Illindi milli fyrrum þingmanna Pírata: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2022 15:50 Gunnar Hrafn og Helga Hrafn greinir á um hvað átti sér stað. Samsett/Vísir Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann ásakar Helga Hrafn Gunnarsson, annan fyrrverandi þingmann Pírata, um að hafa bannað honum að bjóða sig fram í prófkjöri Pírata fyrir þarsíðustu þingkosningar. Í færslunni segir Gunnar að Helgi hafi boðað sig á fund fyrir utan sjoppu í Vesturbænum fyrir prófkjör Pírata til að tilkynna Gunnari að hann mætti ekki fara í prófkjör, þar sem það kæmi sér illa fyrir flokkinn. Helga hafi borist þær fregnir að það ætti að taka Gunnar af lífi í fjölmiðlum fyrir lélega mætingu á nefndar- og þingflokksfundi. Þegar Gunnar skoðaði gögnin sjálfur segir hann að komið hafi í ljós að hann hafi verið í veikindaleyfi eða utan þingflokks í flestum eða öllum tilvikum sem hann mætti ekki. Blaðamaðurinn reyndist mótframbjóðandi Gunnar segir Helga ekki hafa tekið mark á þessum upplýsingum og endurtekið hótanir sínar um að dræm mæting Gunnars yrði rakin af blaðamanni ef hann hætti ekki við framboðið. „Fljótlega kom í ljós að "blaðamaðurinn" sem var að safna þessum gögnum var Björn Leví, mótframbjóðandi minn í prófkjörinu,“ segir Gunnar í færslunni. Hinn meinti fjölmiðill sem Helgi hefði nefnt á fundinum hafi því verið heimasíða Björns þar sem hann skrifaði bloggfærslu um mætingu þingmann. Ennfremur segir Gunnar um aðdragandann að prófkjörinu „Mér er hótað með fjölmiðlaumfjöllun sem reyndist vera ímyndun mótframbjóðanda. Hringt var í fjölda stuðningsmanna minna til að minna á að ég væri geðveikur og mér ekki treystandi.“ Að lokum segir Gunnar að sér finnist gróflega vegið að fólki sem glímir við andleg veikindi í þessu máli, það hafi alltaf verið undirliggjandi að sér væri ekki treyst vegna sjúkrasögu sinnar. Samskiptaleysi innan þingflokks Í ummælum við færslu Gunnars svarar Björn Leví fyrir sig: „Ég veit alveg hversu oft ég mætti í nefnd fyrir þig á þessum tíma af því að þú mættir ekki. Lengi vel vissum við ekki einu sinni að þú værir ekki að mæta af því að þú lést okkur ekkert vita af því. Það var eftir að þú komst inn aftur eftir veikindaleyfi.“ Þá segir Björn um ásakanir Gunnars „Ég hef ekki hugmynd hvort ég sé þessi blaðamaður eða ekki. Býst við ekki, því mæting þingmanna í nefndir er aðgengileg öllum í fundargerðum nefndanna. Ég er bara með forrit sem les það upp sjálfkrafa.“ Björn Leví tekur ekki undir frásögn Gunnars.Vísir/Vilhelm Skammast sín ekki neitt Í samtali blaðamanns við Helga Hrafn vildi hann ekki tjá sig um málið af því hann hefði ekki lesið færslu Gunnars en sagði þó eitt: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt, sem ég sagði eða gerði í þessu máli og myndi gera það sama aftur. Ef ég væri í hans stöðu, þeirri stöðu sem hann var í á þeim tíma, þá vona ég að einhver góður vinur minn myndi gera það sem ég gerði.“ Eftir samtal Helga við blaðamann skrifaði hann ummæli við færslu Gunnars. Þar lýsir Helgi færslunni sem „ótrúlegri túlkun“ og segir að samtalið hafi ekki átt sér stað fyrir prófkjörið heldur eftir það, „þar sem ég lenti í 1. sæti og þú í 5. sæti.“ Hann segir Gunnar kannski hafa ekki verið meðvitaðan um það af því, ólíkt öllum öðrum í þingflokknum, hafi hann ekki verið á staðnum. Píratar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Í færslunni segir Gunnar að Helgi hafi boðað sig á fund fyrir utan sjoppu í Vesturbænum fyrir prófkjör Pírata til að tilkynna Gunnari að hann mætti ekki fara í prófkjör, þar sem það kæmi sér illa fyrir flokkinn. Helga hafi borist þær fregnir að það ætti að taka Gunnar af lífi í fjölmiðlum fyrir lélega mætingu á nefndar- og þingflokksfundi. Þegar Gunnar skoðaði gögnin sjálfur segir hann að komið hafi í ljós að hann hafi verið í veikindaleyfi eða utan þingflokks í flestum eða öllum tilvikum sem hann mætti ekki. Blaðamaðurinn reyndist mótframbjóðandi Gunnar segir Helga ekki hafa tekið mark á þessum upplýsingum og endurtekið hótanir sínar um að dræm mæting Gunnars yrði rakin af blaðamanni ef hann hætti ekki við framboðið. „Fljótlega kom í ljós að "blaðamaðurinn" sem var að safna þessum gögnum var Björn Leví, mótframbjóðandi minn í prófkjörinu,“ segir Gunnar í færslunni. Hinn meinti fjölmiðill sem Helgi hefði nefnt á fundinum hafi því verið heimasíða Björns þar sem hann skrifaði bloggfærslu um mætingu þingmann. Ennfremur segir Gunnar um aðdragandann að prófkjörinu „Mér er hótað með fjölmiðlaumfjöllun sem reyndist vera ímyndun mótframbjóðanda. Hringt var í fjölda stuðningsmanna minna til að minna á að ég væri geðveikur og mér ekki treystandi.“ Að lokum segir Gunnar að sér finnist gróflega vegið að fólki sem glímir við andleg veikindi í þessu máli, það hafi alltaf verið undirliggjandi að sér væri ekki treyst vegna sjúkrasögu sinnar. Samskiptaleysi innan þingflokks Í ummælum við færslu Gunnars svarar Björn Leví fyrir sig: „Ég veit alveg hversu oft ég mætti í nefnd fyrir þig á þessum tíma af því að þú mættir ekki. Lengi vel vissum við ekki einu sinni að þú værir ekki að mæta af því að þú lést okkur ekkert vita af því. Það var eftir að þú komst inn aftur eftir veikindaleyfi.“ Þá segir Björn um ásakanir Gunnars „Ég hef ekki hugmynd hvort ég sé þessi blaðamaður eða ekki. Býst við ekki, því mæting þingmanna í nefndir er aðgengileg öllum í fundargerðum nefndanna. Ég er bara með forrit sem les það upp sjálfkrafa.“ Björn Leví tekur ekki undir frásögn Gunnars.Vísir/Vilhelm Skammast sín ekki neitt Í samtali blaðamanns við Helga Hrafn vildi hann ekki tjá sig um málið af því hann hefði ekki lesið færslu Gunnars en sagði þó eitt: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt, sem ég sagði eða gerði í þessu máli og myndi gera það sama aftur. Ef ég væri í hans stöðu, þeirri stöðu sem hann var í á þeim tíma, þá vona ég að einhver góður vinur minn myndi gera það sem ég gerði.“ Eftir samtal Helga við blaðamann skrifaði hann ummæli við færslu Gunnars. Þar lýsir Helgi færslunni sem „ótrúlegri túlkun“ og segir að samtalið hafi ekki átt sér stað fyrir prófkjörið heldur eftir það, „þar sem ég lenti í 1. sæti og þú í 5. sæti.“ Hann segir Gunnar kannski hafa ekki verið meðvitaðan um það af því, ólíkt öllum öðrum í þingflokknum, hafi hann ekki verið á staðnum.
Píratar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira