Hótel taki herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2022 18:38 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Húsnæðisvandi hefur hamlandi áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi, sem er nú að rétta sig af eftir faraldurinn. Erlendu starfsfólki hefur fjölgað í greininni og það aukið eftirspurn eftir húsnæði. Talsmaður greinarinnar kallar eftir því að stjórnvöld láti verkin tala. Skortur á húsnæði fyrir erlenda starfsmenn í ferðaþjónustu er farinn að standa þróun greinarinnar fyrir þrifum. Slíkur skortur, ofan á mönnunarvanda í greininni, veldur því að enn erfiðara er að fá fólk til starfa. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að vandinn sé nokkuð mikill. Lausnir sem ferðaþjónustan hafi sjálf ráðist í dugi skammt. „Hótel hafa verið að reyna að taka herbergi undir starfsfólk, sem er auðvitað hvorki gott fyrir hótelin né starfsfólkið. Það eru ýmsar leiðir, það er verið að breyta húsnæði. Bílskúrum í íbúðarhúsnæði, það er verið að reyna að nýta það húsnæði sem til er á margvíslegan hátt. Hafa fleiri inni í hverri íbúð, og svo framvegis, sem eru allt saman vondar lausnir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Lausnir í dag skili sér eftir ár Hann fagnar því að starfshópur á vegum innviðaráðherra hafi skilað inn tillögum um hvernig tekið verði á húsnæðisvandanum, en segir að hugmyndunum verði að fylgja eftir. „Nú kannski kemur í ljós hversu fljót við getum verið. Því við vitum það að frá því ákvarðanir eru teknar og þangað til húsnæðið er í raun og veru komið á markað og farið að vinna fyrir okkur, það er alveg eitt til tvö ár sem það tekur. Þannig að þetta þarf að fara að gerast núna ef við ætlum að sjá breytingu á næstu árum.“ Til að geta sinnt allri þjónustu sem ferðamannastraumurinn kalli á þurfi á bilinu sjö til níu þúsund manns erlendis frá. „Eins og staðan er núna þá vantar einhvern töluverðan hluta af því.“ Meðal hugmynda sé að ferðaþjónustufyrirtæki ráði fólk frá Úkraínu í vinnu, það sé þó vandkvæðum bundið. „Bæði varðandi samsetningu hópsins og að tengja þau við störf sem eru í boði, tungumálavandi og ýmislegt sem þarf að vinna í kringum. Þetta er vissulega einn möguleikinn, og bara um að gera að hvetja fyrirtækin til þess að athuga hvort þetta er möguleiki, og hafa samband við Vinnumálastofnun.“ Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Skortur á húsnæði fyrir erlenda starfsmenn í ferðaþjónustu er farinn að standa þróun greinarinnar fyrir þrifum. Slíkur skortur, ofan á mönnunarvanda í greininni, veldur því að enn erfiðara er að fá fólk til starfa. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að vandinn sé nokkuð mikill. Lausnir sem ferðaþjónustan hafi sjálf ráðist í dugi skammt. „Hótel hafa verið að reyna að taka herbergi undir starfsfólk, sem er auðvitað hvorki gott fyrir hótelin né starfsfólkið. Það eru ýmsar leiðir, það er verið að breyta húsnæði. Bílskúrum í íbúðarhúsnæði, það er verið að reyna að nýta það húsnæði sem til er á margvíslegan hátt. Hafa fleiri inni í hverri íbúð, og svo framvegis, sem eru allt saman vondar lausnir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Lausnir í dag skili sér eftir ár Hann fagnar því að starfshópur á vegum innviðaráðherra hafi skilað inn tillögum um hvernig tekið verði á húsnæðisvandanum, en segir að hugmyndunum verði að fylgja eftir. „Nú kannski kemur í ljós hversu fljót við getum verið. Því við vitum það að frá því ákvarðanir eru teknar og þangað til húsnæðið er í raun og veru komið á markað og farið að vinna fyrir okkur, það er alveg eitt til tvö ár sem það tekur. Þannig að þetta þarf að fara að gerast núna ef við ætlum að sjá breytingu á næstu árum.“ Til að geta sinnt allri þjónustu sem ferðamannastraumurinn kalli á þurfi á bilinu sjö til níu þúsund manns erlendis frá. „Eins og staðan er núna þá vantar einhvern töluverðan hluta af því.“ Meðal hugmynda sé að ferðaþjónustufyrirtæki ráði fólk frá Úkraínu í vinnu, það sé þó vandkvæðum bundið. „Bæði varðandi samsetningu hópsins og að tengja þau við störf sem eru í boði, tungumálavandi og ýmislegt sem þarf að vinna í kringum. Þetta er vissulega einn möguleikinn, og bara um að gera að hvetja fyrirtækin til þess að athuga hvort þetta er möguleiki, og hafa samband við Vinnumálastofnun.“
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira