Selenskí að vígstöðvunum á meðan harðir bardagar geisa Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2022 09:16 Stund milli stríða hjá úkraínskum hermanni í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu. AP/Bernat Armangue Harðir bardagar geisa nú við borgina Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti hermenn á austurvígstöðvunum til að stappa í þá stálinu í gær. Úkraínuher segir að hermenn sínir hafi orðið fyrir sprengjuvörpu- og stórskotaliðsárásum við Severodonetsk. Rússneskir hermenn skjóti nú á Úkraínumenn við alla víglínuna í austurhluta landsins. Herinn segist hafa hrundið sjö árásum Rússa í Donbas-héraði síðasta sólarhringinn. Þá telur breska varnarmálaráðuneytið að Rússar sækir nú að borginni Slovyansk í nágrenni Severodonetsk til að reyna að króa úkraínskra hermenn inni. Héraðsstjóri Luhansk segir að staða Úkraínuhers í Severodonetsk hafi versnað aðeins eftir að hann endurheimti um helming borgarinnar úr höndum Rússa á föstudag. „Hörðustu bardagarnir eru í Severodonetsk. Hraðir bardagar eiga sér nú stað. Varnarliði okkar tókst að gera gagnsókn um stund, það frelsaði næstum hálfa borgina en nú hefur staðan versnað svolítið fyrir okkur aftur,“ sagði Serhiy Haidai, héraðsstjóri, í morgun. Rússnesk flugskeyti hæfðu lestarmannvirki í höfuðborginni Kænugarði snemma í gærmorgun. Talið er að sú árás hafi átt að trufla flutninga vestræna hernaðartóla til Úkraínu. Selenskí heimsótti tvær borgir í Donbas nærri vígstöðvunum í gær, Lysychansk og Soledar sem eru sagðar verða mikilvæg vígi ef Severodonetsk fellur. Sagðist hann stoltur af öllum þeim sem hann hitti og tók í höndina á. Forsetinn hefur sjaldan yfirgefið höfuðborgina frá því að innrás Rússa hófst 24. febrúar. „Þið verðskuldið öll sigur, það er það mikilvægasta, en ekki hvað sem það kostar,“ sagði Selenskí við úkraínska hermenn. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lavrov kemst ekki til Serbíu eftir að nágrannaríkin lokuðu lofthelgi sinni Fyrirhugaðri ferð Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, til Serbíu hefur verið aflýst eftir að nágrannaríki Serbíu bönnuðu flugvél hans að ferðast um lofthelgi sína. 5. júní 2022 23:11 Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5. júní 2022 13:24 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Úkraínuher segir að hermenn sínir hafi orðið fyrir sprengjuvörpu- og stórskotaliðsárásum við Severodonetsk. Rússneskir hermenn skjóti nú á Úkraínumenn við alla víglínuna í austurhluta landsins. Herinn segist hafa hrundið sjö árásum Rússa í Donbas-héraði síðasta sólarhringinn. Þá telur breska varnarmálaráðuneytið að Rússar sækir nú að borginni Slovyansk í nágrenni Severodonetsk til að reyna að króa úkraínskra hermenn inni. Héraðsstjóri Luhansk segir að staða Úkraínuhers í Severodonetsk hafi versnað aðeins eftir að hann endurheimti um helming borgarinnar úr höndum Rússa á föstudag. „Hörðustu bardagarnir eru í Severodonetsk. Hraðir bardagar eiga sér nú stað. Varnarliði okkar tókst að gera gagnsókn um stund, það frelsaði næstum hálfa borgina en nú hefur staðan versnað svolítið fyrir okkur aftur,“ sagði Serhiy Haidai, héraðsstjóri, í morgun. Rússnesk flugskeyti hæfðu lestarmannvirki í höfuðborginni Kænugarði snemma í gærmorgun. Talið er að sú árás hafi átt að trufla flutninga vestræna hernaðartóla til Úkraínu. Selenskí heimsótti tvær borgir í Donbas nærri vígstöðvunum í gær, Lysychansk og Soledar sem eru sagðar verða mikilvæg vígi ef Severodonetsk fellur. Sagðist hann stoltur af öllum þeim sem hann hitti og tók í höndina á. Forsetinn hefur sjaldan yfirgefið höfuðborgina frá því að innrás Rússa hófst 24. febrúar. „Þið verðskuldið öll sigur, það er það mikilvægasta, en ekki hvað sem það kostar,“ sagði Selenskí við úkraínska hermenn.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lavrov kemst ekki til Serbíu eftir að nágrannaríkin lokuðu lofthelgi sinni Fyrirhugaðri ferð Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, til Serbíu hefur verið aflýst eftir að nágrannaríki Serbíu bönnuðu flugvél hans að ferðast um lofthelgi sína. 5. júní 2022 23:11 Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5. júní 2022 13:24 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Lavrov kemst ekki til Serbíu eftir að nágrannaríkin lokuðu lofthelgi sinni Fyrirhugaðri ferð Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, til Serbíu hefur verið aflýst eftir að nágrannaríki Serbíu bönnuðu flugvél hans að ferðast um lofthelgi sína. 5. júní 2022 23:11
Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5. júní 2022 13:24