Af hverju er gíraffinn með svona langan háls? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. júní 2022 08:01 Vísindamenn telja langan háls gíraffa geta verið af kynferðislegum toga. Getty Vísindamenn telja sig hafa fundið nýja skýringu á því af hverju gíraffar eru með svona langan háls. Og eins og svo oft í líffræðinni þá er skýringin af kynferðislegum toga. Ein af stóru ráðgátum náttúrunnar hefur löngum verið af hverju gíraffar eru með svona ógurlega langan háls. Það hlýtur jú að vera ástæða fyrir svona löngum hálsi sem veldur dýrinu margvíslegum erfiðleikum. Þó ekki væri nema bara fyrir þær sakir að hjartað þarf að dæla blóðinu upp í gegnum 2ja metra langan háls, sem krefst þess að blóðþrýstingur dýrsins þarf að vera mjög hár til þess að komast hjá yfirliði eða hreinlega hjartaáfalli. „Trjákrónukenningin“ Það má segja að franski náttúrufræðingurinn Jean-Baptiste Lamarck hafi í byrjun 19. sett fram kenningu sem menn hafa hallast að æ síðan. Þetta snýst jú allt um að hinir hæfustu lifi af og í tilviki gíraffanna þá höfðu þeir það fram yfir aðrar plöntuætur að þeir sátu einir að hlaðborði laufblaðanna efst í trjákrónunni. Þannig að það var alltaf nóg að bíta og brenna fyrir þá. Þessi skýring fellur einnig vel að þróunarkenningu Darwins sem var sett fram um hálfri öld síðar. En á þessum langa hálsi gæti verið önnur skýring og hana má finna í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Science, sem er eitt hið virtasta sinnar tegundar. Hún byggist hreinlega á því að ástæða þessa langa háls gíraffans sé af kynferðislegum toga. Hin nýja kenning Fyrir aldarfjórðungi fann kínverski steingervingafræðingurinn Jin Meng undarlega og óþekkta hauskúpu í Norður-Kína. Árum saman áttuðu menn sig ekki á því hvaða skepna þetta gæti verið og hún gekk einfaldlega undir heitinu „skrýtin skepna“ (guài shòu). Það sem meira er, hún virðist hafa verið einhyrningur. Áralangar rannsóknir Mengs og félaga hans hafa nú leitt til þeirrar niðurstöðu að skepnan skrýtna hafi verið náskyld gíröffum nútímans og verið uppi fyrir tæpum 17 milljónum ára. Þeir telja víst að sjaldan eða aldrei hafi verið uppi dýr með eins rammgert höfuð og sterka hálsvöðva. Og baráttan um kvendýrin fór fram með sama hætti og hjá gíröffum nútímans (og reyndar jórturdýrum yfirleitt), það er að segja, gíraffakarlarnir berjast um kerlingarnar með því að berja saman hausum. Og þá fóru yfirburðir þeirra sem höfðu lengri háls að sýna sig, þeir gátu beitt höfðinu víðar á líkama andstæðingsins og þar með barið á honum þar til hann laut í gras, bókstaflega. Þessir gíraffar fortíðarinnar yfirgáfu á einhverjum tímapunkti heimkynni sín í Kína og héldu suður á bóginn, þar komu þeir á svæði þar sem langur háls var kostur til þess að ná til fæðu sem önnur dýr náðu ekki til. Og áfram héldu hálsar þeirra að lengjast. Víst er að áhangendur „trjákrónukenningarinnar“ munu ekki gefa sig þrátt fyrir þessa rannsókn og vísindamenn munu áfram deila um þessa heillandi ráðgátu. Svo er til þriðja kenningin, reyndar nýtur lítils fylgis. Hún tengist bandaríska kvikmyndaleikaranum Chuck Norris og er svona: „Einu sinni gaf Chuck Norris hesti á kjaftinn. Afkomendur hans eru kallaðir gíraffar...“ Dýr Vísindi Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Ein af stóru ráðgátum náttúrunnar hefur löngum verið af hverju gíraffar eru með svona ógurlega langan háls. Það hlýtur jú að vera ástæða fyrir svona löngum hálsi sem veldur dýrinu margvíslegum erfiðleikum. Þó ekki væri nema bara fyrir þær sakir að hjartað þarf að dæla blóðinu upp í gegnum 2ja metra langan háls, sem krefst þess að blóðþrýstingur dýrsins þarf að vera mjög hár til þess að komast hjá yfirliði eða hreinlega hjartaáfalli. „Trjákrónukenningin“ Það má segja að franski náttúrufræðingurinn Jean-Baptiste Lamarck hafi í byrjun 19. sett fram kenningu sem menn hafa hallast að æ síðan. Þetta snýst jú allt um að hinir hæfustu lifi af og í tilviki gíraffanna þá höfðu þeir það fram yfir aðrar plöntuætur að þeir sátu einir að hlaðborði laufblaðanna efst í trjákrónunni. Þannig að það var alltaf nóg að bíta og brenna fyrir þá. Þessi skýring fellur einnig vel að þróunarkenningu Darwins sem var sett fram um hálfri öld síðar. En á þessum langa hálsi gæti verið önnur skýring og hana má finna í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Science, sem er eitt hið virtasta sinnar tegundar. Hún byggist hreinlega á því að ástæða þessa langa háls gíraffans sé af kynferðislegum toga. Hin nýja kenning Fyrir aldarfjórðungi fann kínverski steingervingafræðingurinn Jin Meng undarlega og óþekkta hauskúpu í Norður-Kína. Árum saman áttuðu menn sig ekki á því hvaða skepna þetta gæti verið og hún gekk einfaldlega undir heitinu „skrýtin skepna“ (guài shòu). Það sem meira er, hún virðist hafa verið einhyrningur. Áralangar rannsóknir Mengs og félaga hans hafa nú leitt til þeirrar niðurstöðu að skepnan skrýtna hafi verið náskyld gíröffum nútímans og verið uppi fyrir tæpum 17 milljónum ára. Þeir telja víst að sjaldan eða aldrei hafi verið uppi dýr með eins rammgert höfuð og sterka hálsvöðva. Og baráttan um kvendýrin fór fram með sama hætti og hjá gíröffum nútímans (og reyndar jórturdýrum yfirleitt), það er að segja, gíraffakarlarnir berjast um kerlingarnar með því að berja saman hausum. Og þá fóru yfirburðir þeirra sem höfðu lengri háls að sýna sig, þeir gátu beitt höfðinu víðar á líkama andstæðingsins og þar með barið á honum þar til hann laut í gras, bókstaflega. Þessir gíraffar fortíðarinnar yfirgáfu á einhverjum tímapunkti heimkynni sín í Kína og héldu suður á bóginn, þar komu þeir á svæði þar sem langur háls var kostur til þess að ná til fæðu sem önnur dýr náðu ekki til. Og áfram héldu hálsar þeirra að lengjast. Víst er að áhangendur „trjákrónukenningarinnar“ munu ekki gefa sig þrátt fyrir þessa rannsókn og vísindamenn munu áfram deila um þessa heillandi ráðgátu. Svo er til þriðja kenningin, reyndar nýtur lítils fylgis. Hún tengist bandaríska kvikmyndaleikaranum Chuck Norris og er svona: „Einu sinni gaf Chuck Norris hesti á kjaftinn. Afkomendur hans eru kallaðir gíraffar...“
Dýr Vísindi Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira