Skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2022 22:31 Þór/KA situr í 7. sæti Bestu deildar kvenna með 9 stig eftir 7 umferðir. Vísir/Diego Farið var yfir fjörugan leik Þór/KA og Keflavíkur í Bestu Mörkunum. Liði Þórs/KA var hrósað í hástert en þó bent á að þær þyrftu að ná meiri stöðugleika í leik sinn til að klífa töfluna. „Keflavíkur liðið er seigt og erfitt að brjóta það á bak aftur. Varnarleikurinn í fyrstu tveimur mörkunum fannst mér mjög ólíkur Keflavíkurliðinu. Sjáum þær hörfa þarna,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um varnarleik liðsins er þær mættu á Akureyri. „Þær eru samt þrjár til baka á tveimur sóknarmönnum,“ bendir Helena Ólafsdóttir á en varnarlína Keflavíkur setti enga pressu á leikmenn Þórs/KA. Í spilaranum hér að neðan má sjá hvernig Tiffany McCarty finnur Huldu Björgu Hannesdóttur út á hægri vængnum og stangar svo fyrirgjöf vængmannsins í netið af stuttu færi. „Að Tiffany fari á milli tveggja miðvarða, það er bara eins og liðið hafi verið svæft,“ sagði Helena áður en Harpa Þorsteinsdóttir benti á að í raun væri Tiffany ein gegn fjórum varnarmönnum Keflavíkur. „Sjáum svo 2-0 þegar Hulda Ósk kemur hér, það er eins og henni langi að skora. Hulda Ósk gríðarlega ógnandi og erfitt að reikna út hvað hún gerir. Samantha ver en þarna eru líka allar sofandi,“ segir Helena um síðara mark Þórs/KA. „Sandra María [Jessen] er ansi seig og veit hvar er hægt að skora mörk. Hún er bara mætt og klárar þetta vel,“ sagði markadrottningin Margrét Lára um Söndru Maríu sem er komin með 5 mörk í sumar. „Hún er að koma rosalega vel inn í þetta mót, hún er með Þórs/KA hjarta og það skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn. Mér finnst Sandra María líka búin að virkja Tiffany, hún er orðin gríðarlega öflug. Þær ná saman og það er traust á milli þeirra. Svo er Margrét Árnadóttir líka að koma inn í þetta sterkt,“ sagði Margrét um Söndru Maríu og samherja hennar. „Þurfa smá stöðugleika, tengja saman sigurleiki og þá verða þær fljótar að klífa upp töfluna,“ bætti hún við að endingu. Spjall Bestu Markanna um leik Þórs/KA og Keflavíkur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu Mörkin: Umræða um Þór/KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Bestu mörkin Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
„Keflavíkur liðið er seigt og erfitt að brjóta það á bak aftur. Varnarleikurinn í fyrstu tveimur mörkunum fannst mér mjög ólíkur Keflavíkurliðinu. Sjáum þær hörfa þarna,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um varnarleik liðsins er þær mættu á Akureyri. „Þær eru samt þrjár til baka á tveimur sóknarmönnum,“ bendir Helena Ólafsdóttir á en varnarlína Keflavíkur setti enga pressu á leikmenn Þórs/KA. Í spilaranum hér að neðan má sjá hvernig Tiffany McCarty finnur Huldu Björgu Hannesdóttur út á hægri vængnum og stangar svo fyrirgjöf vængmannsins í netið af stuttu færi. „Að Tiffany fari á milli tveggja miðvarða, það er bara eins og liðið hafi verið svæft,“ sagði Helena áður en Harpa Þorsteinsdóttir benti á að í raun væri Tiffany ein gegn fjórum varnarmönnum Keflavíkur. „Sjáum svo 2-0 þegar Hulda Ósk kemur hér, það er eins og henni langi að skora. Hulda Ósk gríðarlega ógnandi og erfitt að reikna út hvað hún gerir. Samantha ver en þarna eru líka allar sofandi,“ segir Helena um síðara mark Þórs/KA. „Sandra María [Jessen] er ansi seig og veit hvar er hægt að skora mörk. Hún er bara mætt og klárar þetta vel,“ sagði markadrottningin Margrét Lára um Söndru Maríu sem er komin með 5 mörk í sumar. „Hún er að koma rosalega vel inn í þetta mót, hún er með Þórs/KA hjarta og það skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn. Mér finnst Sandra María líka búin að virkja Tiffany, hún er orðin gríðarlega öflug. Þær ná saman og það er traust á milli þeirra. Svo er Margrét Árnadóttir líka að koma inn í þetta sterkt,“ sagði Margrét um Söndru Maríu og samherja hennar. „Þurfa smá stöðugleika, tengja saman sigurleiki og þá verða þær fljótar að klífa upp töfluna,“ bætti hún við að endingu. Spjall Bestu Markanna um leik Þórs/KA og Keflavíkur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu Mörkin: Umræða um Þór/KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Bestu mörkin Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira