Sannfærð um að Ísland hefði unnið Eurovision og ákvað að læra íslensku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 09:11 Louise ákvað að læra íslensku þar sem hún taldi Ísland líklegast til sigurs í Eurovision árið 2020, þegar keppnin var blásin af vegna Covid. Samsett Bresk kona sem hefur einsett sér að læra tungumál þeirrar þjóðar sem vinnur Eurovision hverju sinni ákvað að læra íslensku eftir að keppninni var aflýst árið 2020. Hún telur að Daði og Gagnamagnið hefðu verið líklegust til sigurs það árið. Hún hefur þegar lært ítölsku og hollensku en segir íslenskuna hafa verið meiri áskorun. Louise Frith er stödd hér á landi í nokkurs konar pílagrímsferð, eftir að hafa einsett sér að læra íslensku eftir að Eurovision 2020 var aflýst vegna Covid. Louise taldi Ísland líklegt til sigurs og ákvað því að byrja að læra íslensku þó að enginn opinber sigurvegari hafi verið krýndur. Framlag Íslands það árið var lagið Think about things með Daða og Gagnamagninu. Louise segir íslensku ekki aðgengilegasta tungumálið til að læra. „Mér tókst að kaupa kennslubók, býsna gamla, sem var ætluð bandarískum hermönnum á 5. áratugnum. Þetta er mjög gamaldags nám með bók og maður þarf að fara í gegnum alla málfræðina. Málfræðin er ekki mjög auðveld fyrir enskumælandi fólk,“ segir Louise, á ensku. Heldurðu að það hefði hjálpað að hafa app eins og Duolingo? „Já, tvímælalaust. Ég stunda tungumálanám aðallega á Duolingo,“ segir Louise. Hlaðvörp, fréttir og sjónvarpsþættir Louise lærir málið þó ekki á eina bók, heldur reynir hún að fylgjast með íslenskum fréttum, hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum. Hún segir það valda því að hún sé farin að skilja málið nokkuð vel, bæði ritað og mælt. Hún gerir sitt besta við að reyna að tala málið líka, en finnst það talsvert erfiðara. Louise segist þó geta myndað einfaldar setningar. Þegar blaðamaður spurði hana, á íslensku, hvers vegna hún hefði lagt leið sína til Íslands, stóð ekki á svari á okkar ástkæra ylhýra: „Mig langar að læra íslensku.“ Hatari í uppáhaldi Louise hefur lengi verið mikill aðdáandi Eurovision, en ákvað eftir keppnina árið 2019 að læra tungumál sigurvegara hvers árs og ferðast til sigurlandsins. Hún hefur því bæði lært hollensku og ítölsku frá því hún tók upp nýja áhugamálið. Sigurvegarinn í ár var Úkraína, sem á nú í stríði við Rússland. Louise er þegar byrjuð að læra smá úkraínsku. „Mig langar til að fara einhvern tímann til Úkraínu en núna er auðvitað ekki rétti tíminn. Ég held að ég fari ekki þangað næstu árin, því miður,“ segir Louise, búin að skipta aftur yfir í enskuna. Louise segist mikill aðdáandi framlaga Íslands til Eurovision í gegnum tíðina og var til að mynda afar hrifin af atriði Íslands í ár. Hvað er uppáhalds íslenska Eurovision-lagið þitt? „Hatari með Hatrið mun sigra,“ segir Louise að lokum, á íslensku. Eurovision Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Louise Frith er stödd hér á landi í nokkurs konar pílagrímsferð, eftir að hafa einsett sér að læra íslensku eftir að Eurovision 2020 var aflýst vegna Covid. Louise taldi Ísland líklegt til sigurs og ákvað því að byrja að læra íslensku þó að enginn opinber sigurvegari hafi verið krýndur. Framlag Íslands það árið var lagið Think about things með Daða og Gagnamagninu. Louise segir íslensku ekki aðgengilegasta tungumálið til að læra. „Mér tókst að kaupa kennslubók, býsna gamla, sem var ætluð bandarískum hermönnum á 5. áratugnum. Þetta er mjög gamaldags nám með bók og maður þarf að fara í gegnum alla málfræðina. Málfræðin er ekki mjög auðveld fyrir enskumælandi fólk,“ segir Louise, á ensku. Heldurðu að það hefði hjálpað að hafa app eins og Duolingo? „Já, tvímælalaust. Ég stunda tungumálanám aðallega á Duolingo,“ segir Louise. Hlaðvörp, fréttir og sjónvarpsþættir Louise lærir málið þó ekki á eina bók, heldur reynir hún að fylgjast með íslenskum fréttum, hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum. Hún segir það valda því að hún sé farin að skilja málið nokkuð vel, bæði ritað og mælt. Hún gerir sitt besta við að reyna að tala málið líka, en finnst það talsvert erfiðara. Louise segist þó geta myndað einfaldar setningar. Þegar blaðamaður spurði hana, á íslensku, hvers vegna hún hefði lagt leið sína til Íslands, stóð ekki á svari á okkar ástkæra ylhýra: „Mig langar að læra íslensku.“ Hatari í uppáhaldi Louise hefur lengi verið mikill aðdáandi Eurovision, en ákvað eftir keppnina árið 2019 að læra tungumál sigurvegara hvers árs og ferðast til sigurlandsins. Hún hefur því bæði lært hollensku og ítölsku frá því hún tók upp nýja áhugamálið. Sigurvegarinn í ár var Úkraína, sem á nú í stríði við Rússland. Louise er þegar byrjuð að læra smá úkraínsku. „Mig langar til að fara einhvern tímann til Úkraínu en núna er auðvitað ekki rétti tíminn. Ég held að ég fari ekki þangað næstu árin, því miður,“ segir Louise, búin að skipta aftur yfir í enskuna. Louise segist mikill aðdáandi framlaga Íslands til Eurovision í gegnum tíðina og var til að mynda afar hrifin af atriði Íslands í ár. Hvað er uppáhalds íslenska Eurovision-lagið þitt? „Hatari með Hatrið mun sigra,“ segir Louise að lokum, á íslensku.
Eurovision Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira