Hugmynd um að lækka laun Flosi Eiríksson skrifar 3. júní 2022 07:31 Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Það að slíkar hugmyndir séu upp hjá forsvarsmönnum Atvinnufjelagsins á kannski ekki að koma á óvart þeir hafa a áður kynnt hugmyndir um að skerða veikindarétt vinnandi fólks og auka heimildir atvinnurekenda til að lögsækja starfsmenn og gera þá bótaskylda ef þeir hætta í vinnu. En kíkjum aðeins á nýjustu hugmynd Sigmars og umhverfið á Íslandi. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í marga áratugi hefur snúist um að gera fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi á dagvinnulaunum. Það hefur verið nokkuð breytt samkomulag í samfélaginu að reyna að stytta vinnudaginn og auka þann tíma sem fólk getur t.d. varið með fjölskyldu eða til að sinna sínum hugðarefnum. Stór skref í þessu hafa verið að afnema það að vinna á laugardögum, stytta vinnudaginn, leggja niður eftirvinnutaxta svo fátt sé nefnt. Samfélagið og stofnanir þess eins og skólar og leikskólar eru almennt miðaðar við þessa þjóðfélagsgerð. Um leið hefur öllum verið ljóst að sum starfsemi og störf er ekki eingöngu hægt að vinna á dagvinnutíma. Sjúkrahús eru augljósasta dæmið en auðvitað margvíslegt þjónusta önnur, eins og til dæmis veitingahús. Því hefur verið samið um það að þeir sem þurfa að vinna til að halda uppi þjónustu við okkur hin, utan dagvinnumarka, fái greitt fyrir það, ýmist í formi yfirvinnu eða með sérstökum vaktaálögum. Rannsóknir sína líka að langvarandi vaktavinna er óholl og getur leitt af sér heilsufarsvandamál og styttri lífslíkur. Fyrir þetta er líka verið að greiða með hærra kaupi. Með vaktaálögum er verið að hvetja eða þvinga atvinnurekendur til að haga skipulagi þannig að megnið af vinnunni fari fram á daginn og það sé dýrara að vinna á kvöldin og nóttunni. Nú kemur Sigmar fram með þá nýstárlegu hugmynd að það sé ósanngjarnt gagnvart þeim sem ,,ekki getið unnið á kvöldin“ að þeir fái engin vaktaálög. Og til þess að gæta ,,sanngirni“ eigi að jafna öll kjör niður á við. Að fyrstu 8 tímarnir á vakt séu alltaf dagvinna – þó þeir væru frá 4 síðdegis til miðnættis! Í reynd kæmi þetta út að svo til enginn starfsmaður á nokkru veitingahúsi eða í ferðaþjónustu fengi greidda yfirvinnu eða vaktaálag – þau væru alltaf í ,,dagvinnunni“. Kjarasamningar við ríki og sveitarfélög, sem reka svo til allar sjúkra- og öldrunarstofnanir, eru byggðir upp til að tryggja þjónustu meira og minna allan sólarhringinn og kjörin eru í samræmi við það. Nú er ekki ljóst hvort Sigmar er að tala um að breyta þeim líka, eða hvort hugmyndin er að búa til réttindalítinn láglaunahóp í ferðaþjónustunni sem er meira og minna alltaf í ,,dagvinnu“ á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Það er svo óvenjuleg þvæla að halda því fram að með því að lækka laun þeirra sem vinna á vöktum þá sé verið að ,,jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis“. Það er sjálfsagt að ræða fyrirkomulag kjarasamninga og innihald, en það er nú eiginlega lágmark að það sé gert af einhverri þekkingu og standist einhverja skoðun. Nú eru dagvinnumörk í kjarasamningum frá kl. 8:00 – 17:00 , en hann vil færa þessi mörk í 08:00 til 24:00 ef ég skil hann rétt. Kíkjum á staðreyndir. Sérþjálfaður starfsmaður á veitingahúsi í fullu starfi (172 tímar) í launaflokki 6, sem vinnur eingöngu dagvinnu er með 372,762 kr. í mánaðarlaun eða 2.167,22 kr. á tímann. Ef hann vinnur eingöngu á kvöldin, frá 16:30 til 24:00 – bættist 33% álag á unnar stundir. Mánaðarlaunin eru þá 506.480 kr. eða 2.944,65 á tímann. Hvað telur Sigmar að sanngjarnt sé að lækka tímakaupið á kvöldin mikið til að hækka dagvinnuna og hvaða ,,meðalkaup“ er hann með í huga? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. 1. júní 2022 15:01 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Það að slíkar hugmyndir séu upp hjá forsvarsmönnum Atvinnufjelagsins á kannski ekki að koma á óvart þeir hafa a áður kynnt hugmyndir um að skerða veikindarétt vinnandi fólks og auka heimildir atvinnurekenda til að lögsækja starfsmenn og gera þá bótaskylda ef þeir hætta í vinnu. En kíkjum aðeins á nýjustu hugmynd Sigmars og umhverfið á Íslandi. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í marga áratugi hefur snúist um að gera fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi á dagvinnulaunum. Það hefur verið nokkuð breytt samkomulag í samfélaginu að reyna að stytta vinnudaginn og auka þann tíma sem fólk getur t.d. varið með fjölskyldu eða til að sinna sínum hugðarefnum. Stór skref í þessu hafa verið að afnema það að vinna á laugardögum, stytta vinnudaginn, leggja niður eftirvinnutaxta svo fátt sé nefnt. Samfélagið og stofnanir þess eins og skólar og leikskólar eru almennt miðaðar við þessa þjóðfélagsgerð. Um leið hefur öllum verið ljóst að sum starfsemi og störf er ekki eingöngu hægt að vinna á dagvinnutíma. Sjúkrahús eru augljósasta dæmið en auðvitað margvíslegt þjónusta önnur, eins og til dæmis veitingahús. Því hefur verið samið um það að þeir sem þurfa að vinna til að halda uppi þjónustu við okkur hin, utan dagvinnumarka, fái greitt fyrir það, ýmist í formi yfirvinnu eða með sérstökum vaktaálögum. Rannsóknir sína líka að langvarandi vaktavinna er óholl og getur leitt af sér heilsufarsvandamál og styttri lífslíkur. Fyrir þetta er líka verið að greiða með hærra kaupi. Með vaktaálögum er verið að hvetja eða þvinga atvinnurekendur til að haga skipulagi þannig að megnið af vinnunni fari fram á daginn og það sé dýrara að vinna á kvöldin og nóttunni. Nú kemur Sigmar fram með þá nýstárlegu hugmynd að það sé ósanngjarnt gagnvart þeim sem ,,ekki getið unnið á kvöldin“ að þeir fái engin vaktaálög. Og til þess að gæta ,,sanngirni“ eigi að jafna öll kjör niður á við. Að fyrstu 8 tímarnir á vakt séu alltaf dagvinna – þó þeir væru frá 4 síðdegis til miðnættis! Í reynd kæmi þetta út að svo til enginn starfsmaður á nokkru veitingahúsi eða í ferðaþjónustu fengi greidda yfirvinnu eða vaktaálag – þau væru alltaf í ,,dagvinnunni“. Kjarasamningar við ríki og sveitarfélög, sem reka svo til allar sjúkra- og öldrunarstofnanir, eru byggðir upp til að tryggja þjónustu meira og minna allan sólarhringinn og kjörin eru í samræmi við það. Nú er ekki ljóst hvort Sigmar er að tala um að breyta þeim líka, eða hvort hugmyndin er að búa til réttindalítinn láglaunahóp í ferðaþjónustunni sem er meira og minna alltaf í ,,dagvinnu“ á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Það er svo óvenjuleg þvæla að halda því fram að með því að lækka laun þeirra sem vinna á vöktum þá sé verið að ,,jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis“. Það er sjálfsagt að ræða fyrirkomulag kjarasamninga og innihald, en það er nú eiginlega lágmark að það sé gert af einhverri þekkingu og standist einhverja skoðun. Nú eru dagvinnumörk í kjarasamningum frá kl. 8:00 – 17:00 , en hann vil færa þessi mörk í 08:00 til 24:00 ef ég skil hann rétt. Kíkjum á staðreyndir. Sérþjálfaður starfsmaður á veitingahúsi í fullu starfi (172 tímar) í launaflokki 6, sem vinnur eingöngu dagvinnu er með 372,762 kr. í mánaðarlaun eða 2.167,22 kr. á tímann. Ef hann vinnur eingöngu á kvöldin, frá 16:30 til 24:00 – bættist 33% álag á unnar stundir. Mánaðarlaunin eru þá 506.480 kr. eða 2.944,65 á tímann. Hvað telur Sigmar að sanngjarnt sé að lækka tímakaupið á kvöldin mikið til að hækka dagvinnuna og hvaða ,,meðalkaup“ er hann með í huga? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. 1. júní 2022 15:01
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun