Skoðun

Á­byrgð og tengsla­rof

Gunnar Dan Wiium skrifar

Ég get auðveldlega kennt samfélagi um hvernig fyrir mér er komið. Ég get kennt foreldrum mínum um að ekki hafa veitt mér nógu mikin stöðuleika. Ég get kennt kapitaliskum ofurstrúktur um gríðarlegar sveiflur sem hafa áhrif á hvernig ég bý og hvað ég get gefið barninu mínu að borða. Ég get kennt Sjálfstæðisflokknum um spillingu og síendurtekin arðrán eða ég get kennt skólakerfinu um hvernig umsjónakennararnir mínir höfðu ekki nógu mikla ástríðu fyrir starfinu sem þau kusu sér.

En, þegar öllu er á botninn hvolft ber ég ábyrgðina, ég ber ábyrgina að losa líkamana við eitrið sem áföllin spúðu út í kerfið, það er nefnilega hægt en skilyrðin fyrir því eru að ég skilji hvað gerist þegar ég upplifi vanmátt og stjórnleysi, sem barn og sem fullorðinn. Ég þarf að skilja sjálfan mig í aðstæðum þar sem ég fer í varnarstöðu, sókn og frost, algjört frost, hvað gerist? Ég þarf að skilja hvað gerist og hverjar afleiðingarnar eru. Ég ber ábyrgð á að endurmennta mig eftir hag og þörfum. Ég ber ábyrgð að kjósa rétt, þó ekki að það væri nema bara að kjósa ekki gíslatökumanninn tímabil eftir tímabil.

Ég er ekkert barn lengur, ég ber ábyrgð og mér ber skylda til að standa upp og hreinsa í eigin bakgarði afleiðingar eitraðs samfélags. Það er það sem raunveruleg sjálfbærni snýst um. Sjálfbærni eins og hún er kennd okkur snýr að vera ekki öðrum háð, það er alveg rétt að vissu leiti. En að vera ekki öðrum háð þýðir ekki að við komumst upp með algjört tengslarof, ég í holdi og blóði þarf að rækta tengsl við sjálfan mig svo að innsæi og dómgreind sé til staðar svo og ég geti tekið réttar ákvarðanir heildinni til blessunar. Ég þarf að rækta tengsl við náttúru svo að börnin mín og barnabörn fái að vera hér áfram. Ég þarf að rækta tengsl við náungan svo að við lifum í kærleik og samkennd því við sem manneskjur erum víruð til þess, þar þrífumst við, allt annað er lýgi og sögð af örfáum sem hagnast af tengslarofum í nafni einkavæðingar.

Viðvæðumst í tengslum við hvort annað og tökum ábyrgð, hættum að kenna aðstæðum um ófarir okkar og hreinsum til.

Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×