Telja fimmtíu hafa fallið í árás í Hvítasunnumessu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 22:44 Talið er að minnst fimmtíu hafi fallið í árásinni. AP Photo/Rahaman A Yusuf Talið er að meira en fimmtíu hafi fallið í árás á kaþólska kirkju í suðvesturhluta Nígeríu í dag. Árásarmennirnir skutu fólk á færi og sprengdu sprengjur inni í kirkjunni. Árásarmennirnir réðust inn í St. Francis kirkjuna í Ondo-héraði í dag þegar safnaðarmeðlimir komu þar saman í hvítasunnumessu. Meðal þeirra látnu eru börn að sögnOgunmolasuyi Oluwole, þingmanns. Þá numu árásarmennirnir prestinn á brott. Yfirvöld hafa enn ekki gefið það út hve margir féllu í árásinni en Adelegbe Timileyin, þingmaður Owo-svæðisins í neðri deild nígerska þingsins, sagði í samtali við AP að minnst fimmtíu hafi látist. Aðrir hafa sagt mannfallið vera enn meira. Myndbönd sem hafa birst á samfélagsmiðlum frá vettvangnum sýna safnaðarmeðlimi liggja í blóði sínu á kirkjugólfinu og aðra sem lifðu árásina af gráta sárum. Grunur er um að prestur kirkjunnar hafi verið numinn á brott af árásarmönnunum.AP Photo/Rahaman A Yusuf Muhammadu Buhari forseti Nígeríu sagði í yfirlýsingu í dag að aðeins „óvinir frá helvíti“ hefðu getað ímyndað sér og framkvæmd árás sem þessa. „Sama hvað þá mun þetta land aldrei bugast undan illu og vondu fólki, og myrkrið mun aldrei bera ljósið ofurliði. Nígería mun á endanum sigra,“ sagði Buhari, sem hefur heitið því að vinna bug á þeirri öryggisógn sem ríkir innan landamæra Nígeríu. Enn er óljóst hverjir árásarmennirnir voru og hver ástæða árásarinnar var. Mikil óreiða hefur ríkt í Nígeríu undanfarna áratugi og árásir sem þessar tíðar. Ondo hefur þó ávalt verið talið eitt öruggastsa hérað landsins. Undanfarin misseri hafa þó ofbeldisfullar deilur milli hirðingja og bænda tröllriðið héraðinu. Nígería Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Árásarmennirnir réðust inn í St. Francis kirkjuna í Ondo-héraði í dag þegar safnaðarmeðlimir komu þar saman í hvítasunnumessu. Meðal þeirra látnu eru börn að sögnOgunmolasuyi Oluwole, þingmanns. Þá numu árásarmennirnir prestinn á brott. Yfirvöld hafa enn ekki gefið það út hve margir féllu í árásinni en Adelegbe Timileyin, þingmaður Owo-svæðisins í neðri deild nígerska þingsins, sagði í samtali við AP að minnst fimmtíu hafi látist. Aðrir hafa sagt mannfallið vera enn meira. Myndbönd sem hafa birst á samfélagsmiðlum frá vettvangnum sýna safnaðarmeðlimi liggja í blóði sínu á kirkjugólfinu og aðra sem lifðu árásina af gráta sárum. Grunur er um að prestur kirkjunnar hafi verið numinn á brott af árásarmönnunum.AP Photo/Rahaman A Yusuf Muhammadu Buhari forseti Nígeríu sagði í yfirlýsingu í dag að aðeins „óvinir frá helvíti“ hefðu getað ímyndað sér og framkvæmd árás sem þessa. „Sama hvað þá mun þetta land aldrei bugast undan illu og vondu fólki, og myrkrið mun aldrei bera ljósið ofurliði. Nígería mun á endanum sigra,“ sagði Buhari, sem hefur heitið því að vinna bug á þeirri öryggisógn sem ríkir innan landamæra Nígeríu. Enn er óljóst hverjir árásarmennirnir voru og hver ástæða árásarinnar var. Mikil óreiða hefur ríkt í Nígeríu undanfarna áratugi og árásir sem þessar tíðar. Ondo hefur þó ávalt verið talið eitt öruggastsa hérað landsins. Undanfarin misseri hafa þó ofbeldisfullar deilur milli hirðingja og bænda tröllriðið héraðinu.
Nígería Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira