Átak í menntamálum – skortur á vilja? Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 3. júní 2022 11:01 Átak þarf til þess að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Langvarandi skortur húsnæðis hefur orðið til þess að fasteignaverð hefur hækkað verulega á undanförnum árum og nú er svo komið að mati fjölmargra greiningaraðila að þrengingar í efnahagslífinu verði enn meiri sökum þess ástands. Það er jákvætt að nú skuli vera gerð áætlun um byggingarmagn komandi ára og slík áætlun þarf að ná til áratuga svo vel sé. Í uppbyggingunni sem framundan er verður mikil þörf fyrir iðn- og tæknimentuðu fólki sem þarf til þess að byggja húsnæðið. Því er ljóst að skólakerfið þarf að útvega fleiri einstaklinga sem hafa klárað formlega menntun í viðkomandi greinum. Á síðasta ári var 700 umsækjendum vísað frá iðnnámsgreinum í skólakerfinu. Það er eftirsóknarvert að komast í iðn- og tækninám og má þar þakka ýmsu fyrir það. En á sama tíma og við búum við skort á fólki með iðn- og tæknimenntun þá hefur ríkið tekið undir og gripið til þess að ýta undir og auka aðsókn í iðn- og tækninám. Farið var í átak á tímum heimsfaraldurs að auka vægi iðn- og tækninámsins, sem er vel. En þegar aðsókn hefur aukist þá hefur komið í ljós að menntakerfið hefur ekki verið nægilega tilbúið að taka á móti auknum fjölda sem mér skilst að orsakist fyrst og fremst á því að fjármagn skorti, það skorti nemendaígildi sem fjármagnað er af ríkinu. Reiknilíkanið sem notað er segir stopp. „Computer says NO“ Ég heyri að í dag þegar verið er að fara yfir umsóknir í iðn- og tækninám muni fjöldi þess sem vísað verði frá vera enn meiri en í fyrra. Fjöldinn muni mögulega fara yfir 1.000 nemendur! Þá er spurt, hvað skýrir þessa stöðu á sama tíma og vinnumarkaðurinn öskrar eftir fleiri menntuðum einstaklingum í þessum greinum? Jú svo virðist sem að samdráttur sé í þessum nemendaígildum eða sem sagt fjölda námsplássa sem bjóða megi upp á. Fjölgun í heimsfaraldri sé að valda því að samdráttur verði núna. Það er hægt að finna leiðir til að kennsluhúsnæði dugi til, kennarar eru til staðar þó fjölgun þar sé nauðsynleg til lengri tíma. Það vantar því fyrst og fremst aukið fjármagn í iðn- og tæknigreinar. Það þarf að fjölga námsplássum sem menntakerfið má fylla. Það vantar raunverulegar aðgerðir strax til að bjóða fólki á öllum aldri að sækja í iðn- og tækninám. Það þarf fjármagn og samstarf menntastofnanna víðsvegar um landið til þess að anna þörfum markaðarins. Þetta þarf að gerast strax. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skóla - og menntamál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Átak þarf til þess að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Langvarandi skortur húsnæðis hefur orðið til þess að fasteignaverð hefur hækkað verulega á undanförnum árum og nú er svo komið að mati fjölmargra greiningaraðila að þrengingar í efnahagslífinu verði enn meiri sökum þess ástands. Það er jákvætt að nú skuli vera gerð áætlun um byggingarmagn komandi ára og slík áætlun þarf að ná til áratuga svo vel sé. Í uppbyggingunni sem framundan er verður mikil þörf fyrir iðn- og tæknimentuðu fólki sem þarf til þess að byggja húsnæðið. Því er ljóst að skólakerfið þarf að útvega fleiri einstaklinga sem hafa klárað formlega menntun í viðkomandi greinum. Á síðasta ári var 700 umsækjendum vísað frá iðnnámsgreinum í skólakerfinu. Það er eftirsóknarvert að komast í iðn- og tækninám og má þar þakka ýmsu fyrir það. En á sama tíma og við búum við skort á fólki með iðn- og tæknimenntun þá hefur ríkið tekið undir og gripið til þess að ýta undir og auka aðsókn í iðn- og tækninám. Farið var í átak á tímum heimsfaraldurs að auka vægi iðn- og tækninámsins, sem er vel. En þegar aðsókn hefur aukist þá hefur komið í ljós að menntakerfið hefur ekki verið nægilega tilbúið að taka á móti auknum fjölda sem mér skilst að orsakist fyrst og fremst á því að fjármagn skorti, það skorti nemendaígildi sem fjármagnað er af ríkinu. Reiknilíkanið sem notað er segir stopp. „Computer says NO“ Ég heyri að í dag þegar verið er að fara yfir umsóknir í iðn- og tækninám muni fjöldi þess sem vísað verði frá vera enn meiri en í fyrra. Fjöldinn muni mögulega fara yfir 1.000 nemendur! Þá er spurt, hvað skýrir þessa stöðu á sama tíma og vinnumarkaðurinn öskrar eftir fleiri menntuðum einstaklingum í þessum greinum? Jú svo virðist sem að samdráttur sé í þessum nemendaígildum eða sem sagt fjölda námsplássa sem bjóða megi upp á. Fjölgun í heimsfaraldri sé að valda því að samdráttur verði núna. Það er hægt að finna leiðir til að kennsluhúsnæði dugi til, kennarar eru til staðar þó fjölgun þar sé nauðsynleg til lengri tíma. Það vantar því fyrst og fremst aukið fjármagn í iðn- og tæknigreinar. Það þarf að fjölga námsplássum sem menntakerfið má fylla. Það vantar raunverulegar aðgerðir strax til að bjóða fólki á öllum aldri að sækja í iðn- og tækninám. Það þarf fjármagn og samstarf menntastofnanna víðsvegar um landið til þess að anna þörfum markaðarins. Þetta þarf að gerast strax. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun