Hinn valkosturinn í Reykjavík Katrín Atladóttir skrifar 2. júní 2022 15:30 Nú standa yfir meirihlutaviðræður í borginni milli hins fallna meirihluta og Framsóknar. Hinn fallni meirihluti, með smávægilegum blæbrigðamun, hefur farið með áhrif í borginni um nærri þriggja áratuga skeið. Endurreisn hans getur varla falið annað í sér en meira af hinu sama. Viðræðurnar geta varla endurspeglað þá breytingu sem kjósendur óskuðu eftir. En er þetta eini valkosturinn í stöðunni? Meirihluti framfara, sáttar og breytinga Borðleggjandi væri að mynda meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Meirihluta sem hefði trúverðugleika til að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar og löngu tímabæra tiltekt á fjármálum borgarinnar. Meirihluta framfara, sáttar og breytinga. Þessi meirihluti framfara gæti ráðist strax í úttekt á fjármálum og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni. Jafnframt gætu flokkarnir lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta umsvifalaust, sem viðbragð við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var í vikunni. Þá mætti draga úr samkeppnisrekstri borgarinnar og virkja betur einkaframtak. Þessi meirihluti sáttar gæti náð vel saman um skipulagsmálin í borginni – jafnvel undir áframhaldandi forystu Viðreisnar. Borgarlínu mætti koma endanlega af teikniborðinu og tryggja skynsamlega fjármögnun, útfærslu og rekstraráætlun. Flýta mætti lagningu Sundabrautar í einkaframkvæmd og tryggja samhliða alvöru hjólaborg á heimsmælikvarða. Halda mætti áfram að þétta byggðina þar sem innviðir leyfa en jafnframt ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu á skynsamlegum framtíðarsvæðum, svo sem í Örfirisey og að Keldum. Jafnframt ættu flokkarnir að geta fundið samhljóm hvað varðar framtíð flugvallarins. Þessi meirihluti breytinga gæti jafnframt unnið að fjölmörgum framförum í skólastarfi. Flokkarnir gætu unnið að raunverulegri lausn leikskólavandans og stutt betur við dagforeldrakerfið. Þá gæti loks reynst unnt að styðja betur við sjálfstætt starfandi skóla í borginni og annað einkaframtak í menntamálum. Auka mætti vægi list- og verkgreina í skólastarfi og tryggja stóraukna tæknikennslu í öllum grunnskólum borgarinnar, ekki síst forritunarkennslu. Þá gæti hinn nýi meirihluti stutt betur við atvinnulíf, nýsköpun og menningu. Skipuleggja mætti fleiri atvinnulóðir og tryggja hagstæðara skattaumhverfi fyrir verðmætasköpun. Skipuleggja mætti nýsköpunarþorp um loftslagsmál í Örfirisey í samstarfi við einkaaðila. Koma mætti Reykjavíkurborg í forystu hvað varðar orkuskipti á landi, sjó og lofti. Tryggja mætti menningarborg á heimsmælikvarða sem yrði lifandi aðdráttarafl ferðamanna og erlendra sérfræðinga. Tækifærin eru óþrjótandi. Nýir vendir sópa best Nýr meirihluti framfara, sáttar og breytinga gæti haft tilfinnanleg áhrif til batnaðar í Reykjavík. Áfram mætti halda með þau jákvæðu mál sem þegar eru í farvegi – en styðja framgang mikilvægra framfaramála sem kjósendur hafa ítrekað kallað eftir. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Um það var meginþorri kjósenda sammála. Þeim breytingum mætti ná fram með kröftugum endurnýjuðum meirihluta í Reykjavík. Nýir vendir sópa nefnilega best – og ekki er vanþörf á í Reykjavík. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir meirihlutaviðræður í borginni milli hins fallna meirihluta og Framsóknar. Hinn fallni meirihluti, með smávægilegum blæbrigðamun, hefur farið með áhrif í borginni um nærri þriggja áratuga skeið. Endurreisn hans getur varla falið annað í sér en meira af hinu sama. Viðræðurnar geta varla endurspeglað þá breytingu sem kjósendur óskuðu eftir. En er þetta eini valkosturinn í stöðunni? Meirihluti framfara, sáttar og breytinga Borðleggjandi væri að mynda meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Meirihluta sem hefði trúverðugleika til að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar og löngu tímabæra tiltekt á fjármálum borgarinnar. Meirihluta framfara, sáttar og breytinga. Þessi meirihluti framfara gæti ráðist strax í úttekt á fjármálum og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni. Jafnframt gætu flokkarnir lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta umsvifalaust, sem viðbragð við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var í vikunni. Þá mætti draga úr samkeppnisrekstri borgarinnar og virkja betur einkaframtak. Þessi meirihluti sáttar gæti náð vel saman um skipulagsmálin í borginni – jafnvel undir áframhaldandi forystu Viðreisnar. Borgarlínu mætti koma endanlega af teikniborðinu og tryggja skynsamlega fjármögnun, útfærslu og rekstraráætlun. Flýta mætti lagningu Sundabrautar í einkaframkvæmd og tryggja samhliða alvöru hjólaborg á heimsmælikvarða. Halda mætti áfram að þétta byggðina þar sem innviðir leyfa en jafnframt ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu á skynsamlegum framtíðarsvæðum, svo sem í Örfirisey og að Keldum. Jafnframt ættu flokkarnir að geta fundið samhljóm hvað varðar framtíð flugvallarins. Þessi meirihluti breytinga gæti jafnframt unnið að fjölmörgum framförum í skólastarfi. Flokkarnir gætu unnið að raunverulegri lausn leikskólavandans og stutt betur við dagforeldrakerfið. Þá gæti loks reynst unnt að styðja betur við sjálfstætt starfandi skóla í borginni og annað einkaframtak í menntamálum. Auka mætti vægi list- og verkgreina í skólastarfi og tryggja stóraukna tæknikennslu í öllum grunnskólum borgarinnar, ekki síst forritunarkennslu. Þá gæti hinn nýi meirihluti stutt betur við atvinnulíf, nýsköpun og menningu. Skipuleggja mætti fleiri atvinnulóðir og tryggja hagstæðara skattaumhverfi fyrir verðmætasköpun. Skipuleggja mætti nýsköpunarþorp um loftslagsmál í Örfirisey í samstarfi við einkaaðila. Koma mætti Reykjavíkurborg í forystu hvað varðar orkuskipti á landi, sjó og lofti. Tryggja mætti menningarborg á heimsmælikvarða sem yrði lifandi aðdráttarafl ferðamanna og erlendra sérfræðinga. Tækifærin eru óþrjótandi. Nýir vendir sópa best Nýr meirihluti framfara, sáttar og breytinga gæti haft tilfinnanleg áhrif til batnaðar í Reykjavík. Áfram mætti halda með þau jákvæðu mál sem þegar eru í farvegi – en styðja framgang mikilvægra framfaramála sem kjósendur hafa ítrekað kallað eftir. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Um það var meginþorri kjósenda sammála. Þeim breytingum mætti ná fram með kröftugum endurnýjuðum meirihluta í Reykjavík. Nýir vendir sópa nefnilega best – og ekki er vanþörf á í Reykjavík. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun