og einn fékk að lágmarki milljón Bandaríkjadala fyrir. Má þar nefna hljómsveitir á borð við Kings of Leon, Red Hot Chili Peppers, Killers og goðsögnina Prince. Um var að ræða eitt síðasta skiptið sem Prince kom fram en hann lést árið 2015. Einnig tók Paul nokkur McCartney lagið með Killers. Abramovich hélt þó ekki aðeins veislur á eyjunni sinni og var Robbie Williams til að mynda flogið til Moskvu þar sem hann spilaði fyrir Roman og góðvini hans í rússnesku ríkisstjórninni. Ferðin átti að vera leynileg en eftir að upp komst að Williams hefði ferðast til Rússlands að skemmta stjórnarmönnum þar í landi gaf hann út lag sem virðist lauslega byggt á reynslu hans frá Moskvu. Það er ljóst að Roman Abramovich vissi ekki aura sinna tal, og gerir mögulega ekki enn. Hann hefur því tekið þá ákvörðun að njóta meðan hægt er og eytt peningum líkt og hann hafi fengið borgað fyrir það undanfarin ár og áratugi. Roman Abramovich er ekki lengur eigandi Chelsea og má reikna með að nýir eigendur haldi töluvert þéttar um budduna en rússnesku auðjöfurinn. Hvort það muni bitna á félaginu á eftir að koma í ljós en það verður erfitt fyrir þá að toppa eyðslu Abramovich innan vallar sem utan. Fótbolti Enski boltinn Rússland Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Roman Abramovich er maður fárra orða. Hann var þekktur sem eigandi Chelsea en nýverið seldi hann félagið. Ástæðuna hefur hann í raun ekki gefið upp en það var ljóst eftir innrás Rússlands í Úkraínu að Roman var mögulega betur tengdur inn í rússnesk stjórnmál en margan grunaði. Hér að neðan verður stiklað á stóru síðan Roman festi kaup á Chelsea en enskur fótbolti hafði ekki séð eiganda líkt og Roman áður en hann mætti til leiks með sitt illa fengna fé. Roman réð José Mourinho til Chelsea.Phil Cole/Getty Images Roman vantaði áhugamál á sínum tíma og þar sem hann hafði gríðarlega gaman að fótbolta þá festi hann kaup á Chelsea. Í kjölfarið dældi hann peningum inn í félagið þar sem árið 2003 var UEFA ekki búið að setja saman reglur um fjárhagslega háttvísi. Þar með gat auðjöfurinn gert það sem honum sýndist. Hann flutti í kjölfarið til Lundúna - þar sem Chelsea er staðsett - og er í raun stór ástæða þess að hugtakið London-grad varð til. Snýr það að flutningi moldríka Rússa í æ meiri mæli til Lundúna. Chelsea, sem hafði verið ágætis lið án þess þó að vera meðal stærstu liða Englands og hvað þá Evrópu, varð óvænt eitt heitasta lið álfunnar. Þá lagði Roman gríðarlegt fjármagn í akademíu liðsins sem og kvennalið á síðari árum. Liðið varð Englandsmeistari tæplega tveimur árum eftir að Roman eignaðist það og hefur titlunum fjölgað síðan þá. Til að viðhalda árangrinum hefur liðið verslað leikmenn dýrum dómum. Vefurinn FourFourTwo tók saman dýrustu leikmenn Chelsea síðan rússnesku auðjöfurinn festi kaup á félaginu. 10. Mateo Kovacic – 40 milljónir punda (frá Real Madríd, 2019) 9. Ben Chilwell – 45 milljónir (Leicester City, 2020) 8. Timo Werner – 47,5 milljónir (RB Leipzig, 2020) 7. Jorginho – 50 milljónir (Napoli, 2018) 6. Fernando Torres – 50 milljónir (Liverpool, 2011) 5. Christian Pulisic – 57 milljónir (Borussia Dortmund, 2019) 4. Álvaro Morata – 60 milljónir (frá Real Madríd, 2017) 3. Kepa Arrizabalaga – 71 milljón (Athletic Bilbao, 2018) 2. Kai Havertz – 72 milljónir (Bayer Leverkusen, 2020) 1. Romelu Lukaku – 97,5 milljónir (Inter Milan, 2021) Lukaku kostaði Chelsea drjúgan skilding.Sportinfoto/Getty Images Það er ljóst að verðbólga spilar hér stóran hlut en leikmennirnir sem voru keyptir skömmu eftir að Roman eignaðist félagið voru jafn dýrir á þeim tímapunkti. Á vef The Athletic má finna samantekt á hvað leikmenn myndu kosta ef þeir væru keyptir í dag. Þar er til að mynda reiknað út að Michael Essien hefði kostaði Chelsea 95 milljónir punda ef hann væri keyptur í dag. Didier Drogba hefði kostað örlítið minna eða 94,9 milljónir punda. Vængmaðurinn smávaxni Shaun Wright-Phillips hefði kostað litlar 82 milljónir punda og þar fram eftir götunum. Abramovich – sem hefur verið líkt sem heldur fámálum og feimnum – elskar að því virðist fátt meira en að eyða peningum enda virðist nóg hafa verið til af þeim. Og er eflaust enn. Roman lét ekki staðar numið eftir að hann keypti Chelsea. Síðan þá hefur hann verið þekktur fyrir að halda veislur sem orð fá vart lýst. Veislur þar sem margt af frægasta tónlistarfólki samtímans hefur mætt og fengið ágætlega borgað fyrir að taka lag eða tvö. "I can t even believe we did it, says one musician about his private gig in Moscow for a Russian energy company. It was like, What the fuck are we doing here? https://t.co/7i1WzaioVn— Rolling Stone (@RollingStone) May 30, 2022 Í grein Rolling Stone kemur fram að árið 2009 hafi Amy Winehouse heitin hafi fengið tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir stutta tónleika sem fram fóru í listasafni í eigu þáverandi eiginkonu Abramovich. Ári síðar festi hann kaup á glæsihýsi sem staðsett er á eyjunni St. Bart fyrir litlar 90 milljónir Bandaríkjadala. Þar hafa þónokkrar veislurnar verið haldnar en Abramovich hélt árlega teiti á gamlárskvöld þar sem hið ýmsa þotulið fékk boðskort. Má þar nefna Leonardo DiCaprio – sem virðist hafa verið að leika Abramovich í kvikmyndinni The Great Gatsby, George Luas, Ellen DeGeneres og fleiri. Leonardo DiCaprio lék The Great Gatsby í samnefndri kvikmynd. Ásamt því að skjóta upp ógrynni flugelda og leyfa fólki að njóta matar og drykkjar á snekkju sinni, Eclipse - sem kostaði 700 milljónir Bandaríkjadala - þá var boðið upp á tónlistaratriði þar sem Rolling Stone getur staðfest að hver og einn fékk að lágmarki milljón Bandaríkjadala fyrir. Má þar nefna hljómsveitir á borð við Kings of Leon, Red Hot Chili Peppers, Killers og goðsögnina Prince. Um var að ræða eitt síðasta skiptið sem Prince kom fram en hann lést árið 2015. Einnig tók Paul nokkur McCartney lagið með Killers. Abramovich hélt þó ekki aðeins veislur á eyjunni sinni og var Robbie Williams til að mynda flogið til Moskvu þar sem hann spilaði fyrir Roman og góðvini hans í rússnesku ríkisstjórninni. Ferðin átti að vera leynileg en eftir að upp komst að Williams hefði ferðast til Rússlands að skemmta stjórnarmönnum þar í landi gaf hann út lag sem virðist lauslega byggt á reynslu hans frá Moskvu. Það er ljóst að Roman Abramovich vissi ekki aura sinna tal, og gerir mögulega ekki enn. Hann hefur því tekið þá ákvörðun að njóta meðan hægt er og eytt peningum líkt og hann hafi fengið borgað fyrir það undanfarin ár og áratugi. Roman Abramovich er ekki lengur eigandi Chelsea og má reikna með að nýir eigendur haldi töluvert þéttar um budduna en rússnesku auðjöfurinn. Hvort það muni bitna á félaginu á eftir að koma í ljós en það verður erfitt fyrir þá að toppa eyðslu Abramovich innan vallar sem utan.
Fótbolti Enski boltinn Rússland Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira